Gerir sjónvarpsþætti um #metoo byltinguna Ritstjórn skrifar 26. febrúar 2018 20:30 Jennifer Lawrence tekur sér pásu frá leiklistinni. Glamour/Getty Leikkonan Jennifer Lawrence tilkynnti fyrir nokkru síðan að hún ætlar að taka sér árs pásu frá leiklistinni og nú er komi í ljós hvað hún ætlar að gera á þessu ári. Lawrence ætlar að gera heimildamynd um nýju kvennabyltingarnar sem hafa tröllriðið öllu undanfarna mánuði eins og #metoo, #timesup og um launajafnrétti kynjanna. Hún og fyrrum þáttastjórnandinn Cat Sadler frá E!, sem sagði starfi sínu lausu í fyrra eftir að upp komst að karlkynskollegar hennar voru á miklu hærri launum. Þegar Lawrence tilkynnti um pásuna sagðist hún ætla að einbeita sér að pólitík og nota rödd sína á þeim vettvangi. Þetta er heldur betur gott málefni að beina sjónum sínum að og rödd þeirra tveggja sterk. Lawrence og Sadler urðu vinkonur í lok seinasta árs þegar sú fyrrnefnda hafði samband við Sadler í kjölfarið á fréttum af launamisrétti hennar hjá E! sjónvarpstöðinni. Sagan segir að þær séu nú þegar komnar í samband við leikstjórann Stephanie Soechtig sem kannaði byssueign og ofbeldi í Bandaríkjunum í myndinni Under the Gun. Spennandi! Mest lesið Stuð og stemming í bleiku tískuboði Glamour Margot Robbie gekk í það heilaga um helgina Glamour Nýtt förðunartrend frá Suður-Kóreu slær í gegn Glamour Fyrsta fatalína Alexu Chung frumsýnd í kirkju Glamour Tískuvikan í New York: Skreytingar Givenchy Glamour Marc Jacobs býr til bol úr Instagram óhappinu Glamour Kate Moss og Jamie Hince að skilja? Glamour Cara vinnur að tónlist með Nile Rodgers Glamour Bella Hadid er nýtt andlit Nike Glamour Hátíðarfarðanir sem munu slá í gegn Glamour
Leikkonan Jennifer Lawrence tilkynnti fyrir nokkru síðan að hún ætlar að taka sér árs pásu frá leiklistinni og nú er komi í ljós hvað hún ætlar að gera á þessu ári. Lawrence ætlar að gera heimildamynd um nýju kvennabyltingarnar sem hafa tröllriðið öllu undanfarna mánuði eins og #metoo, #timesup og um launajafnrétti kynjanna. Hún og fyrrum þáttastjórnandinn Cat Sadler frá E!, sem sagði starfi sínu lausu í fyrra eftir að upp komst að karlkynskollegar hennar voru á miklu hærri launum. Þegar Lawrence tilkynnti um pásuna sagðist hún ætla að einbeita sér að pólitík og nota rödd sína á þeim vettvangi. Þetta er heldur betur gott málefni að beina sjónum sínum að og rödd þeirra tveggja sterk. Lawrence og Sadler urðu vinkonur í lok seinasta árs þegar sú fyrrnefnda hafði samband við Sadler í kjölfarið á fréttum af launamisrétti hennar hjá E! sjónvarpstöðinni. Sagan segir að þær séu nú þegar komnar í samband við leikstjórann Stephanie Soechtig sem kannaði byssueign og ofbeldi í Bandaríkjunum í myndinni Under the Gun. Spennandi!
Mest lesið Stuð og stemming í bleiku tískuboði Glamour Margot Robbie gekk í það heilaga um helgina Glamour Nýtt förðunartrend frá Suður-Kóreu slær í gegn Glamour Fyrsta fatalína Alexu Chung frumsýnd í kirkju Glamour Tískuvikan í New York: Skreytingar Givenchy Glamour Marc Jacobs býr til bol úr Instagram óhappinu Glamour Kate Moss og Jamie Hince að skilja? Glamour Cara vinnur að tónlist með Nile Rodgers Glamour Bella Hadid er nýtt andlit Nike Glamour Hátíðarfarðanir sem munu slá í gegn Glamour