„Við myndum kalla þetta smá golu í Breiðholtinu“ Kristinn Páll Teitsson skrifar 1. mars 2018 06:45 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir í baráttunni við Pernille Harder í leiknum í gær. Vísir/EPA Fótbolti Ísland og Danmörk skildu jöfn 0-0 í fyrsta leik liðanna í Algarve-mótinu í knattspyrnu í gær en leikurinn var fyrsti leikur Íslands á þessu sterkasta æfingarmóti heims. Nokkra lykilleikmenn vantaði í íslenska liðið en stelpurnar stóðu vel í silfurliði síðasta Evrópumóts.Spilaðist upp í okkar hendur Íslenska liðið lék með vindinum í fyrri hálfleik og fékk þó nokkur góð færi þó að Danir hafi verið meira með boltann. Í seinni hálfleik lék danska liðið með vindinn í bakið og komust næst því að skora mark þegar Sandra Sigurðardóttir varði skot í slána í upphafi seinni hálfleiks. Danska liðið stýrði leiknum áfram og fékk betri færi í seinni hálfleik en fann ekki leið framhjá Söndru í marki íslenska liðsins og lauk leiknum því með markalausu jafntefli. Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska landsliðsins, fann heilmargt jákvætt við leikinn þegar Fréttablaðið heyrði í honum stuttu eftir leik. „Leikurinn spilaðist bara mjög vel og alveg eins og við lögðum upp með, þetta var kaflaskipt en við vorum að takast á við eitt besta lið heims og náðum að loka mjög vel á þær. Í seinni hálfleik fengum inn nokkra óreynda leikmenn sem leystu verkefni sín mjög vel og ég verð að hrósa öllu liðinu í heild sinni,“ sagði Freyr sem var ánægður með einbeitinguna í varnarleiknum í seinni hálfleik þegar liðið lék í mótvindi. „Við vorum að spila hápressu mjög vel og skiptum vel á milli, færslurnar í varnarleiknum voru algjörlega frábærlegar. Það klikkaði á köflum í fyrri hálfleik en þetta var allt annað í seinni. Upplagið okkar í þessum leik var að halda hreinu, fá nokkur færi og þegar þau kæmu að reyna að nýta að minnsta kosti eitt þeirra,“ en Freyr vildi ekki meina að það hefði verið rok þegar veðrið var borið undir hann: „Við myndum kalla þetta smá golu í Breiðholtinu.“ Íslenska liðið hélt sig við 3-5-2 kerfið og þótt það hafi vantað lykilleikmenn í gærkvöldi komu allir inn af krafti.Glódís Perla Viggósdóttir í baráttunni við Pernille Harder.Kljást við stærstu stjörnur heims „Það er kostur kerfisins að það er auðvelt að koma inn í það og breyta því á meðan á leik stendur og það getur hentað okkur vel. Við erum að reyna að bæta liðið og leikmannahópinn fyrir komandi undankeppni og í dag fengu sumir óreyndir leikmenn að kljást við bestu leikmenn heims og gerðu það vel. Nú er það þeirra að halda dampi, það þarf halda einbeitingu því það eru fleiri gríðarlega erfiðir leikir fram undan.“ Næsti leikur liðsins er gegn Japan á föstudaginn, annar erfiður mótherji og stutt hvíld á milli. Freyr sagðist ekki ætla að taka neina áhættu. „Ég geri tíu breytingar, ég ætla ekki að taka neina áhættu með leikmenn þegar það er svona stutt á milli. Það verður erfiður leikur en við þurfum að vera fljót að hefja undirbúninginn því þetta verður annar erfiður leikur. Japanska liðið er öðruvísi, þær eru kvikari og með meiri tækni,“ sagði Freyr en hann sagði úrslit dagsins ekki hafa hjálpað þegar Japan tapaði 6-2 gegn Hollandi. „Það er ekki að hjálpa að þær fengu risa skell gegn besta sóknarliði heims í Hollandi í gær, þær eiga eftir að vilja svara fyrir það gegn okkur en við þurfum bara að vera tilbúin.“ HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Fleiri fréttir „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Sjá meira
