Gefur út nýja plötu eftir 12 ára hlé Guðný Hrönn skrifar 8. mars 2018 06:00 Hildur Vala er að senda frá sér nýja plötu sem ber heitið Geimvísindi. Vísirr/vilhelm Söngkonan Hildur Vala Einarsdóttir, sem margir muna eflaust eftir sem sigurvegara Idol-keppninnar árið 2005, hefur látið lítið fyrir sér fara síðastliðin 12 ár. En nú er hún komin aftur fram á sjónarsviðið með nýja plötu. Platan, sem heitir Geimvísindi, er hennar þriðja sólóplata. Spurð út í hvort nýja tónlistin sé frábrugðin þeirri sem hún hefur áður sent frá sér svarar Hildur hiklaust játandi. „Já. Söngröddin er auðvitað sú sama og það er eiginlega það eina sem nýja platan á sameiginlegt með þeim eldri,“ segir Hildur glöð í bragði. Beðin um að segja nánar frá nýju plötunni segir Hildur: „Þetta er fyrsta platan mín þar sem ég sem lögin og þess vegna er þetta sérstaklega ánægjulegt. Ég var miklu meira inni í öllu ferlinu í kringum gerð þessarar plötu en hinna tveggja. Manni er náttúrulega svo annt um manns eigin lög. En svo fékk ég að mestu leyti aðra til að semja textana. Ég á sem sagt tvo texta á plötunni en svo fékk ég til liðs við mig Dag Hjartarson, Hjalta Þorkelsson og Skúla Jónsson til að semja texta.“ Eins og áður sagði hefur Hildur verið lítið í sviðsljósinu undanfarin tólf ár. „Ég er búin að vera að mennta mig og eignast börn,“ segir Hildur spurð út í hvað hún hafi verið að bralla síðan hún gaf síðast út tónlist. „En ég hef samt alltaf verið að vinna í tónlist og kenna börnum tónlist, þó ég hafi ekki verið að gefa neitt út.“ Þegar blaðamaður náði tali af Hildi var hún nýkomin með nýju plötuna í hendurnar og var á leið á hljómsveitaræfingu. „Það verður gott að ljúka þessu ferli með útgáfutónleikunum sem verða haldnir á morgun. Þeir verða í Salnum í Kópavogi,“ segir Hildur spennt. „Ég hlakka til að flytja þetta nýja efni með hljómsveit, mér finnst það vera algjör lúxus. Að geta flutt sitt eigið efni á tónleikum með hljóðfæraleikurum. Bara algjör lúxus.“ Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Sjá meira
Söngkonan Hildur Vala Einarsdóttir, sem margir muna eflaust eftir sem sigurvegara Idol-keppninnar árið 2005, hefur látið lítið fyrir sér fara síðastliðin 12 ár. En nú er hún komin aftur fram á sjónarsviðið með nýja plötu. Platan, sem heitir Geimvísindi, er hennar þriðja sólóplata. Spurð út í hvort nýja tónlistin sé frábrugðin þeirri sem hún hefur áður sent frá sér svarar Hildur hiklaust játandi. „Já. Söngröddin er auðvitað sú sama og það er eiginlega það eina sem nýja platan á sameiginlegt með þeim eldri,“ segir Hildur glöð í bragði. Beðin um að segja nánar frá nýju plötunni segir Hildur: „Þetta er fyrsta platan mín þar sem ég sem lögin og þess vegna er þetta sérstaklega ánægjulegt. Ég var miklu meira inni í öllu ferlinu í kringum gerð þessarar plötu en hinna tveggja. Manni er náttúrulega svo annt um manns eigin lög. En svo fékk ég að mestu leyti aðra til að semja textana. Ég á sem sagt tvo texta á plötunni en svo fékk ég til liðs við mig Dag Hjartarson, Hjalta Þorkelsson og Skúla Jónsson til að semja texta.“ Eins og áður sagði hefur Hildur verið lítið í sviðsljósinu undanfarin tólf ár. „Ég er búin að vera að mennta mig og eignast börn,“ segir Hildur spurð út í hvað hún hafi verið að bralla síðan hún gaf síðast út tónlist. „En ég hef samt alltaf verið að vinna í tónlist og kenna börnum tónlist, þó ég hafi ekki verið að gefa neitt út.“ Þegar blaðamaður náði tali af Hildi var hún nýkomin með nýju plötuna í hendurnar og var á leið á hljómsveitaræfingu. „Það verður gott að ljúka þessu ferli með útgáfutónleikunum sem verða haldnir á morgun. Þeir verða í Salnum í Kópavogi,“ segir Hildur spennt. „Ég hlakka til að flytja þetta nýja efni með hljómsveit, mér finnst það vera algjör lúxus. Að geta flutt sitt eigið efni á tónleikum með hljóðfæraleikurum. Bara algjör lúxus.“
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Sjá meira