Forstjóri Uber reiknar með fljúgandi leigubílum á næstu árum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. febrúar 2018 09:38 Um það bil svona reiknar Uber með að Uber air muni líta út. Mynd/Skjáskot Forstjóri Uber reiknar með að leigubílafyrirtækið muni nýta sér fljúgandi bíla til þess að þjónusta viðskiptavini á næstu fimm til tíu árum. Reuters greinir frá.Dara Khosrowshahi, forstjóri Uber, ræddi um möguleikana á nýtingu fljúgandi bíla á fjárfestafundi í Japan. Þar kom meðal annars fram að hann reikni með að fljúgandi bílar verði á endanum hluti af almenningssamgangnaneti borga víða um heim. Uber hefur á undanförnum árum unnið að þróun fljúgandi bíla undir nafninu Uber Air í samvinnu við NASA, geimferðastofnun Bandaríkjanna. Hlutverk NASA verður að þróa einhvers flugumferðarstjórnunarkerfi fyrir bílana sem líkjast þó meira flugvélum en bílum ef marka má umfjöllun The Verge á síðasta ári. Leigubílafyrirtækið stefnir á það að kynna Uber Air til leiks í þremur borgum til þess að byrja með. Standa vonir til þess að fyrir árið 2020 verði Uber Air orðið starfandi í Dallas, Los Angeles og Dubai. Hugmyndin um fljúgandi bíla hefur lengi verið til en enn hafa þeir ekki orðið að veruleika. Alls vinna þó á annan tug fyrirtækja að því að þróa fljúgandi bíla, þar á meðal Boeing og Airbus, sem hingað til hafa einbeitt sér að flugvélum.Hér að neðan má sjá myndband af því hvernig Uber sér fyrir sér að Uber Air muni virka. Tengdar fréttir Rannsaka viðbrögð Uber við gagnastuldi Stjórnendur leigubílaþjónustunnar gætu hafa brotið lög með því að láta ekki notendur sína vita um gagnastuld sem átti sér stað í fyrra. 22. nóvember 2017 23:22 Uber hyggst kaupa 24 þúsund sjálfkeyrandi Volvo bifreiðar Leigubílafyrirtækið hyggst kaupa 24 þúsund XC90 Volvo bifreiðar og bindur vonir við að hægt verði að ferja viðskiptavini án bílstjóra. 20. nóvember 2017 16:28 Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Forstjóri Uber reiknar með að leigubílafyrirtækið muni nýta sér fljúgandi bíla til þess að þjónusta viðskiptavini á næstu fimm til tíu árum. Reuters greinir frá.Dara Khosrowshahi, forstjóri Uber, ræddi um möguleikana á nýtingu fljúgandi bíla á fjárfestafundi í Japan. Þar kom meðal annars fram að hann reikni með að fljúgandi bílar verði á endanum hluti af almenningssamgangnaneti borga víða um heim. Uber hefur á undanförnum árum unnið að þróun fljúgandi bíla undir nafninu Uber Air í samvinnu við NASA, geimferðastofnun Bandaríkjanna. Hlutverk NASA verður að þróa einhvers flugumferðarstjórnunarkerfi fyrir bílana sem líkjast þó meira flugvélum en bílum ef marka má umfjöllun The Verge á síðasta ári. Leigubílafyrirtækið stefnir á það að kynna Uber Air til leiks í þremur borgum til þess að byrja með. Standa vonir til þess að fyrir árið 2020 verði Uber Air orðið starfandi í Dallas, Los Angeles og Dubai. Hugmyndin um fljúgandi bíla hefur lengi verið til en enn hafa þeir ekki orðið að veruleika. Alls vinna þó á annan tug fyrirtækja að því að þróa fljúgandi bíla, þar á meðal Boeing og Airbus, sem hingað til hafa einbeitt sér að flugvélum.Hér að neðan má sjá myndband af því hvernig Uber sér fyrir sér að Uber Air muni virka.
Tengdar fréttir Rannsaka viðbrögð Uber við gagnastuldi Stjórnendur leigubílaþjónustunnar gætu hafa brotið lög með því að láta ekki notendur sína vita um gagnastuld sem átti sér stað í fyrra. 22. nóvember 2017 23:22 Uber hyggst kaupa 24 þúsund sjálfkeyrandi Volvo bifreiðar Leigubílafyrirtækið hyggst kaupa 24 þúsund XC90 Volvo bifreiðar og bindur vonir við að hægt verði að ferja viðskiptavini án bílstjóra. 20. nóvember 2017 16:28 Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Rannsaka viðbrögð Uber við gagnastuldi Stjórnendur leigubílaþjónustunnar gætu hafa brotið lög með því að láta ekki notendur sína vita um gagnastuld sem átti sér stað í fyrra. 22. nóvember 2017 23:22
Uber hyggst kaupa 24 þúsund sjálfkeyrandi Volvo bifreiðar Leigubílafyrirtækið hyggst kaupa 24 þúsund XC90 Volvo bifreiðar og bindur vonir við að hægt verði að ferja viðskiptavini án bílstjóra. 20. nóvember 2017 16:28