Upphitun fyrir kvöldið Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 3. mars 2018 11:00 "Þetta eru allt verk sem eru þrungin miklum tilfinningum,“ segir Ágústa um efni tónleikanna í dag. Vísir/Anton Brink Það er söngkonuhljómur í rödd Ágústu Sigrúnar Ágústsdóttur þegar hún svarar símanum enda er hún félagi í kór Breiðholtskirkju. Svo er hún líka formaður kórsins og hennar hlutverk er að halda fólki við efnið. Yfirleitt segir hún vel mætt á æfingar. „Reyndar setti flensan rosalegt strik í reikninginn í vetur, það var bara eins og kórinn væri tannlaus á tímabili, en nú eru allir að verða hressir,“ segir hún. Það er líka eins gott því nú á að halda veglega tónleika klukkan 17 í dag til að fagna tvennum tímamótum, þrjátíu ára vígsluafmæli kirkjunnar og fjörutíu og fimm ára afmæli kórsins. Í efnisskrá tónleikanna er nokkrum trúarlegum verkum Jóns Leifs fléttað inn í hina frægu sálumessu eftir Gabriel Fauré. „Þetta eru allt verk sem eru þrungin miklum tilfinningum,“ upplýsir Ágústa. Hróðmar Ingi Sigurbjörnsson tónskáld samdi lag fyrir kórinn fyrir fjörutíu ára afmælið, Rennur upp um nótt, nefnist það. Nú segir Ágústa unnið að útgáfu á því. Höfundurinn syngur með kórnum, Ágústa segir hann einn af máttarstólpunum í bassanum. „Við erum rík af tónskáldum því auk Hróðmars Inga eru þrír félaganna í tónsmíðanámi.“ Fjöldinn í kórnum er í kringum tuttugu og fimm að hennar sögn. „Svo erum við með stúlknakór til að syngja með í einu verkinu, undir stjórn Sigrúnar Þorgeirsdóttur. Þar var hóað saman dætrum og frænkum kórfélaga, svo hann er nokkurs konar afurð,“ segir Ágústa glaðlega. Einsöngvarar á tónleikunum eru Ágúst Ólafsson, Marta Guðrún Halldórsdóttir og Ásta Sigríður Arnardóttir og hljóðfæraleikarar eru Elísabet Waage á hörpu og Steingrímur Þórhallsson á orgel. Kórstjóri er Örn Magnússon. Breiðholtskirkja er eitt af kennileitum Bakkanna neðst í holtinu. „Ég segi stundum að hún sé eins og félagsheimilið í myndinni Með allt á hreinu, hún er miklu stærri að innan en að utan, því það er svo góður salur í kjallaranum,“ segir Ágústa. „En fækkað hefur í söfnuðinum með árunum enda hefur margt fólk í öðrum trúfélögum hreiðrað um sig í Bökkunum.“ Tónleikana ber upp á sama dag og Söngvakeppni Sjónvarpsins. Ekki telur Ágústa þá viðburði þó stangast á, heldur þvert á móti. „Tónleikarnir eru ágæt upphitun fyrir kvöldið og ef fólk jafnar út áhrifin af þeim og keppninni held ég að gott jafnvægi skapist í sálinni.gun@frettabladid.is Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Fleiri fréttir Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Það er söngkonuhljómur í rödd Ágústu Sigrúnar Ágústsdóttur þegar hún svarar símanum enda er hún félagi í kór Breiðholtskirkju. Svo er hún líka formaður kórsins og hennar hlutverk er að halda fólki við efnið. Yfirleitt segir hún vel mætt á æfingar. „Reyndar setti flensan rosalegt strik í reikninginn í vetur, það var bara eins og kórinn væri tannlaus á tímabili, en nú eru allir að verða hressir,“ segir hún. Það er líka eins gott því nú á að halda veglega tónleika klukkan 17 í dag til að fagna tvennum tímamótum, þrjátíu ára vígsluafmæli kirkjunnar og fjörutíu og fimm ára afmæli kórsins. Í efnisskrá tónleikanna er nokkrum trúarlegum verkum Jóns Leifs fléttað inn í hina frægu sálumessu eftir Gabriel Fauré. „Þetta eru allt verk sem eru þrungin miklum tilfinningum,“ upplýsir Ágústa. Hróðmar Ingi Sigurbjörnsson tónskáld samdi lag fyrir kórinn fyrir fjörutíu ára afmælið, Rennur upp um nótt, nefnist það. Nú segir Ágústa unnið að útgáfu á því. Höfundurinn syngur með kórnum, Ágústa segir hann einn af máttarstólpunum í bassanum. „Við erum rík af tónskáldum því auk Hróðmars Inga eru þrír félaganna í tónsmíðanámi.“ Fjöldinn í kórnum er í kringum tuttugu og fimm að hennar sögn. „Svo erum við með stúlknakór til að syngja með í einu verkinu, undir stjórn Sigrúnar Þorgeirsdóttur. Þar var hóað saman dætrum og frænkum kórfélaga, svo hann er nokkurs konar afurð,“ segir Ágústa glaðlega. Einsöngvarar á tónleikunum eru Ágúst Ólafsson, Marta Guðrún Halldórsdóttir og Ásta Sigríður Arnardóttir og hljóðfæraleikarar eru Elísabet Waage á hörpu og Steingrímur Þórhallsson á orgel. Kórstjóri er Örn Magnússon. Breiðholtskirkja er eitt af kennileitum Bakkanna neðst í holtinu. „Ég segi stundum að hún sé eins og félagsheimilið í myndinni Með allt á hreinu, hún er miklu stærri að innan en að utan, því það er svo góður salur í kjallaranum,“ segir Ágústa. „En fækkað hefur í söfnuðinum með árunum enda hefur margt fólk í öðrum trúfélögum hreiðrað um sig í Bökkunum.“ Tónleikana ber upp á sama dag og Söngvakeppni Sjónvarpsins. Ekki telur Ágústa þá viðburði þó stangast á, heldur þvert á móti. „Tónleikarnir eru ágæt upphitun fyrir kvöldið og ef fólk jafnar út áhrifin af þeim og keppninni held ég að gott jafnvægi skapist í sálinni.gun@frettabladid.is
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Fleiri fréttir Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira