Þriggja manna fjölskylda í 29 fermetrum Guðný Hrönn skrifar 23. febrúar 2018 14:00 Áhugasamir geta fylgst með Lindu á síðunni hennar www.lindaben.is og á Instagram, notandanafn hennar er lindaben. Vísir/Ernir Matarbloggaranum og fagurkeranum Lindu Benediktsdóttur hefur tekist að koma sér og fjölskyldu sinni vel fyrir í 29 fermetra íbúð. Það að búa í svona litlu rými hefur sína kosti og galla að sögn Lindu. Spurð út í 29 fermetra íbúðina sem hún býr í ásamt manni sínum og syni segir Linda: „Við tókum við íbúðinni fokheldri og breyttum henni í tveggja herbergja íbúð. Við ætlum að búa hér á meðan við byggjum draumahúsið okkar.“Fjölskyldunni hefur tekist að koma sér vel fyrir í litla rýminu.Linda viðurkennir að það geti verið svolítið krefjandi að búa í svona litlu rými. „Það erfiðasta er að ákveða hvað maður vill hafa í íbúðinni. Við þurftum að minnka töluvert við okkur, enda að koma úr 240 fermetra húsi. Þegar við fluttum urðum við að gera upp við okkur hvað við vildum hafa í íbúðinni,“ segir Linda. Lindu þykir mikilvægt að hafa fallegt í kringum sig.Hún segir stærsta kostinn við litlu íbúðina svo vera þann að það tekur lítinn tíma að þrífa og taka til. „Það getur verið allt á hvolfi en samt er maður í mesta lagi 30 mínútur að kippa öllu í lag.“Mesta áskorunin við að flytja inn í rýmið var að finna húsgögn sem passa inn í það. „Við gátum ekki notað neitt af húsgögnunum okkar, fyrir utan eldhússtólana sem ég þröngva hingað inn í þetta rými. Þar sem við búum hérna tímabundið þá brugðum við á það ráð að kaupa okkur húsgögn í ódýrari kantinum sem er hægt að nýta þegar við flytjum aftur,“ segir Linda. Hér á allt sinn stað.Hún tekur fram að henni þyki mikilvægt að hafa íbúðina fína og notalega þó að fjölskyldan búi tímabundið í henni. „Þegar maður vinnur við það að skapa fallegt myndefni og uppskriftir verður umhverfi manns að vera fallegt líka.“Baðherbergið er lítið og krúttlegt.Aðspurð hvort hún lumi á góðum ráðum fyrir fólk sem er að vandræðast með að koma sér fyrir í lítilli íbúð segir Linda: „Hver einasti hlutur verður að eiga sér sinn stað þar sem það er ekki pláss fyrir neitt „draslhorn“. Það er líka mikilvægt að ganga alltaf frá eftir sig, eins og reyndar alls staðar annars staðar, en það er enn mikilvægara í svona litlu rými.“Linda bendir svo á að það geti verið mjög hjálplegt á litlum heimilum að eiga hluti og húsgögn sem hafa margþætt notagildi.Baðherbergið er lítið og krúttlegt.Vísir/Ernir Birtist í Fréttablaðinu Hús og heimili Mest lesið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Lay Low á Grand Rokk Tónlist Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Wulfgang í tónleikaferð til Kína Tónlist Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Matarbloggaranum og fagurkeranum Lindu Benediktsdóttur hefur tekist að koma sér og fjölskyldu sinni vel fyrir í 29 fermetra íbúð. Það að búa í svona litlu rými hefur sína kosti og galla að sögn Lindu. Spurð út í 29 fermetra íbúðina sem hún býr í ásamt manni sínum og syni segir Linda: „Við tókum við íbúðinni fokheldri og breyttum henni í tveggja herbergja íbúð. Við ætlum að búa hér á meðan við byggjum draumahúsið okkar.“Fjölskyldunni hefur tekist að koma sér vel fyrir í litla rýminu.Linda viðurkennir að það geti verið svolítið krefjandi að búa í svona litlu rými. „Það erfiðasta er að ákveða hvað maður vill hafa í íbúðinni. Við þurftum að minnka töluvert við okkur, enda að koma úr 240 fermetra húsi. Þegar við fluttum urðum við að gera upp við okkur hvað við vildum hafa í íbúðinni,“ segir Linda. Lindu þykir mikilvægt að hafa fallegt í kringum sig.Hún segir stærsta kostinn við litlu íbúðina svo vera þann að það tekur lítinn tíma að þrífa og taka til. „Það getur verið allt á hvolfi en samt er maður í mesta lagi 30 mínútur að kippa öllu í lag.“Mesta áskorunin við að flytja inn í rýmið var að finna húsgögn sem passa inn í það. „Við gátum ekki notað neitt af húsgögnunum okkar, fyrir utan eldhússtólana sem ég þröngva hingað inn í þetta rými. Þar sem við búum hérna tímabundið þá brugðum við á það ráð að kaupa okkur húsgögn í ódýrari kantinum sem er hægt að nýta þegar við flytjum aftur,“ segir Linda. Hér á allt sinn stað.Hún tekur fram að henni þyki mikilvægt að hafa íbúðina fína og notalega þó að fjölskyldan búi tímabundið í henni. „Þegar maður vinnur við það að skapa fallegt myndefni og uppskriftir verður umhverfi manns að vera fallegt líka.“Baðherbergið er lítið og krúttlegt.Aðspurð hvort hún lumi á góðum ráðum fyrir fólk sem er að vandræðast með að koma sér fyrir í lítilli íbúð segir Linda: „Hver einasti hlutur verður að eiga sér sinn stað þar sem það er ekki pláss fyrir neitt „draslhorn“. Það er líka mikilvægt að ganga alltaf frá eftir sig, eins og reyndar alls staðar annars staðar, en það er enn mikilvægara í svona litlu rými.“Linda bendir svo á að það geti verið mjög hjálplegt á litlum heimilum að eiga hluti og húsgögn sem hafa margþætt notagildi.Baðherbergið er lítið og krúttlegt.Vísir/Ernir
Birtist í Fréttablaðinu Hús og heimili Mest lesið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Lay Low á Grand Rokk Tónlist Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Wulfgang í tónleikaferð til Kína Tónlist Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning