„Viðbrögðin við seríunni hafa verið framar öllum vonum. Þannig að maður er mjög stoltur af þessu öllu saman en finnst á sama tíma hálfleiðinlegt að þetta sé búið,“ segir Ágúst Bent, leikstjóri.
„Vonandi verður farið í aðra seríu, þannig að söknuðurinn endist örugglega ekki lengi. Núna er Steindi Edduverðlaunahafi þannig að maður þarf örugglega að suða vel í honum til að fá hann aftur í tippabúninginn sem hann var klæddur í í fyrstu þáttaröðinni af Steindanum okkar.“
Bent segir að hann hafi það á tilfinningunni að fleiri hafi séð þessa þáttaröð af Steypustöðinni en fyrstu.
„Við lentum í engu fjaðrafoki, þrátt fyrir að vera með skets með down syndrome löggum sem afhausuðu mann og annan þar sem Þjóðleikhúsið setti upp söngleik um Guðmundar- og Geirfinnsmálið. Íslendingar eru greinilega hressir.“
Hér að ofan má sjá helstu mistökin úr tökum af Steypustöðinni og hér að neðan má sjá brot úr þætti kvöldsins.