Markmiðið að kynna alvöru street food Stefán Þór Hjartarson skrifar 8. mars 2018 06:00 Box verður á bílastæðinu fyrir aftan Rúmfatalagerinn. Svæðið mun einkennast af hráu útliti. Vísir/vilhelm „Ég var með Búlluna úti í London – þá vorum við oft á svona „street food“ hátíðum bæði í London og Amsterdam. Ég hef síðan alltaf gengið með það í maganum að gera svona svipað hérna á klakanum. Þar sem þróunin í íslenskum matarvenjum hefur verið góð á síðustu árum ákvað ég bara að hjóla í þetta og taka þetta alla leið. Ég talaði sem sagt bara við Reykjavíkurborg og kynnti þetta fyrir þeim – þau tóku gríðarlega vel í þetta og við ákváðum að fara í samstarf ásamt Reitum sem eiga lóðina í Skeifunni. Við ætlum að keyra þetta í gang,“ segir Róbert Aron Magnússon, Robbi Kronik. Hann er að fara að byggja upp Box – matarvagna og götumarkað í Skeifunni þar sem „pop up“ verslanir og „street food“ vagnar selja mat og tísku, ásamt því að þarna mun verða bar, skjár sem sýnir leiki í heimsmeistaramótinu í knattspyrnu og svæði þar sem tónlistarmenn geta leikið listir sínar fyrir svöngum og þyrstum lýðnum.Útvarpsmennirnir Róbert Aron Magnússon og Benedikt Freyr Jónsson.„Við ætlum að keyra þetta frá fimmtudögum til sunnudaga – Ísland er að spila þarna einn þriðjudag og þá verður opið, en það verður líka fyrirvari með veðurspána: ef það kemur einhver hitabylgja frá mánudegi til miðvikudags munum við flauta inn liðið og hjóla í partí. Á sunnudögum yrði svo fjöldskyldustemming.“ Ætlunin er að Box verði starfandi frá 1. júní til 29. júlí. Markaðurinn verður í Skeifunni á bílastæðinu við Rúmfatalagerinn. Útlitið á að vera hrátt; gámar, pallettur og vagnar. „Fókusinn er á matinn og þetta „street food“ konsept, við ætlum að biðja alla að leggja metnað í að gera alvöru „street food“. Gera þetta einfalt, verðinu stillt í hóf þannig að þú getir verið að smakka þrjá-fjóra rétti með vinunum. Síðan er hægt að deila þeim í stemmingu og góðri tónlist.“ Box óskar eftir umsóknum á póstfangið info@rvkstreetfood.is frá aðilum sem hafa áhuga, hvort sem það er að vera með matarbás eða „pop up“ verslun. „Við erum búnir að ræða við þó nokkra aðila sem eru til, en þarna verður pláss fyrir um 15-20 staði, þetta verður þétt – en það verður hægt að koma þarna inn eina helgi eða einn dag, við erum bara að stilla þessu upp. Þetta er tilraunaverkefni sem við ætlum að reyna að gera sem skemmtilegast. Svo er auðvitað markmiðið að kynna fyrir Íslendingum alvöru „street food.“ Birtist í Fréttablaðinu Matur Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira
„Ég var með Búlluna úti í London – þá vorum við oft á svona „street food“ hátíðum bæði í London og Amsterdam. Ég hef síðan alltaf gengið með það í maganum að gera svona svipað hérna á klakanum. Þar sem þróunin í íslenskum matarvenjum hefur verið góð á síðustu árum ákvað ég bara að hjóla í þetta og taka þetta alla leið. Ég talaði sem sagt bara við Reykjavíkurborg og kynnti þetta fyrir þeim – þau tóku gríðarlega vel í þetta og við ákváðum að fara í samstarf ásamt Reitum sem eiga lóðina í Skeifunni. Við ætlum að keyra þetta í gang,“ segir Róbert Aron Magnússon, Robbi Kronik. Hann er að fara að byggja upp Box – matarvagna og götumarkað í Skeifunni þar sem „pop up“ verslanir og „street food“ vagnar selja mat og tísku, ásamt því að þarna mun verða bar, skjár sem sýnir leiki í heimsmeistaramótinu í knattspyrnu og svæði þar sem tónlistarmenn geta leikið listir sínar fyrir svöngum og þyrstum lýðnum.Útvarpsmennirnir Róbert Aron Magnússon og Benedikt Freyr Jónsson.„Við ætlum að keyra þetta frá fimmtudögum til sunnudaga – Ísland er að spila þarna einn þriðjudag og þá verður opið, en það verður líka fyrirvari með veðurspána: ef það kemur einhver hitabylgja frá mánudegi til miðvikudags munum við flauta inn liðið og hjóla í partí. Á sunnudögum yrði svo fjöldskyldustemming.“ Ætlunin er að Box verði starfandi frá 1. júní til 29. júlí. Markaðurinn verður í Skeifunni á bílastæðinu við Rúmfatalagerinn. Útlitið á að vera hrátt; gámar, pallettur og vagnar. „Fókusinn er á matinn og þetta „street food“ konsept, við ætlum að biðja alla að leggja metnað í að gera alvöru „street food“. Gera þetta einfalt, verðinu stillt í hóf þannig að þú getir verið að smakka þrjá-fjóra rétti með vinunum. Síðan er hægt að deila þeim í stemmingu og góðri tónlist.“ Box óskar eftir umsóknum á póstfangið info@rvkstreetfood.is frá aðilum sem hafa áhuga, hvort sem það er að vera með matarbás eða „pop up“ verslun. „Við erum búnir að ræða við þó nokkra aðila sem eru til, en þarna verður pláss fyrir um 15-20 staði, þetta verður þétt – en það verður hægt að koma þarna inn eina helgi eða einn dag, við erum bara að stilla þessu upp. Þetta er tilraunaverkefni sem við ætlum að reyna að gera sem skemmtilegast. Svo er auðvitað markmiðið að kynna fyrir Íslendingum alvöru „street food.“
Birtist í Fréttablaðinu Matur Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira