Fótbolti

Hjörtur og félagar náðu toppliðinu

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Hjörtur Hermannsson í leik með Bröndby.
Hjörtur Hermannsson í leik með Bröndby. Vísir/getty
Bröndby galopnaði baráttuna um danska meistaratitilinn í fótbolta með sigri á toppliði Midtjylland á útivelli í kvöld.

Kasper Fisker Jensen skoraði eina mark leiksins á 21. mínútu en Hjörtur Hermannsson spilaði allan leikinn fyrir Bröndby.

Leikurinn var mjög fjörlegur og frekar jafnt var með liðunum. Samtals áttu liðin 31 skot í átt að marki þrátt fyrir að aðeins eitt mark hafi verið skorað í leiknum.

Liðin eru nú jöfn á toppi deildarinnar þegar þrjár umferðir eru eftir. Sjö stig eru svo í Nordsjælland í þriðja sætinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×