Íslensk hönnun á BAFTA-verðlaununum Ritstjórn skrifar 19. febrúar 2018 11:00 Glamour/Getty Leikstjórinn Rungano Nyoni klæddist íslenskri hönnun á BAFTA-verðlaununum, sem haldin voru í London í gærkvöldi. Kjóllinn hennar var eftir Anitu Hirlekar. Rungano hlaut verðlaun fyrir kvikmyndina I Am Not A Witch. Anita Hirlekar er þekkt fyrir handgerðar, litríkar og bróderaðar flíkur. Kjóll Rungano er svartur blúndukjóll með hvítum og fjólubláum smáatriðum. Skemmtilegur kjóll sem hlaut mikla athygli, en Rungano var ein sú best klædda á hátíðinni. Anita eyddi næstum því áratug í London, þar sem hún lærði fata- og textílhönnun í Central Saint Martins. Nú er hún flutt aftur heim til Íslands þar sem hún rekur verslun- og sýningarrými með Magneu Einarsdóttur á Garðarstræti 2. Það er alltaf einstaklega ánægjulegt að sjá íslenska hönnun fá athygli út fyrir landsteinana, og þá sérstaklega á svona stórum viðburði eins og BAFTA-verðlaunin eru. BAFTA Mest lesið Stuð og stemming í bleiku tískuboði Glamour „Var aldrei týpan sem gat borðað án þess að fitna“ Glamour Keira Knightley nýtt andlit Chanel Jewellery Glamour Jaden og Willow Smith prýða forsíðu Interview Glamour Bakvið tjöldin með Kenzo fyrir H&M Glamour Taylor Swift er hætt með Tom Hiddleston Glamour Jólagjafahandbók GLAMOUR: Fyrir hann Glamour Gucci opnaði tískuvikuna í Mílanó með neglu Glamour Calvin Harris auglýsir Emporio Armani nærföt Glamour Nike hefur sölu á hijab fyrir konur Glamour
Leikstjórinn Rungano Nyoni klæddist íslenskri hönnun á BAFTA-verðlaununum, sem haldin voru í London í gærkvöldi. Kjóllinn hennar var eftir Anitu Hirlekar. Rungano hlaut verðlaun fyrir kvikmyndina I Am Not A Witch. Anita Hirlekar er þekkt fyrir handgerðar, litríkar og bróderaðar flíkur. Kjóll Rungano er svartur blúndukjóll með hvítum og fjólubláum smáatriðum. Skemmtilegur kjóll sem hlaut mikla athygli, en Rungano var ein sú best klædda á hátíðinni. Anita eyddi næstum því áratug í London, þar sem hún lærði fata- og textílhönnun í Central Saint Martins. Nú er hún flutt aftur heim til Íslands þar sem hún rekur verslun- og sýningarrými með Magneu Einarsdóttur á Garðarstræti 2. Það er alltaf einstaklega ánægjulegt að sjá íslenska hönnun fá athygli út fyrir landsteinana, og þá sérstaklega á svona stórum viðburði eins og BAFTA-verðlaunin eru.
BAFTA Mest lesið Stuð og stemming í bleiku tískuboði Glamour „Var aldrei týpan sem gat borðað án þess að fitna“ Glamour Keira Knightley nýtt andlit Chanel Jewellery Glamour Jaden og Willow Smith prýða forsíðu Interview Glamour Bakvið tjöldin með Kenzo fyrir H&M Glamour Taylor Swift er hætt með Tom Hiddleston Glamour Jólagjafahandbók GLAMOUR: Fyrir hann Glamour Gucci opnaði tískuvikuna í Mílanó með neglu Glamour Calvin Harris auglýsir Emporio Armani nærföt Glamour Nike hefur sölu á hijab fyrir konur Glamour