Bleikir samfestingar, rauðar smekkbuxur, síðir silkikjólar og kúrekastígvél einnkenndu vetrarlínu merkisins. Prjónapeysurnar þeirra eru ennþá mjög áberandi,og þá sérstaklega í skærbleikum lit við gallabuxur.
Skórnir að þessu sinni eru svört og hvít kúrekastígvél, strigaskór eða gönguskór. Stíliseringin var mjög góð, og voru gönguskórnir helst settir við síða blómakjóla.
Vinsældir Ganni munu ekki dvína við þessa línu, heldur munu fleiri aðdáendur bætast við.







