Kljúfa Austur-Ghouta í tvennt Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 8. mars 2018 06:00 Særð stúlka fær læknisaðstoð í Austur-Ghouta. Fjölmörg börn hafa dáið og særst í átökunum. Vísir/AFp Her ríkisstjórnar Bashars al-Assad, forseta Sýrlands, hélt áfram sókn sinni í Austur-Ghouta í gær með loftárásum og sókn á jörðu niðri. Reynir stjórnarherinn nú að kljúfa svæðið í tvennt. Stjórnarliðar hafa nú þegar tekið vel rúman þriðjung svæðisins en um 800 hafa fallið frá því Assad-liðar settu aukinn þunga í sókn sína í febrúar. Í gær greindu ríkisfjölmiðlar frá því að loftárásir hefðu verið gerðar á bæinn Mesraba til þess að undirbúa innrás hermanna. Ef stjórnarliðar taka Mesraba mun það þýða að þeir hafi um helming Austur-Ghouta á sínu valdi. Samkvæmt eftirlitssamtökunum Syrian Observatory for Human Rights sendu stjórnarliðar 700 hermenn til viðbótar til Austur-Ghouta í gær í von um að styrkja sóknina. Ef uppreisnarmenn tapa Austur-Ghouta verður það stærsti ósigur þeirra frá því stjórnarherinn tók Aleppo árið 2016 eftir álíka blóðug átök. Austur-Ghouta er síðasta stóra vígi uppreisnarinnar nærri höfuðborginni Damaskus og með því að tapa svæðinu fjarlægjast uppreisnarmenn Assad Sýrlandsforseta. Rússar, helstu bandamenn Assad-stjórnarinnar, greindu frá því í gær að hluti uppreisnarmanna vilji þiggja boð þeirra um að rýma svæðið og afhenda stjórnarliðum. Hins vegar hafa talsmenn uppreisnarhreyfinganna á svæðinu sagt að það sé með öllu ósatt. Uppreisnarmenn ætli að verja Austur-Ghouta og að engar viðræður hafi átt sér stað. „Fylkingarnar í Austur-Ghouta og hermenn þeirra ætla að halda þessu landi. Við munum verja það,“ sagði Hamza Birqdar, einn talsmanna Jaish al-Islam, við Reuters í gær. Þá greindu Rússar einnig frá því í gær að þeir hefðu aðstoðað þrettán almenna borgara við að flýja svæðið í gær. Var þeim hleypt upp í tóma bíla í bílalest hjálparsamtaka sem hafði fengið að fara inn á svæðið með nauðsynjar á mánudag. Um var að ræða fyrstu bílalestina sem kemur til Austur-Ghouta til að aðstoða almenna borgara frá því að átökin hófust í núverandi mynd. Sagði rússneski herinn jafnframt að hann hefði notað dróna til að fylgjast með því hvort lestinni tækist að komast á leiðarenda. Birtist í Fréttablaðinu Sýrland Tengdar fréttir Stjórnarliðar hafa náð þriðjungi Austur-Ghouta á sitt vald Hermenn ríkisstjórnar Bashars al-Assad Sýrlandsforseta og aðrir bandamenn hans hafa tekið rúman þriðjung Austur-Ghouta. Assad-liðar hafa sett gífurlegan þunga í sókn sína undanfarnar vikur og drepið rúmlega 700 í árásum sínum, þar af fjölmörg börn. 6. mars 2018 06:00 Vonar bara og biður að guð verndi börnin sín Fyrstu almennu borgararnir í Austur-Ghouta hafa flúið í daglegu átakahléi. Erindrekar SÞ eru öskuillir út í báðar fylkingar. Krefjast tafarlausrar innleiðingar vopnahlés. Segja fimm klukkustundir ekki duga til að koma aðstoð til þurfandi. 2. mars 2018 06:00 Tókst ekki að koma öllum neyðargögnum inn í Austur-Ghouta Ekki tókst að koma öllum neyðargögnum inn í Austur-Ghouta í dag en bílalest frá Sameinuðu þjóðunum sem flutti neyðargögn inn á stríðshrjáð svæðið þurfti frá að hverfa í miðri sprengjuárás. 