Þá var Frances McDormand valin besta leikkona í aðalhlutverki fyrir leik sinn í myndinni og Sam Rockwell, meðleikari McDormand, hlaut BAFTA-styttuna fyrir leik í aukahlutverki.
Gary Oldman var valinn besti leikari í aðalhlutverki fyrir túlkun sína á Winston Churchill í kvikmyndinni The Darkest Hour og Allison Janney var valin besta leikkona í aukahlutverki fyrir leik sinn í kvikmyndinni I, Tonya.
Þá var Guillermo del Toro valinn besti leikstjórinn en hann leikstýrði kvikmyndinni The Shape of Water sem fékk næstflest verðlaun kvöldins, þrjú talsins.
Listann yfir alla sigurvegara kvöldsins má nálgast hér.

Í dag sendu 190 breskar leikkonur frá sér opið bréf þar sem þær kölluðu eftir því að kynferðisleg áreitni heyri sögunni til. Þær lýstu yfir stuðningi yfir Time‘s Up-hreyfinguna, sem hefur notið mikils stuðnings í Bandaríkjunum, og tóku margar með sér baráttukonur á rauða dregilinn í stað maka.