Bakað blómkál með pestói og valhnetum Sigríður Inga Sigurðardóttir skrifar 21. febrúar 2018 13:00 Iðunn valdi að fara á samning á sjávarréttastað til að læra að borða fisk sem nú er í miklu uppáhaldi hjá henni. Hún steikir gjarnan fisk í smjöri og léttsaltar. Úr því verður dýrindismáltíð. Vísir/Stefán Helgin verður annasöm hjá Iðunni Sigurðardóttur. Hún er ein fimm kokka sem komnir eru áfram í úrslit í keppninni um kokk ársins og er önnur konan til að komast í úrslit frá því að keppnin hóf göngu sína árið 1994. Matreiðsla hefur lengi verið Iðunni hugleikin. Um leið og hún lauk námi í faginu bauðst henni vinna sem yfirkokkur á splunkunýjum veitingastað í miðbæ Reykjavíkur, þá rúmlega tvítug. Iðunn gat ekki hafnað þessu kostaboði og hóf störf hjá Matarkjallaranum þar sem hún ræður ríkjum í eldhúsinu. „Ég ákvað að slá til, enda mikil áskorun að vera yfirkokkur en um leið krefjandi og skemmtilegt starf. Það fylgir því vissulega ábyrgð og ég hef meira en matreiðsluna á minni könnu. Ég sé um pantanir og pappírsvinnu og skipulegg matseðil fyrir staðinn nokkra mánuði fram í tímann í samvinnu við Ara Frey Valdimarsson, sem vinnur á móti mér,“ segir Iðunn. Bakað blómkál með pestói og valhnetum. Lærði að borða fisk Strax á unga aldri var Iðunn ákveðin í að læra matreiðslu en henni hefur alltaf þótt skemmtilegt að elda. Núna hefur eldri bróðir hennar fetað í fótspor hennar og vinnur í eldhúsi en þau systkinin eru frá Oddgeirshólum á Suðurlandi. „Við kunnum vel að meta íslenskan sveitamat og fjölskyldan tekur slátur á haustin,“ segir Iðunn sem flutti í bæinn til að læra matreiðslu. „Ég fékk samning hjá Fiskfélaginu og var þar allan námstímann. Ég sóttist sérstaklega eftir því að fá samning á veitingastað þar sem sjávarréttir eru í fyrirrúmi. Mér þótti fiskur einstaklega bragðvondur og langaði að læra að borða hann og það tók ekki nema viku hjá Fiskfélaginu,“ rifjar hún upp. Spurð hvaða aðferð sé skotheld þegar kemur að því að matreiða fisk segir Iðunn að sér finnist alltaf heppnast vel að steikja hann í smjöri og salta að smekk. Hún er almennt hrifin af einfaldri matreiðslu þar sem gott hráefni fær að njóta sín. „Smjör og laukur eru hráefni sem allir ættu að eiga því það er hægt að fara langt í matreiðslu með þetta tvennt við höndina,“ segir hún. Iðunn keppir um titilinn Kokkur ársins um helgina en hún er önnur konan til að komast þetta langt í keppninni sem hóf göngu sína 1994. Vísir/Stefán Uppskriftir og innblástur Iðunn fær víða hugmyndir að nýjum réttum og fylgist vel með straumum og stefnum í faginu. „Ég fæ innblástur héðan og þaðan, svo sem á netinu eða þegar ég sé fallega uppstillingu á mat. Ég les töluvert af uppskriftum og matreiðslubókum en fer þó ekki eftir annarra manna uppskriftum heldur fæ hugmyndir út frá þeim og þróa áfram. Matreiðslubókin Relæ – A Book of Ideas eftir Christian F. Puglisi er í miklu uppáhaldi hjá mér. Þá fer ég oft út að borða og stundum fer ég til útlanda eingöngu til að fara út að borða. Það eru skemmtilegustu utanlandsferðirnar,“ segir Iðunn. En hvað skyldi vera það furðulegasta sem Iðunn hefur borðað? „Ég fékk einu sinni súkkulaðihúðað kjúklingaskinn sem var borið fram sem konfekt á veitingastað í Kaupmannahöfn. Mér fannst það dálítið skrítið.“ Bakað blómkál með pestói og valhnetum Blómkál 1 haus blómkál 1 rósmaríngrein Fínt salt Brúnað smjör (smjör soðið þangað til það byrjar að brúnast) Aðferð: Skerið blómkálshausinn í tvo til fjóra hluta, fer eftir stærð, pakkið inn í álpappír með salti, brúnuðu smjöri og rósmaríngrein. Bakið við 180°C í um 20 mín. eða þangað til það er hægt að stinga auðveldlega í blómkálið. Pestó 100 g ristaðar furuhnetur 100 g parmesan 5 greinar basil 50 ml olía 100 g klettasalat Aðferð: Vinnið furuhneturnar og parmesanostinn saman í matvinnsluvél þangað til það er orðið frekar fínt saxað. Setjið klettasalat, basil og olíu saman í blandara eða matvinnsluvél þangað til það er orðið að mauki. Vinnið síðan hnetumixið og basilmaukið saman í matvinnsluvélinni. Hunangsgljáðar valhnetur 50 g valhnetur 5 msk. hunang Aðferð: Hitið upp í hunanginu í potti, bætið valhnetunum út í og hrærið á meðan. Setjið síðan á smjörpappír inn í ofn á 160°C í 8 mínútur. Færið blómkálið á disk, setjið pestó yfir það og skreytið með hunangsgljáðum valhnetum. Blómkál Uppskriftir Mest lesið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Lífið „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Bíó og sjónvarp Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Lífið Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Lífið Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Lífið Hittust bara einu sinni eftir Friends Lífið Höll sumarlandsins komin á sölu Lífið
Helgin verður annasöm hjá Iðunni Sigurðardóttur. Hún er ein fimm kokka sem komnir eru áfram í úrslit í keppninni um kokk ársins og er önnur konan til að komast í úrslit frá því að keppnin hóf göngu sína árið 1994. Matreiðsla hefur lengi verið Iðunni hugleikin. Um leið og hún lauk námi í faginu bauðst henni vinna sem yfirkokkur á splunkunýjum veitingastað í miðbæ Reykjavíkur, þá rúmlega tvítug. Iðunn gat ekki hafnað þessu kostaboði og hóf störf hjá Matarkjallaranum þar sem hún ræður ríkjum í eldhúsinu. „Ég ákvað að slá til, enda mikil áskorun að vera yfirkokkur en um leið krefjandi og skemmtilegt starf. Það fylgir því vissulega ábyrgð og ég hef meira en matreiðsluna á minni könnu. Ég sé um pantanir og pappírsvinnu og skipulegg matseðil fyrir staðinn nokkra mánuði fram í tímann í samvinnu við Ara Frey Valdimarsson, sem vinnur á móti mér,“ segir Iðunn. Bakað blómkál með pestói og valhnetum. Lærði að borða fisk Strax á unga aldri var Iðunn ákveðin í að læra matreiðslu en henni hefur alltaf þótt skemmtilegt að elda. Núna hefur eldri bróðir hennar fetað í fótspor hennar og vinnur í eldhúsi en þau systkinin eru frá Oddgeirshólum á Suðurlandi. „Við kunnum vel að meta íslenskan sveitamat og fjölskyldan tekur slátur á haustin,“ segir Iðunn sem flutti í bæinn til að læra matreiðslu. „Ég fékk samning hjá Fiskfélaginu og var þar allan námstímann. Ég sóttist sérstaklega eftir því að fá samning á veitingastað þar sem sjávarréttir eru í fyrirrúmi. Mér þótti fiskur einstaklega bragðvondur og langaði að læra að borða hann og það tók ekki nema viku hjá Fiskfélaginu,“ rifjar hún upp. Spurð hvaða aðferð sé skotheld þegar kemur að því að matreiða fisk segir Iðunn að sér finnist alltaf heppnast vel að steikja hann í smjöri og salta að smekk. Hún er almennt hrifin af einfaldri matreiðslu þar sem gott hráefni fær að njóta sín. „Smjör og laukur eru hráefni sem allir ættu að eiga því það er hægt að fara langt í matreiðslu með þetta tvennt við höndina,“ segir hún. Iðunn keppir um titilinn Kokkur ársins um helgina en hún er önnur konan til að komast þetta langt í keppninni sem hóf göngu sína 1994. Vísir/Stefán Uppskriftir og innblástur Iðunn fær víða hugmyndir að nýjum réttum og fylgist vel með straumum og stefnum í faginu. „Ég fæ innblástur héðan og þaðan, svo sem á netinu eða þegar ég sé fallega uppstillingu á mat. Ég les töluvert af uppskriftum og matreiðslubókum en fer þó ekki eftir annarra manna uppskriftum heldur fæ hugmyndir út frá þeim og þróa áfram. Matreiðslubókin Relæ – A Book of Ideas eftir Christian F. Puglisi er í miklu uppáhaldi hjá mér. Þá fer ég oft út að borða og stundum fer ég til útlanda eingöngu til að fara út að borða. Það eru skemmtilegustu utanlandsferðirnar,“ segir Iðunn. En hvað skyldi vera það furðulegasta sem Iðunn hefur borðað? „Ég fékk einu sinni súkkulaðihúðað kjúklingaskinn sem var borið fram sem konfekt á veitingastað í Kaupmannahöfn. Mér fannst það dálítið skrítið.“ Bakað blómkál með pestói og valhnetum Blómkál 1 haus blómkál 1 rósmaríngrein Fínt salt Brúnað smjör (smjör soðið þangað til það byrjar að brúnast) Aðferð: Skerið blómkálshausinn í tvo til fjóra hluta, fer eftir stærð, pakkið inn í álpappír með salti, brúnuðu smjöri og rósmaríngrein. Bakið við 180°C í um 20 mín. eða þangað til það er hægt að stinga auðveldlega í blómkálið. Pestó 100 g ristaðar furuhnetur 100 g parmesan 5 greinar basil 50 ml olía 100 g klettasalat Aðferð: Vinnið furuhneturnar og parmesanostinn saman í matvinnsluvél þangað til það er orðið frekar fínt saxað. Setjið klettasalat, basil og olíu saman í blandara eða matvinnsluvél þangað til það er orðið að mauki. Vinnið síðan hnetumixið og basilmaukið saman í matvinnsluvélinni. Hunangsgljáðar valhnetur 50 g valhnetur 5 msk. hunang Aðferð: Hitið upp í hunanginu í potti, bætið valhnetunum út í og hrærið á meðan. Setjið síðan á smjörpappír inn í ofn á 160°C í 8 mínútur. Færið blómkálið á disk, setjið pestó yfir það og skreytið með hunangsgljáðum valhnetum.
Blómkál Uppskriftir Mest lesið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Lífið „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Bíó og sjónvarp Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Lífið Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Lífið Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Lífið Hittust bara einu sinni eftir Friends Lífið Höll sumarlandsins komin á sölu Lífið