Brad Pitt bætist við Manson-mynd Tarantino Birgir Olgeirsson skrifar 1. mars 2018 12:19 Tarantino hefur fengið þau Robbie, DiCaprio og Pitt til liðs við sig í næstu mynd. Vísir/Getty Brad Pitt hefur skuldbundið sig til að leika í næstu mynd leikstjórans Quentin Tarantino. Fyrir höfðu Óskarsverðlaunahafinn Leonardo DiCaprio og Margot Robbie einnig ráðið sig til að leika í myndinni sem hefur hlotið nafnið Once Upon a Time in Hollywood. Myndin gerist í Los Angeles árið 1969 og mun hverfast um hið hrottafengna morð á Sharon Tate, sem Robbie mun leika. DiCaprio mun leika Rick Dalton, leikara sem má muna fífil sinn fegurri eftir að hafa notið mikillar velgengni í sjónvarpsþáttum sem gerðust í villta vestrinu, og mun Pitt leika áhættuleikara hans Cliff Booth.Sharon Tate.Vísir/Getty„Báðir eru þeir að reyna að ná fótfestu aftur í borginni Hollywood sem þeir þekkja ekki lengur. Nágranni Rick er hins vegar mjög frægur, Sharon Tate,“ er haft eftir Tarantino um söguþráð myndarinnar. Tarantino hefur að eigin sögn unnið að handriti-myndarinnar síðastliðin fimm ár. Hann segist auk þess hafa búið í Los Angeles-sýslu stærstan hluta lífs síns, þar á meðal árið 1969 þegar hann var sjö ára gamall. „Ég hlakka mikið til að fá að segja þessa sögu af Los Angeles, og Hollywood, sem virðist ekki lengur vera til.“ Sharon Tate var 26 ára gömul þegar hún var myrt ásamt fjórum öðrum af meðlimum Manson-klíkunnar á heimili Tate í Hollywood 9. ágúst árið 1969. Tate var gift pólska leikstjóranum Roman Polanski en þegar hún lést var hún gengin átta og hálfan mánuð með son þeirra. Manson-klíkan var leidd af glæpamanninum Charles Manson. Meðlimir klíkunnar fóru eftir fyrirmælum Mansons þegar þeir myrtu Sharon Tate. Mynd Tarantino verður frumsýnd á heimsvísu 9. ágúst á næsta ári þegar 50 ár verða liðin frá morðunum. Þetta verður í annað sinn sem Tarantino vinnur með þeim Pitt og DiCaprip. Pitt lék í myndinni Inglourious Basterds og DiCaprio í Django Unchained. Fjölmiðlar ytra höfðu margir hverjir heyrt orðróm þess efnis að Tarantino ætlaði að fá leikarana Tom Cruise og Al Pacino til að leika í þessari mynd, en það hefur ekki fengist staðfest. Bíó og sjónvarp Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Brad Pitt hefur skuldbundið sig til að leika í næstu mynd leikstjórans Quentin Tarantino. Fyrir höfðu Óskarsverðlaunahafinn Leonardo DiCaprio og Margot Robbie einnig ráðið sig til að leika í myndinni sem hefur hlotið nafnið Once Upon a Time in Hollywood. Myndin gerist í Los Angeles árið 1969 og mun hverfast um hið hrottafengna morð á Sharon Tate, sem Robbie mun leika. DiCaprio mun leika Rick Dalton, leikara sem má muna fífil sinn fegurri eftir að hafa notið mikillar velgengni í sjónvarpsþáttum sem gerðust í villta vestrinu, og mun Pitt leika áhættuleikara hans Cliff Booth.Sharon Tate.Vísir/Getty„Báðir eru þeir að reyna að ná fótfestu aftur í borginni Hollywood sem þeir þekkja ekki lengur. Nágranni Rick er hins vegar mjög frægur, Sharon Tate,“ er haft eftir Tarantino um söguþráð myndarinnar. Tarantino hefur að eigin sögn unnið að handriti-myndarinnar síðastliðin fimm ár. Hann segist auk þess hafa búið í Los Angeles-sýslu stærstan hluta lífs síns, þar á meðal árið 1969 þegar hann var sjö ára gamall. „Ég hlakka mikið til að fá að segja þessa sögu af Los Angeles, og Hollywood, sem virðist ekki lengur vera til.“ Sharon Tate var 26 ára gömul þegar hún var myrt ásamt fjórum öðrum af meðlimum Manson-klíkunnar á heimili Tate í Hollywood 9. ágúst árið 1969. Tate var gift pólska leikstjóranum Roman Polanski en þegar hún lést var hún gengin átta og hálfan mánuð með son þeirra. Manson-klíkan var leidd af glæpamanninum Charles Manson. Meðlimir klíkunnar fóru eftir fyrirmælum Mansons þegar þeir myrtu Sharon Tate. Mynd Tarantino verður frumsýnd á heimsvísu 9. ágúst á næsta ári þegar 50 ár verða liðin frá morðunum. Þetta verður í annað sinn sem Tarantino vinnur með þeim Pitt og DiCaprip. Pitt lék í myndinni Inglourious Basterds og DiCaprio í Django Unchained. Fjölmiðlar ytra höfðu margir hverjir heyrt orðróm þess efnis að Tarantino ætlaði að fá leikarana Tom Cruise og Al Pacino til að leika í þessari mynd, en það hefur ekki fengist staðfest.
Bíó og sjónvarp Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira