Leikkonan Jennifer Lawrence tilkynnti fyrir nokkru síðan að hún ætlar að taka sér árs pásu frá leiklistinni og nú er komi í ljós hvað hún ætlar að gera á þessu ári.
Lawrence ætlar að gera heimildamynd um nýju kvennabyltingarnar sem hafa tröllriðið öllu undanfarna mánuði eins og #metoo, #timesup og um launajafnrétti kynjanna. Hún og fyrrum þáttastjórnandinn Cat Sadler frá E!, sem sagði starfi sínu lausu í fyrra eftir að upp komst að karlkynskollegar hennar voru á miklu hærri launum.
Þegar Lawrence tilkynnti um pásuna sagðist hún ætla að einbeita sér að pólitík og nota rödd sína á þeim vettvangi. Þetta er heldur betur gott málefni að beina sjónum sínum að og rödd þeirra tveggja sterk.
Lawrence og Sadler urðu vinkonur í lok seinasta árs þegar sú fyrrnefnda hafði samband við Sadler í kjölfarið á fréttum af launamisrétti hennar hjá E! sjónvarpstöðinni. Sagan segir að þær séu nú þegar komnar í samband við leikstjórann Stephanie Soechtig sem kannaði byssueign og ofbeldi í Bandaríkjunum í myndinni Under the Gun.
Spennandi!
Gerir sjónvarpsþætti um #metoo byltinguna
