Danny Boyle staðfestir að hann sé að skrifa Bond-handrit Birgir Olgeirsson skrifar 15. mars 2018 18:49 Leikstjórinn Danny Boyle. Vísir/Getty Óskarsverðlaunahafinn Danny Boyle hefur staðfest að hann sé að vinna að handriti næstu kvikmyndar um njósnarann James Bond. Myndin verður sú tuttugasta og fimmta í röðinni en Boyle vinnur að handritinu ásamt handritshöfundinum John Hodge en sama skrifuðu þeir Trainspotting. Orðrómur hefur verið á kreiki þess efnis að Boyle væri að vinna að Bond-handriti en hann staðfesti það á forsýningu á nýjustu þáttaröð hans Trust í vikunni. Á vef Deadline kemur fram að þegar þeir Boyle og Hodge skila inn handritinu þá hafi framleiðslufyrirtækið MGM um tvennt að velja. Annars vegar að notast við handrit Boyle og Hodges og fá þannig Danny Boyle sem leikstjóra myndarinnar. Ef forsvarsmenn MGM verða ekki hrifnir af hugmyndinni eiga þeir þó enn handrit Neal Purvis og Robert Wade, en þeir höfðu áður skrifað handrit Bond-myndanna Skyfall, Spectre og Casino Royale. Ef það handrit verður fyrir valinu eru þeir með lista af leikstjórum sem þeir vilja að taki við verkinu en það eru þeir Yann Demange, Denis Villeneuve og David Mackenzie. Boyle hefur áður unnið með Daniel Craig, sem hefur leikið Bond í undanförnum myndum. Það var þegar Boyle sá um að leikstýra opnunarhátíð Ólympíuleikanna í London árið 2012. Áætlað er að næsta Bond-mynd veðri frumsýnd í nóvember 2019. James Bond Mest lesið Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Óskarsverðlaunahafinn Danny Boyle hefur staðfest að hann sé að vinna að handriti næstu kvikmyndar um njósnarann James Bond. Myndin verður sú tuttugasta og fimmta í röðinni en Boyle vinnur að handritinu ásamt handritshöfundinum John Hodge en sama skrifuðu þeir Trainspotting. Orðrómur hefur verið á kreiki þess efnis að Boyle væri að vinna að Bond-handriti en hann staðfesti það á forsýningu á nýjustu þáttaröð hans Trust í vikunni. Á vef Deadline kemur fram að þegar þeir Boyle og Hodge skila inn handritinu þá hafi framleiðslufyrirtækið MGM um tvennt að velja. Annars vegar að notast við handrit Boyle og Hodges og fá þannig Danny Boyle sem leikstjóra myndarinnar. Ef forsvarsmenn MGM verða ekki hrifnir af hugmyndinni eiga þeir þó enn handrit Neal Purvis og Robert Wade, en þeir höfðu áður skrifað handrit Bond-myndanna Skyfall, Spectre og Casino Royale. Ef það handrit verður fyrir valinu eru þeir með lista af leikstjórum sem þeir vilja að taki við verkinu en það eru þeir Yann Demange, Denis Villeneuve og David Mackenzie. Boyle hefur áður unnið með Daniel Craig, sem hefur leikið Bond í undanförnum myndum. Það var þegar Boyle sá um að leikstýra opnunarhátíð Ólympíuleikanna í London árið 2012. Áætlað er að næsta Bond-mynd veðri frumsýnd í nóvember 2019.
James Bond Mest lesið Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira