Allir geta dansað fer í sýningu á Stöð 2 þann 11. mars en um er að ræða íslenska útgáfu af þáttunum Dancing with the Stars. Ebba segist ekki vera ýkja góður dansari.
„Ég kann ekki neitt. En vonandi getur Javi kennt mér nóg til að líta sæmilega út á sviðinu. Ég vona það,“ segir Ebba en dansfélagi hennar heitir Javier Fernandez Valino. Fimm karlmenn og fimm konur taka þátt í þáttunum. Þessir aðilar eru paraðir við fimm atvinnudanskonur og fimm atvinnudansarar.
„Ég er ekki orðin stressuð ennþá. En ef ég verð ennþá að ruglast á sporum og öðru rétt fyrir 11. mars, þá verð ég mjög stressuð. Annars bara hæfilega.“
Fylgstu með Stöð 2 á Instagram.