5. mars 2018 23:24 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Her ríkisstjórnar Bashars al-Assad, forseta Sýrlands, hélt áfram sókn sinni í Austur-Ghouta í gær með loftárásum og sókn á jörðu niðri. Reynir stjórnarherinn nú að kljúfa svæðið í tvennt. Stjórnarliðar hafa nú þegar tekið vel rúman þriðjung svæðisins en um 800 hafa fallið frá því Assad-liðar settu aukinn þunga í sókn sína í febrúar. Í gær greindu ríkisfjölmiðlar frá því að loftárásir hefðu verið gerðar á bæinn Mesraba til þess að undirbúa innrás hermanna. Ef stjórnarliðar taka Mesraba mun það þýða að þeir hafi um helming Austur-Ghouta á sínu valdi. Samkvæmt eftirlitssamtökunum Syrian Observatory for Human Rights sendu stjórnarliðar 700 hermenn til viðbótar til Austur-Ghouta í gær í von um að styrkja sóknina. Ef uppreisnarmenn tapa Austur-Ghouta verður það stærsti ósigur þeirra frá því stjórnarherinn tók Aleppo árið 2016 eftir álíka blóðug átök. Austur-Ghouta er síðasta stóra vígi uppreisnarinnar nærri höfuðborginni Damaskus og með því að tapa svæðinu fjarlægjast uppreisnarmenn Assad Sýrlandsforseta. Rússar, helstu bandamenn Assad-stjórnarinnar, greindu frá því í gær að hluti uppreisnarmanna vilji þiggja boð þeirra um að rýma svæðið og afhenda stjórnarliðum. Hins vegar hafa talsmenn uppreisnarhreyfinganna á svæðinu sagt að það sé með öllu ósatt. Uppreisnarmenn ætli að verja Austur-Ghouta og að engar viðræður hafi átt sér stað. „Fylkingarnar í Austur-Ghouta og hermenn þeirra ætla að halda þessu landi. Við munum verja það,“ sagði Hamza Birqdar, einn talsmanna Jaish al-Islam, við Reuters í gær. Þá greindu Rússar einnig frá því í gær að þeir hefðu aðstoðað þrettán almenna borgara við að flýja svæðið í gær. Var þeim hleypt upp í tóma bíla í bílalest hjálparsamtaka sem hafði fengið að fara inn á svæðið með nauðsynjar á mánudag. Um var að ræða fyrstu bílalestina sem kemur til Austur-Ghouta til að aðstoða almenna borgara frá því að átökin hófust í núverandi mynd. Sagði rússneski herinn jafnframt að hann hefði notað dróna til að fylgjast með því hvort lestinni tækist að komast á leiðarenda.
Birtist í Fréttablaðinu Sýrland Tengdar fréttir Stjórnarliðar hafa náð þriðjungi Austur-Ghouta á sitt vald Hermenn ríkisstjórnar Bashars al-Assad Sýrlandsforseta og aðrir bandamenn hans hafa tekið rúman þriðjung Austur-Ghouta. Assad-liðar hafa sett gífurlegan þunga í sókn sína undanfarnar vikur og drepið rúmlega 700 í árásum sínum, þar af fjölmörg börn. 6. mars 2018 06:00 Vonar bara og biður að guð verndi börnin sín Fyrstu almennu borgararnir í Austur-Ghouta hafa flúið í daglegu átakahléi. Erindrekar SÞ eru öskuillir út í báðar fylkingar. Krefjast tafarlausrar innleiðingar vopnahlés. Segja fimm klukkustundir ekki duga til að koma aðstoð til þurfandi. 2. mars 2018 06:00 Tókst ekki að koma öllum neyðargögnum inn í Austur-Ghouta Ekki tókst að koma öllum neyðargögnum inn í Austur-Ghouta í dag en bílalest frá Sameinuðu þjóðunum sem flutti neyðargögn inn á stríðshrjáð svæðið þurfti frá að hverfa í miðri sprengjuárás. 5. mars 2018 23:24 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Stjórnarliðar hafa náð þriðjungi Austur-Ghouta á sitt vald Hermenn ríkisstjórnar Bashars al-Assad Sýrlandsforseta og aðrir bandamenn hans hafa tekið rúman þriðjung Austur-Ghouta. Assad-liðar hafa sett gífurlegan þunga í sókn sína undanfarnar vikur og drepið rúmlega 700 í árásum sínum, þar af fjölmörg börn. 6. mars 2018 06:00
Vonar bara og biður að guð verndi börnin sín Fyrstu almennu borgararnir í Austur-Ghouta hafa flúið í daglegu átakahléi. Erindrekar SÞ eru öskuillir út í báðar fylkingar. Krefjast tafarlausrar innleiðingar vopnahlés. Segja fimm klukkustundir ekki duga til að koma aðstoð til þurfandi. 2. mars 2018 06:00
Tókst ekki að koma öllum neyðargögnum inn í Austur-Ghouta Ekki tókst að koma öllum neyðargögnum inn í Austur-Ghouta í dag en bílalest frá Sameinuðu þjóðunum sem flutti neyðargögn inn á stríðshrjáð svæðið þurfti frá að hverfa í miðri sprengjuárás. 5. mars 2018 23:24