Sony dreifir Herra Hnetusmjöri um Norðurlöndin Stefán Þór Hjartarson skrifar 15. febrúar 2018 08:00 Herra Hnetusmjör gæti opnað dyrnar fyrir íslenskt popp á Norðurlöndunum með samningnum. VÍSIR/ERNIR „Við vorum búnir að taka eftir spilun á Spotify frá Noregi, Svíþjóð og Danmörku og vorum svona aðeins farnir að grúska í því hvernig við ættum að tækla það; eigum við að gera Facebook póst á norsku og pósta honum bara í Noregi eða hvað – svo fékk ég bara þetta boð á þennan fund með Sony. Það lá beinast við að gera þetta bara með þeim, þeir eru búnir að sanna sig þarna í Danmörku. Þannig að mér líst bara mjög vel á þetta,“ segir Herra Hnetusmjör en hann skrifaði undir samning við Sony nú á dögunum. Hann er annar íslenski listamaðurinn sem gerir það á stuttum tíma en eins og Fréttablaðið greindi frá í byrjun mánaðar skrifaði rapparinn Aron Can undir sams konar samning við Sony. Það er því ljóst að þeir hjá Sony vilja ólmir dreifa vinsælli íslenskri tónlist um Norðurlöndin og mögulega víðar. „Þeir eru með rosa mikið af samböndum og þetta gerir allt miklu þægilegra fyrir mig. Svo á ég enn „masterana“ af lögunum mínum – þannig að þetta er ekki þessi týpíski plötusamningur sem allir rapparar eru hræddir við og þar með talinn ég. Þeir ætla bara að dreifa efninu.“Sony virðist vera að sópa upp íslenskum röppurum. Aron Can fékk einnig samning fyrr í mánuðinum. Fréttablaðið/ErnirÞú segir að Skandinavarnir séu duglegir að spila tónlistina þína – er þetta mikil spilun? „Já, þetta eru alveg hundruð og stundum þúsundir spilana á mánuði. Rappið er náttúrulega á þannig stað í dag að það skiptir ekkert endilega öllu máli hvað þú segir, það er meira hvernig þú segir það. Þetta sér maður í Atlanta-senunni til dæmis – þegar „mumble“ rappið kom fyrst þá skildi maður ekkert það sem Young Thug var að segja en það var samt alveg sturlað.“ Þannig að frændur vorir á Norðurlöndunum virðast kunna að meta vélbyssuflæði Herra Hnetusmjörs án þess þó endilega að skilja hvað okkar flóknu íslensku orð þýða.Vekur þessi samningur ekki upp alls konar hugmyndir hjá þér? Er komið eitthvert plan í framhaldinu? „Ég er náttúrulega að spila allar helgar næstu vikurnar og mánuðina. En ég veit það ekki, ég er alltaf að gera einhver lög og það verður kannski plata úr því.“ Þú ferð að henda einhverjum skandinavískum vísunum í textana þína? „Já, ég byrja að tala ógeðslega mikið um Joe and the Juice og IKEA og eitthvað,“ segir Herra Hnetusmjör hlæjandi. Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Lífið Fleiri fréttir Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Sjá meira
„Við vorum búnir að taka eftir spilun á Spotify frá Noregi, Svíþjóð og Danmörku og vorum svona aðeins farnir að grúska í því hvernig við ættum að tækla það; eigum við að gera Facebook póst á norsku og pósta honum bara í Noregi eða hvað – svo fékk ég bara þetta boð á þennan fund með Sony. Það lá beinast við að gera þetta bara með þeim, þeir eru búnir að sanna sig þarna í Danmörku. Þannig að mér líst bara mjög vel á þetta,“ segir Herra Hnetusmjör en hann skrifaði undir samning við Sony nú á dögunum. Hann er annar íslenski listamaðurinn sem gerir það á stuttum tíma en eins og Fréttablaðið greindi frá í byrjun mánaðar skrifaði rapparinn Aron Can undir sams konar samning við Sony. Það er því ljóst að þeir hjá Sony vilja ólmir dreifa vinsælli íslenskri tónlist um Norðurlöndin og mögulega víðar. „Þeir eru með rosa mikið af samböndum og þetta gerir allt miklu þægilegra fyrir mig. Svo á ég enn „masterana“ af lögunum mínum – þannig að þetta er ekki þessi týpíski plötusamningur sem allir rapparar eru hræddir við og þar með talinn ég. Þeir ætla bara að dreifa efninu.“Sony virðist vera að sópa upp íslenskum röppurum. Aron Can fékk einnig samning fyrr í mánuðinum. Fréttablaðið/ErnirÞú segir að Skandinavarnir séu duglegir að spila tónlistina þína – er þetta mikil spilun? „Já, þetta eru alveg hundruð og stundum þúsundir spilana á mánuði. Rappið er náttúrulega á þannig stað í dag að það skiptir ekkert endilega öllu máli hvað þú segir, það er meira hvernig þú segir það. Þetta sér maður í Atlanta-senunni til dæmis – þegar „mumble“ rappið kom fyrst þá skildi maður ekkert það sem Young Thug var að segja en það var samt alveg sturlað.“ Þannig að frændur vorir á Norðurlöndunum virðast kunna að meta vélbyssuflæði Herra Hnetusmjörs án þess þó endilega að skilja hvað okkar flóknu íslensku orð þýða.Vekur þessi samningur ekki upp alls konar hugmyndir hjá þér? Er komið eitthvert plan í framhaldinu? „Ég er náttúrulega að spila allar helgar næstu vikurnar og mánuðina. En ég veit það ekki, ég er alltaf að gera einhver lög og það verður kannski plata úr því.“ Þú ferð að henda einhverjum skandinavískum vísunum í textana þína? „Já, ég byrja að tala ógeðslega mikið um Joe and the Juice og IKEA og eitthvað,“ segir Herra Hnetusmjör hlæjandi.
Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Lífið Fleiri fréttir Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Sjá meira