Pest Þórarinn Þórarinsson skrifar 9. mars 2018 07:00 Ein helsta og elsta fyrirmynd mín í lífinu er geðstirða öndin Andrés. Síðar komu Láki jarðálfur, Fúsi froskagleypir, Humphrey Bogart, Lord Byron, Jim Morrison og Mickey Rourke. Glataðar fyrirmyndir. Eiginlega er ég lifandi sönnun þess að fyrirmyndir ætti að afnema með öllu. Hver manneskja ætti að leggja sig fram um að vera nákvæmlega sú sem hún er. Ekkert annað. Gargið í frumfyrirmynd minni hefur bergmálað í hausnum á mér í allan vetur. Meira að segja með íslenskum texta. Í gamalli stuttmynd fer Andrés út í skóg að mynda fuglalíf. Allar verðlaunatökurnar eyðilögðust þegar fuglinn Aracuan, hinn kærulausi trúður skógarins, trommaði upp í góðum gír. Við Andrés þolum ekki pakk í góðum gír. Drési fékk sig að lokum fullsaddan og gargaði á illfyglið, á íslensku: „Drullaðu þér, pestin þín!“ Þessi orð sturluðu andarinnar sem er minn Muninn í fuglametingi mínum við Óðin hef ég gólað sárþjáður síðan í september og er enn að. Fyrir sléttum hundrað árum höfðum við frostaveturinn mikla og nú höfum við pestarveturinn mikla. Ég hef samt fengið nóg og nenni ekki fleiri pestarlegum í ár. Einhvern tíma var mér sagt að vor árlega pest væri kölluð „Asíu-flensa“ vegna þess að óværan byrjar alltaf í Kína vegna þess að þar skeina þeir sér með fingrunum. Í fyrstaheimsþjáningum mínum vildi ég óska þess að þau þarna hinum megin á hnettinum byrjuðu að nota salernispappír. Að vísu er það ekki mjög umhverfisvænt og heilu regnskógarnir myndu spænast upp ef rúmur milljarður af rassgötum træði sér í lúxusklúbbinn okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórarinn Þórarinsson Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Ein helsta og elsta fyrirmynd mín í lífinu er geðstirða öndin Andrés. Síðar komu Láki jarðálfur, Fúsi froskagleypir, Humphrey Bogart, Lord Byron, Jim Morrison og Mickey Rourke. Glataðar fyrirmyndir. Eiginlega er ég lifandi sönnun þess að fyrirmyndir ætti að afnema með öllu. Hver manneskja ætti að leggja sig fram um að vera nákvæmlega sú sem hún er. Ekkert annað. Gargið í frumfyrirmynd minni hefur bergmálað í hausnum á mér í allan vetur. Meira að segja með íslenskum texta. Í gamalli stuttmynd fer Andrés út í skóg að mynda fuglalíf. Allar verðlaunatökurnar eyðilögðust þegar fuglinn Aracuan, hinn kærulausi trúður skógarins, trommaði upp í góðum gír. Við Andrés þolum ekki pakk í góðum gír. Drési fékk sig að lokum fullsaddan og gargaði á illfyglið, á íslensku: „Drullaðu þér, pestin þín!“ Þessi orð sturluðu andarinnar sem er minn Muninn í fuglametingi mínum við Óðin hef ég gólað sárþjáður síðan í september og er enn að. Fyrir sléttum hundrað árum höfðum við frostaveturinn mikla og nú höfum við pestarveturinn mikla. Ég hef samt fengið nóg og nenni ekki fleiri pestarlegum í ár. Einhvern tíma var mér sagt að vor árlega pest væri kölluð „Asíu-flensa“ vegna þess að óværan byrjar alltaf í Kína vegna þess að þar skeina þeir sér með fingrunum. Í fyrstaheimsþjáningum mínum vildi ég óska þess að þau þarna hinum megin á hnettinum byrjuðu að nota salernispappír. Að vísu er það ekki mjög umhverfisvænt og heilu regnskógarnir myndu spænast upp ef rúmur milljarður af rassgötum træði sér í lúxusklúbbinn okkar.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun