Sýningin var í anda Matrix með mikið af leðri, lakki og litlum sólgleraugum. Við höfum áður skrifað um að þessi stíll er að koma tilbaka í stórum stíl og stjörnurnar eru hrifnar eins og má lesa hér og hér. Það er greinilegt að Wang er á sama máli.
Rennilásar voru áberandi smáatriði í flíkunum sem og mittistöskur og hinar gömlu góðu hárklemmur sem sjá nú aftur dagsins ljós - hentugt? Þá kynnti hann til sögunnar þröngar húfur sem minntu einna helst á sundhettur, kæmi sér vel í snjóstorminum sem gengur yfir höfuðborgarsvæðið í dag.
Það má segja að Alexander Wang hafi verið trúr sínum stíl í þessari fatalínu sinni fyrir næsta haust - leðurpils, prjónapeysur og síðir leðurfrakkar er alveg eitthvað sem við getum hugsað okkur að klæðast næsta haust.







