Hvatning til fólks um að virða söguna, landið og umhverfið Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 8. mars 2018 06:00 Borghildur að ganga frá gólfverki í Listasafni Árnesinga sem sýnir Þjórsá frá upptökum til ósa. „Forfeður mínir bjuggu á bökkum Þjórsár og þessi lengsta á landsins er mér hugstæð. Líka vegna hugmyndarinnar um að þar eigi að fara að umbreyta landinu vegna einnar virkjunarinnar enn,“ segir Borghildur um sýninguna Þjórsá sem hún opnar í Listasafni Árnesinga í Hveragerði á laugardaginn klukkan 14. Þar miðlar hún birtu, lit, hreyfingu, hljóðum, áferð, og öðrum eiginleikum umhverfisins, að því er segir í texta eftir Æsu Sigurjónsdóttur í sýningarskrá. „Ég er með tvö vídeóverk á sýningunni, annað þeirra í tvennu lagi. Svo er löng þula sem verður textaverk á vegg og því fylgir hljóð. Eitt atriðið er átta metra langt gólfverk undir gleri, sjálf Þjórsá frá upptökum til ósa,“ lýsir Borghildur. Hún tekur fram að hún standi ekki ein í framkvæmdinni þó hugmyndirnar séu hennar. Hún sé með alls konar hjálp, meðal annars við að taka upp vídeóið og hljóðverkið. Síðasta sýning Borghildar var í Ráðhúsi Reykjavíkur haustið 2016. Hún hét Umhverfismat vegna Skarðsels við Þjórsá. Hún segir Skarðsel vera tóftir eftir bæ forfeðra hennar og þær séu á því svæði sem Hvammsvirkjun er fyrirhuguð. Þar hafi verið búið fram á áratuginn 1930-40. „Hvammsvirkjun er fyrsta skrefið í að virkja neðri hluta Þjórsár og tóftirnar fara akkúrat undir stífluvegginn. Mér finnst það sárt.“ Í nýju sýningunni sleppir Borghildur þó frásögnum af fólkinu sínu en leggur áherslu á beina náttúrutengingu við fljótið langa sem kemur upp í Hofsjökli og fellur til sjávar vestan við Þykkvabæinn. Hún segir sýninguna vinsamlega hvatningu til fólks um að læra að þekkja og virða söguna, landið og umhverfið. Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið „Risa tilkynning“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira
„Forfeður mínir bjuggu á bökkum Þjórsár og þessi lengsta á landsins er mér hugstæð. Líka vegna hugmyndarinnar um að þar eigi að fara að umbreyta landinu vegna einnar virkjunarinnar enn,“ segir Borghildur um sýninguna Þjórsá sem hún opnar í Listasafni Árnesinga í Hveragerði á laugardaginn klukkan 14. Þar miðlar hún birtu, lit, hreyfingu, hljóðum, áferð, og öðrum eiginleikum umhverfisins, að því er segir í texta eftir Æsu Sigurjónsdóttur í sýningarskrá. „Ég er með tvö vídeóverk á sýningunni, annað þeirra í tvennu lagi. Svo er löng þula sem verður textaverk á vegg og því fylgir hljóð. Eitt atriðið er átta metra langt gólfverk undir gleri, sjálf Þjórsá frá upptökum til ósa,“ lýsir Borghildur. Hún tekur fram að hún standi ekki ein í framkvæmdinni þó hugmyndirnar séu hennar. Hún sé með alls konar hjálp, meðal annars við að taka upp vídeóið og hljóðverkið. Síðasta sýning Borghildar var í Ráðhúsi Reykjavíkur haustið 2016. Hún hét Umhverfismat vegna Skarðsels við Þjórsá. Hún segir Skarðsel vera tóftir eftir bæ forfeðra hennar og þær séu á því svæði sem Hvammsvirkjun er fyrirhuguð. Þar hafi verið búið fram á áratuginn 1930-40. „Hvammsvirkjun er fyrsta skrefið í að virkja neðri hluta Þjórsár og tóftirnar fara akkúrat undir stífluvegginn. Mér finnst það sárt.“ Í nýju sýningunni sleppir Borghildur þó frásögnum af fólkinu sínu en leggur áherslu á beina náttúrutengingu við fljótið langa sem kemur upp í Hofsjökli og fellur til sjávar vestan við Þykkvabæinn. Hún segir sýninguna vinsamlega hvatningu til fólks um að læra að þekkja og virða söguna, landið og umhverfið.
Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið „Risa tilkynning“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira