Dagur verður næsti fulltrúi Íslands í Eurovision ef marka má Betsson Jakob Bjarnar skrifar 28. febrúar 2018 10:37 Veðmálasérfræðingar Betsson eru nokkuð vissir í sinni sök, Dagur verður næsti fulltrúi Íslands í Eurovision. Hér þenur hann raddböndin á sviðinu. Ef marka má veðmálaspekinga hjá Betsson þá mun Dagur Sigurðsson sigra í undankeppni Eurovision-söngvakeppninnar af miklu öryggi á laugardagskvöld komandi. Stuðullinn á hann er tveir, sem þýðir að ef einhver vill veðja á sigur Dags, segjum þúsund krónur, þá tvöfaldar sá sitt fé. Hins vegar telja þeir hjá Betsson sáralitlar líkur á því að Our Choice með Ara Ólafssyni og Battleline með Fókushópnum sigri. Á þau lög eru settir 12 í stuðul, sem þá þýðir að ef einhver er sannfærður um að annað þeirra laga vinnur, og setur þúsund krónur á það, ávaxtar viðkomandi sitt pund með ágætum og fær 12 þúsund krónur til baka. Ef lagið sigrar hins vegar ekki er sá þúsundkall fokinn og kemur aldrei aftur til baka. Eftir því sem veðmál fara að hrynja inn þá geta þessir stuðlar breyst.Gold digger með Aroni Hannesi er helst talið geta veitt Degi keppni, með 3,3 í stuðul. Here for You með þeim Agli Ploder Ottósyni og Sonju Valdin kemur svo í þriðja sæti samkvæmt þessu. Stuðullinn á það lag er 4,1 og í miðjunni er svo Kúst og fæjó, sem er í miklu uppáhaldi hjá mörgum með 4,5 í stuðul. „Veðmálasérfræðingar Betsson hafa rýnt vel í lögin í íslensku forkeppni Eurovision. Oftar en ekki hafa spár þessar reynst réttar hjá þeim hvað sigurlagið varðar og það verður vissulega gaman að sjá hvort raunin verði sú nú. Frekar óvænt hverjum þeir spá fyrsta sætinu en fróðlegt verður að sjá hvort spáin reynist rétt á laugardagskvöld,“ segir Guðmundur Arnarson hjá Betsson.Uppfært 12:49 Þau mistök voru gerð í upphaflegri útgáfu fréttarinnar að blaðamaður hljóp óvart yfir Aron Hannes á lista þegar sagt var af því lagi helst veitir Degi keppni, samkvæmt Betsson. Það hefur nú verið lagfært og eru lesendur, sem og Aron Hannes beðin velvirðingar á því fljótræði. Eurovision Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Fleiri fréttir „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Sjá meira
Ef marka má veðmálaspekinga hjá Betsson þá mun Dagur Sigurðsson sigra í undankeppni Eurovision-söngvakeppninnar af miklu öryggi á laugardagskvöld komandi. Stuðullinn á hann er tveir, sem þýðir að ef einhver vill veðja á sigur Dags, segjum þúsund krónur, þá tvöfaldar sá sitt fé. Hins vegar telja þeir hjá Betsson sáralitlar líkur á því að Our Choice með Ara Ólafssyni og Battleline með Fókushópnum sigri. Á þau lög eru settir 12 í stuðul, sem þá þýðir að ef einhver er sannfærður um að annað þeirra laga vinnur, og setur þúsund krónur á það, ávaxtar viðkomandi sitt pund með ágætum og fær 12 þúsund krónur til baka. Ef lagið sigrar hins vegar ekki er sá þúsundkall fokinn og kemur aldrei aftur til baka. Eftir því sem veðmál fara að hrynja inn þá geta þessir stuðlar breyst.Gold digger með Aroni Hannesi er helst talið geta veitt Degi keppni, með 3,3 í stuðul. Here for You með þeim Agli Ploder Ottósyni og Sonju Valdin kemur svo í þriðja sæti samkvæmt þessu. Stuðullinn á það lag er 4,1 og í miðjunni er svo Kúst og fæjó, sem er í miklu uppáhaldi hjá mörgum með 4,5 í stuðul. „Veðmálasérfræðingar Betsson hafa rýnt vel í lögin í íslensku forkeppni Eurovision. Oftar en ekki hafa spár þessar reynst réttar hjá þeim hvað sigurlagið varðar og það verður vissulega gaman að sjá hvort raunin verði sú nú. Frekar óvænt hverjum þeir spá fyrsta sætinu en fróðlegt verður að sjá hvort spáin reynist rétt á laugardagskvöld,“ segir Guðmundur Arnarson hjá Betsson.Uppfært 12:49 Þau mistök voru gerð í upphaflegri útgáfu fréttarinnar að blaðamaður hljóp óvart yfir Aron Hannes á lista þegar sagt var af því lagi helst veitir Degi keppni, samkvæmt Betsson. Það hefur nú verið lagfært og eru lesendur, sem og Aron Hannes beðin velvirðingar á því fljótræði.
Eurovision Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Fleiri fréttir „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Sjá meira