Fótbolti Ísland og Danmörk skildu jöfn 0-0 í fyrsta leik liðanna í Algarve-mótinu í knattspyrnu í gær en leikurinn var fyrsti leikur Íslands á þessu sterkasta æfingarmóti heims. Nokkra lykilleikmenn vantaði í íslenska liðið en stelpurnar stóðu vel í silfurliði síðasta Evrópumóts.Spilaðist upp í okkar hendur Íslenska liðið lék með vindinum í fyrri hálfleik og fékk þó nokkur góð færi þó að Danir hafi verið meira með boltann. Í seinni hálfleik lék danska liðið með vindinn í bakið og komust næst því að skora mark þegar Sandra Sigurðardóttir varði skot í slána í upphafi seinni hálfleiks. Danska liðið stýrði leiknum áfram og fékk betri færi í seinni hálfleik en fann ekki leið framhjá Söndru í marki íslenska liðsins og lauk leiknum því með markalausu jafntefli. Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska landsliðsins, fann heilmargt jákvætt við leikinn þegar Fréttablaðið heyrði í honum stuttu eftir leik. „Leikurinn spilaðist bara mjög vel og alveg eins og við lögðum upp með, þetta var kaflaskipt en við vorum að takast á við eitt besta lið heims og náðum að loka mjög vel á þær. Í seinni hálfleik fengum inn nokkra óreynda leikmenn sem leystu verkefni sín mjög vel og ég verð að hrósa öllu liðinu í heild sinni,“ sagði Freyr sem var ánægður með einbeitinguna í varnarleiknum í seinni hálfleik þegar liðið lék í mótvindi. „Við vorum að spila hápressu mjög vel og skiptum vel á milli, færslurnar í varnarleiknum voru algjörlega frábærlegar. Það klikkaði á köflum í fyrri hálfleik en þetta var allt annað í seinni. Upplagið okkar í þessum leik var að halda hreinu, fá nokkur færi og þegar þau kæmu að reyna að nýta að minnsta kosti eitt þeirra,“ en Freyr vildi ekki meina að það hefði verið rok þegar veðrið var borið undir hann: „Við myndum kalla þetta smá golu í Breiðholtinu.“ Íslenska liðið hélt sig við 3-5-2 kerfið og þótt það hafi vantað lykilleikmenn í gærkvöldi komu allir inn af krafti.Glódís Perla Viggósdóttir í baráttunni við Pernille Harder.Kljást við stærstu stjörnur heims „Það er kostur kerfisins að það er auðvelt að koma inn í það og breyta því á meðan á leik stendur og það getur hentað okkur vel. Við erum að reyna að bæta liðið og leikmannahópinn fyrir komandi undankeppni og í dag fengu sumir óreyndir leikmenn að kljást við bestu leikmenn heims og gerðu það vel. Nú er það þeirra að halda dampi, það þarf halda einbeitingu því það eru fleiri gríðarlega erfiðir leikir fram undan.“ Næsti leikur liðsins er gegn Japan á föstudaginn, annar erfiður mótherji og stutt hvíld á milli. Freyr sagðist ekki ætla að taka neina áhættu. „Ég geri tíu breytingar, ég ætla ekki að taka neina áhættu með leikmenn þegar það er svona stutt á milli. Það verður erfiður leikur en við þurfum að vera fljót að hefja undirbúninginn því þetta verður annar erfiður leikur. Japanska liðið er öðruvísi, þær eru kvikari og með meiri tækni,“ sagði Freyr en hann sagði úrslit dagsins ekki hafa hjálpað þegar Japan tapaði 6-2 gegn Hollandi. „Það er ekki að hjálpa að þær fengu risa skell gegn besta sóknarliði heims í Hollandi í gær, þær eiga eftir að vilja svara fyrir það gegn okkur en við þurfum bara að vera tilbúin.“
HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Fleiri fréttir „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Sjá meira