Fótbolti

Strákarnir okkar aldrei verið ofar á heimslistanum

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Ísland í nýjum hæðum.
Ísland í nýjum hæðum. Vísir/Getty
Íslenska landsliðið í fótbolta heldur áfram að toppa sig en það setur nýtt persónulegt met á styrkleikalista FIFA sem var birtur í morgun.

Strákarnir okkar fara upp um tvö sæti og eru í því 18. á nýja listanum en íslenska liðið hefur aldrei verið svo ofarlega á heimslista FIFA.

Ísland hefur hæst verið í 19. sæti en stekkur nú upp tvö sæti eftir tvo sigra á Indónesíu í vináttuleikjum í janúar. Strákarnir okkar eru þeir einu á topp 20 sem fara upp á listanum.

Svíþjóð og Wales falla niður um eitt sæti hvort og fer íslenska liðið upp fyrir þau bæði en Svíar eru í 19. sæti og Walesverjar í 20. sæti. Danir eru áfram kóngar norðursins í 12. sæti listans.

Engin breyting er á efstu 19 þjóðunum en Þýskaland er í efsta sæti, Brasilía í öðru sæti og Portúgal í þriðja sæti.

Argentína, sem er með Íslandi í riðli á HM, er í fjórða sæti heimslistans, Króatía í 15. sæti og Nígería í 52. sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×