Fór úr stofufangelsi í mun betra líf Stefán Árni Pálsson skrifar 21. febrúar 2018 10:00 Í dag stýrir Tómas Þór þættinum Seinni Bylgjan á Stöð 2 Sport og fjallar þar um Olís-deild karla og kvenna. Íþróttafréttamaðurinn Tómas Þór Þórðarson sagði sögu sína í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Hann var 225 kíló þegar mest var og gekk mest 60 metra án hvíldar. Nú hefur hann fundið ástina, blómstrar í starfi og trúir ekki hve gott lífið er. „Þetta var eins og það væri eitthvað takmark hjá mér að verða eins og góð pláneta. Mánuð eftir mánuð og ár eftir ár stækkaði ég og stækkaði, þar til að þetta var orðið ansi mikið, allt of mikið,“ segir Tómas í samtali við Sindra Sindrason á Stöð 2 í gærkvöldi. Tómas segir ástæðuna vera blöndu af stórkostlegri matarfíkn og dass af leti. „Þetta eru tveir hlutir sem fara ekki vel saman. Þetta verður svakalegur vítahringur. Þú ert orðinn það þungur og svo stór að þér er oft farið að líða geðveikt illa og ferð þá að sofa illa. Þá leitar maður oft í mat og þetta verður bara vítahringur sem erfitt er að komast út úr.“ Hann segir að sem unglingur hafi hann alltaf getað stundað sínar íþróttir og gert allt það sem hann vildi.Tómas hefur alla tíð elskar íþróttir.„Upp úr tvítugt fer þetta að hafa áhrifa á hreyfigetu og síðan versnar það og versnar. Þetta var orðið stórkostlegt vandamál. Þegar ég náði botninum 2014 þá gat ég gengið svona 60 metra án þess að hvíla mig. Þér líður illa þegar þú getur ekki gert það sem þú vilt, eins og að fara út á lífið eða fara á veitingarstaði þar sem ég vissi að ég kæmist ekki fyrir í samfélaginu. Þá meina ég bókstaflega kæmist ekki fyrir.“ Tómas segir að árið 2014 hafi ástandið byrjað að bitna á starfinu og hann hafi komist á færri íþróttaleiki. „Þá var í raun síðasta vígið fallið. Ég treysti mér ekki til leggja langt frá staðnum, svo ég gæti labbað inn og vildi í raun ekki vera á meðal fólks. Þegar íþróttirnar eru farnar frá mér, þá var farið að sjá í botninn. Mér datt ekkert annað í hug, sérstaklega þegar maður var upp á sitt versta, en að maður yrði bara einn að eilífu. Það er alltaf sagt við mann þegar maður er svona þungur að maður er alltaf svo nálægt því að deyja, en ég var aldrei hræddur við það og það var kannski eitt af vandamálunum.“ Hann segist hafa reynt oft og mörgum sinnum að taka sig á. „Það er rosalega þreytandi að þegar maður birtist með kók light og appelsínu þá þarf fólk alltaf að commenta á það og spyrja mann hvort maður sé kominn í átak. smá ábending til þeirra sem sjá aðra augljóslega vera taka sig á, bara leyfa þeim að gera það í friði.“Tómas hefur á tæplega tveimur árum stjórnað tveimur sjónvarpsþáttum á Stöð 2 Sport.Botninum náð í mars 2014 „Í mars 2014 kemur læknir sem heitir Auðunn Sigurðsson heim frá London og framkvæmir hann þessar aðgerðir sem heita magaermi. Maginn er bara minnkaður og verður í raun eins og ermi. Ég hélt þá að ég væri að fara í þessa aðgerð og allt ógeðslega gaman. Ég fer síðan á fund með honum og hann segir strax við mig að ég sé allt of þungur og sé ekki á leiðinni í aðgerðina,“ segir Tómas sem var þarna orðinn mjög þungur bæði andlega og líkamlega. „Ég var orðinn 225 kíló á 176 sentímetrum,“ segir Tómas sem hefur núna misst 110 kíló. Allt saman byrjaði þetta í Meistaramánuðinum árið 2014. „Ég tók út allan óhollan mat, nammi og sykrað gos. Þegar þessi fyrsti mánuður var búinn og mér leið bara ágætlega, þá ákvað ég að taka bara einn mánuð í viðbót og síðan þann þriðja. Síðan ákvað ég bara að taka heilt ár og ákvað að kalla þetta meistaraár.“ Foreldrar Tómasar létu Auðunn Sigurðsson lækni vita af árangri hans og þá fór boltinn heldur betur að rúlla.Lífið hefur breyst ótrúlega mikið á stuttum tíma.„Ég fæ hringingu frá honum og þá kemur í ljós að þetta meistaraár hafði skilað þeim árangri að ég gat farið í aðgerðina. Það sem gerist þegar maður fer í þessa aðgerð er að maginn á manni verður bara pínulítill og það er ekkert einn dagur hér og þar sem þú treður í þig og svo eiga hinir sex dagarnir að vera rosalega góðir. Líkami þinn er breyttur að eilífu og það er ekki hægt að snúa við.“ Hann segir að til að byrja með hrynji af manni kílóin. „Fyrst fara af manni 10, 20, 30, 40, 50 og 60 kíló en síðan kemur smá stopp í þetta sem er alveg eðlilegt. Þá þarf maður að fara að vinna með því í stað þess að láta aðgerðina vinna fyrir mann. Það hefur bara gengið mjög vel.“ Tómas segist hafa farið frá því að vera nánast í stofufangelsi í mun betra líf. „Ég er farinn að geta farið til útlanda, bæði í vinnuferðir og skemmtiferðir. Ég er búinn að fara átta eða níu sinnum til útlanda og fór auðvitað á EM 2016, sem var tveimur mánuðum eftir aðgerðina. Þú getur ímyndað þér hvað það var mikil gulrót. Ég er búinn að vera með tvo sjónvarpsþætti og er kominn í sambúð, bara á tæpum tveimur árum.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Heilsa Mest lesið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Sjarmerandi íbúð listakonu til sölu Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi íbúð listakonu til sölu Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Sjá meira
Íþróttafréttamaðurinn Tómas Þór Þórðarson sagði sögu sína í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Hann var 225 kíló þegar mest var og gekk mest 60 metra án hvíldar. Nú hefur hann fundið ástina, blómstrar í starfi og trúir ekki hve gott lífið er. „Þetta var eins og það væri eitthvað takmark hjá mér að verða eins og góð pláneta. Mánuð eftir mánuð og ár eftir ár stækkaði ég og stækkaði, þar til að þetta var orðið ansi mikið, allt of mikið,“ segir Tómas í samtali við Sindra Sindrason á Stöð 2 í gærkvöldi. Tómas segir ástæðuna vera blöndu af stórkostlegri matarfíkn og dass af leti. „Þetta eru tveir hlutir sem fara ekki vel saman. Þetta verður svakalegur vítahringur. Þú ert orðinn það þungur og svo stór að þér er oft farið að líða geðveikt illa og ferð þá að sofa illa. Þá leitar maður oft í mat og þetta verður bara vítahringur sem erfitt er að komast út úr.“ Hann segir að sem unglingur hafi hann alltaf getað stundað sínar íþróttir og gert allt það sem hann vildi.Tómas hefur alla tíð elskar íþróttir.„Upp úr tvítugt fer þetta að hafa áhrifa á hreyfigetu og síðan versnar það og versnar. Þetta var orðið stórkostlegt vandamál. Þegar ég náði botninum 2014 þá gat ég gengið svona 60 metra án þess að hvíla mig. Þér líður illa þegar þú getur ekki gert það sem þú vilt, eins og að fara út á lífið eða fara á veitingarstaði þar sem ég vissi að ég kæmist ekki fyrir í samfélaginu. Þá meina ég bókstaflega kæmist ekki fyrir.“ Tómas segir að árið 2014 hafi ástandið byrjað að bitna á starfinu og hann hafi komist á færri íþróttaleiki. „Þá var í raun síðasta vígið fallið. Ég treysti mér ekki til leggja langt frá staðnum, svo ég gæti labbað inn og vildi í raun ekki vera á meðal fólks. Þegar íþróttirnar eru farnar frá mér, þá var farið að sjá í botninn. Mér datt ekkert annað í hug, sérstaklega þegar maður var upp á sitt versta, en að maður yrði bara einn að eilífu. Það er alltaf sagt við mann þegar maður er svona þungur að maður er alltaf svo nálægt því að deyja, en ég var aldrei hræddur við það og það var kannski eitt af vandamálunum.“ Hann segist hafa reynt oft og mörgum sinnum að taka sig á. „Það er rosalega þreytandi að þegar maður birtist með kók light og appelsínu þá þarf fólk alltaf að commenta á það og spyrja mann hvort maður sé kominn í átak. smá ábending til þeirra sem sjá aðra augljóslega vera taka sig á, bara leyfa þeim að gera það í friði.“Tómas hefur á tæplega tveimur árum stjórnað tveimur sjónvarpsþáttum á Stöð 2 Sport.Botninum náð í mars 2014 „Í mars 2014 kemur læknir sem heitir Auðunn Sigurðsson heim frá London og framkvæmir hann þessar aðgerðir sem heita magaermi. Maginn er bara minnkaður og verður í raun eins og ermi. Ég hélt þá að ég væri að fara í þessa aðgerð og allt ógeðslega gaman. Ég fer síðan á fund með honum og hann segir strax við mig að ég sé allt of þungur og sé ekki á leiðinni í aðgerðina,“ segir Tómas sem var þarna orðinn mjög þungur bæði andlega og líkamlega. „Ég var orðinn 225 kíló á 176 sentímetrum,“ segir Tómas sem hefur núna misst 110 kíló. Allt saman byrjaði þetta í Meistaramánuðinum árið 2014. „Ég tók út allan óhollan mat, nammi og sykrað gos. Þegar þessi fyrsti mánuður var búinn og mér leið bara ágætlega, þá ákvað ég að taka bara einn mánuð í viðbót og síðan þann þriðja. Síðan ákvað ég bara að taka heilt ár og ákvað að kalla þetta meistaraár.“ Foreldrar Tómasar létu Auðunn Sigurðsson lækni vita af árangri hans og þá fór boltinn heldur betur að rúlla.Lífið hefur breyst ótrúlega mikið á stuttum tíma.„Ég fæ hringingu frá honum og þá kemur í ljós að þetta meistaraár hafði skilað þeim árangri að ég gat farið í aðgerðina. Það sem gerist þegar maður fer í þessa aðgerð er að maginn á manni verður bara pínulítill og það er ekkert einn dagur hér og þar sem þú treður í þig og svo eiga hinir sex dagarnir að vera rosalega góðir. Líkami þinn er breyttur að eilífu og það er ekki hægt að snúa við.“ Hann segir að til að byrja með hrynji af manni kílóin. „Fyrst fara af manni 10, 20, 30, 40, 50 og 60 kíló en síðan kemur smá stopp í þetta sem er alveg eðlilegt. Þá þarf maður að fara að vinna með því í stað þess að láta aðgerðina vinna fyrir mann. Það hefur bara gengið mjög vel.“ Tómas segist hafa farið frá því að vera nánast í stofufangelsi í mun betra líf. „Ég er farinn að geta farið til útlanda, bæði í vinnuferðir og skemmtiferðir. Ég er búinn að fara átta eða níu sinnum til útlanda og fór auðvitað á EM 2016, sem var tveimur mánuðum eftir aðgerðina. Þú getur ímyndað þér hvað það var mikil gulrót. Ég er búinn að vera með tvo sjónvarpsþætti og er kominn í sambúð, bara á tæpum tveimur árum.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Heilsa Mest lesið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Sjarmerandi íbúð listakonu til sölu Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi íbúð listakonu til sölu Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Sjá meira