Lífrænar gallabuxur frá Danmörku Ritstjórn skrifar 1. febrúar 2018 20:30 Glamour/Getty Danska tískumerkið Blanche er á hraðri uppleið, en þeir sýndu haust- og vetrarlínu sína fyrir árið 2018 á tískuvikunni í Kaupmannahöfn á dögunum. Í ágúst 2017 kynnti Blanche til leiks umhverfisvænar og lífrænar gallabuxur, sem þá voru beinar í sniðinu og kvenlegar. Nú hafa þeir heldur betur stækkað úrvalið og leikið sér með efnið, og bjóða nú upp á fleiri snið. Það sem er líka spennandi eru gallajakkarnir og gallakápurnar sem eru hluti af vetrarlínunni. Við hlökkum til að fylgjast betur með Blanche á árinu, en það mun koma til með að fást í Húrra Reykjavík í vor. Mest lesið Hófst allt sem lítið skólaverkefni Glamour Klæddist breskri hönnun Glamour Hvað stóð upp úr árið 2017? Glamour Jaden Smith auglýsir kvenlínu Louis Vuitton Glamour Háar klaufar og pallíettur fengu að njóta sín Glamour Ofurfyrirsætur tíunda áratugarins snúa aftur Glamour Tísku-icon verða skósveinar Glamour Kaia Gerber hannar fyrir Karl Lagerfeld Glamour Steldu stílnum: Er hot pink hinn nýi rauði? Glamour Alber Elbaz kveður Lanvin Glamour
Danska tískumerkið Blanche er á hraðri uppleið, en þeir sýndu haust- og vetrarlínu sína fyrir árið 2018 á tískuvikunni í Kaupmannahöfn á dögunum. Í ágúst 2017 kynnti Blanche til leiks umhverfisvænar og lífrænar gallabuxur, sem þá voru beinar í sniðinu og kvenlegar. Nú hafa þeir heldur betur stækkað úrvalið og leikið sér með efnið, og bjóða nú upp á fleiri snið. Það sem er líka spennandi eru gallajakkarnir og gallakápurnar sem eru hluti af vetrarlínunni. Við hlökkum til að fylgjast betur með Blanche á árinu, en það mun koma til með að fást í Húrra Reykjavík í vor.
Mest lesið Hófst allt sem lítið skólaverkefni Glamour Klæddist breskri hönnun Glamour Hvað stóð upp úr árið 2017? Glamour Jaden Smith auglýsir kvenlínu Louis Vuitton Glamour Háar klaufar og pallíettur fengu að njóta sín Glamour Ofurfyrirsætur tíunda áratugarins snúa aftur Glamour Tísku-icon verða skósveinar Glamour Kaia Gerber hannar fyrir Karl Lagerfeld Glamour Steldu stílnum: Er hot pink hinn nýi rauði? Glamour Alber Elbaz kveður Lanvin Glamour