Mikilvægt að tala um það sem reynir á sálina Guðný Hrönn skrifar 27. febrúar 2018 07:18 Björn Gunnar Rafnsson segir mikilvægt að fólk sem glímir við frjósemisvanda geti talað við aðra í sömu sporum. VÍSIR/ERNIR Ígærkvöldi hélt félagið Tilvera kaffihúsafund ætlaðan körlum sem eru eða hafa verið að glíma við ófrjósemi eða eiga maka með frjósemisvandamál. Þetta var í fyrsta sinn sem slíkur fundur er haldinn einungis fyrir karlmenn. Björn Gunnar Rafnsson, einn meðlima í stjórn Tilveru, segir frjósemisvandamál karla hafa lengi verið feimnismál og ekki verið áberandi í umræðunni. Hann segir því mikilvægt að félagið búi til vettvang fyrir karla til að ræða þessi mál sín á milli. Björn hefur verið í samtökunum Tilveru síðan í haust en hann hefur glímt við frjósemisvanda frá því árið 2006. Beðinn um að segja frá sínum bakgrunni og ástæðuna fyrir því að hann er í Tilveru segir hann: „Árið 2006, þegar ég bjó í Bretlandi, fór ég í „tékk“ þegar ég og þáverandi konan mín höfðum reynt að eignast barn í tvö ár en ekkert gekk. Læknirinn tilkynnti mér að það væri engin sæðisframleiðsla. Ég hélt í nokkrar vikur að það væri engin framleiðsla og það væri ekkert hægt að gera,“ segir Björn. „En í ljós kom, þegar ég hitti sérfræðing, að læknirinn hafði lesið vitlaust af blaðinu. Sérfræðingurinn leiðrétti þetta og sagði mér að um litla framleiðslu væri að ræða og að ég gæti farið í tæknismásjárfrjóvgun. Við fórum svo árið 2008 í meðferð á Íslandi. Við urðum ólétt en misstum fóstrið eftir 10 vikur. Álagið á sambandið var þá orðið það mikið að við skildum út frá þessu,“ útskýrir Björn sem á í dag eins árs stelpu með núverandi eiginkonu sinni, Sólbjörtu Ósk Jensdóttur. Dóttir okkar kom í heiminn í gegnum smásjárfrjóvgun. Við fórum í meðferð hjá Art Medica, sem heitir Livio Reykjavík í dag. Þar fékk ég hormónalyf sem ég tók í heilt ár sem auka sæðisframleiðsluna,“ segir Björn sem bendir á að það séu til lausnir fyrir þá menn sem eru með litla sæðisframleiðslu Hefur talað opinskátt í 12 ár Björn segir ófrjósemi reyna mikið á sálina og þá sé gott að geta rætt hlutina við fólk í sömu sporum. „Við í Tilveru erum núna að reyna að gefa karlmönnum tækifæri til að tala meira. Þetta er bara eitthvað sem er ekki rætt,“ útskýrir Björn sem hefur talað opinskátt um hlutina í 12 ár. „Ég hef sagt öllum sem vilja heyra frá minni reynslu og aldrei hef ég heyrt karlmann segja mér á móti að hann sé með sæðisframleiðslu undir meðallagi. Þetta er svo rosalega mikið feimnismál.“ Björn er vongóður um að karlakaffihúsahittingar Tilveru muni vekja lukku. „Þessir fundir eru ætlaðir fyrir karla sem vilja spjalla og mögulega segja frá sinni reynslu og heyra frá öðrum.“ Spurður út í hvort einhver ákveðin mál verði tekin fyrir á fundunum svarar Björn neitandi. „Nei, þetta verður bara spjall. En þar sem þetta eru bara karlmenn þá held ég það verði að stýra þessu svolítið, svo þetta breytist ekki bara í eitthvert fótboltatal,“ segir hann og hlær. Frjósemi Mest lesið Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fleiri fréttir Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Sjá meira
Ígærkvöldi hélt félagið Tilvera kaffihúsafund ætlaðan körlum sem eru eða hafa verið að glíma við ófrjósemi eða eiga maka með frjósemisvandamál. Þetta var í fyrsta sinn sem slíkur fundur er haldinn einungis fyrir karlmenn. Björn Gunnar Rafnsson, einn meðlima í stjórn Tilveru, segir frjósemisvandamál karla hafa lengi verið feimnismál og ekki verið áberandi í umræðunni. Hann segir því mikilvægt að félagið búi til vettvang fyrir karla til að ræða þessi mál sín á milli. Björn hefur verið í samtökunum Tilveru síðan í haust en hann hefur glímt við frjósemisvanda frá því árið 2006. Beðinn um að segja frá sínum bakgrunni og ástæðuna fyrir því að hann er í Tilveru segir hann: „Árið 2006, þegar ég bjó í Bretlandi, fór ég í „tékk“ þegar ég og þáverandi konan mín höfðum reynt að eignast barn í tvö ár en ekkert gekk. Læknirinn tilkynnti mér að það væri engin sæðisframleiðsla. Ég hélt í nokkrar vikur að það væri engin framleiðsla og það væri ekkert hægt að gera,“ segir Björn. „En í ljós kom, þegar ég hitti sérfræðing, að læknirinn hafði lesið vitlaust af blaðinu. Sérfræðingurinn leiðrétti þetta og sagði mér að um litla framleiðslu væri að ræða og að ég gæti farið í tæknismásjárfrjóvgun. Við fórum svo árið 2008 í meðferð á Íslandi. Við urðum ólétt en misstum fóstrið eftir 10 vikur. Álagið á sambandið var þá orðið það mikið að við skildum út frá þessu,“ útskýrir Björn sem á í dag eins árs stelpu með núverandi eiginkonu sinni, Sólbjörtu Ósk Jensdóttur. Dóttir okkar kom í heiminn í gegnum smásjárfrjóvgun. Við fórum í meðferð hjá Art Medica, sem heitir Livio Reykjavík í dag. Þar fékk ég hormónalyf sem ég tók í heilt ár sem auka sæðisframleiðsluna,“ segir Björn sem bendir á að það séu til lausnir fyrir þá menn sem eru með litla sæðisframleiðslu Hefur talað opinskátt í 12 ár Björn segir ófrjósemi reyna mikið á sálina og þá sé gott að geta rætt hlutina við fólk í sömu sporum. „Við í Tilveru erum núna að reyna að gefa karlmönnum tækifæri til að tala meira. Þetta er bara eitthvað sem er ekki rætt,“ útskýrir Björn sem hefur talað opinskátt um hlutina í 12 ár. „Ég hef sagt öllum sem vilja heyra frá minni reynslu og aldrei hef ég heyrt karlmann segja mér á móti að hann sé með sæðisframleiðslu undir meðallagi. Þetta er svo rosalega mikið feimnismál.“ Björn er vongóður um að karlakaffihúsahittingar Tilveru muni vekja lukku. „Þessir fundir eru ætlaðir fyrir karla sem vilja spjalla og mögulega segja frá sinni reynslu og heyra frá öðrum.“ Spurður út í hvort einhver ákveðin mál verði tekin fyrir á fundunum svarar Björn neitandi. „Nei, þetta verður bara spjall. En þar sem þetta eru bara karlmenn þá held ég það verði að stýra þessu svolítið, svo þetta breytist ekki bara í eitthvert fótboltatal,“ segir hann og hlær.
Frjósemi Mest lesið Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fleiri fréttir Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Sjá meira