Hlífðarjakkar, skíðastrigaskór og vatnsheldir hattar voru mjög áberandi. Úlpurnar og yfirhafnirnar voru mjög stórar, og margar hverjar úr endurskins- og glansandi efni. Talandi um línuna, sagði Galliano að hann hefði ímyndað sér hverju hann hendir yfir sig þegar hann fer út að labba með hundinn sinn, og hló að því að þetta hefði verið útkoman.
Þessi plasthattur yrði allavega sniðugur fyrir okkur Íslendinga. Skemmtileg lína og áhugaverð, og spennandi verður að vita hvort þessir strigaskór munu ganga lengra en bara tískupallinn.






