Innmúraðir vinningshafar í áskriftaleik Moggans Jakob Bjarnar skrifar 2. febrúar 2018 11:22 Áskriftaleikur Morgunblaðsins hefur vakið mikla athygli. Vísir/Stefán Óvenju hátt hlutfall þjóðþekktra einstaklinga er meðal vinningshafa í áskriftaleik Morgunblaðsins en það er sjálfur ritstjórinn, Haraldur Johannessen, sem sér alla jafna um að draga vinningshafana úr pottinum. Haraldur Johannessen, ritstjóri Morgunblaðsins.Vísir/Hanna Virðulegir vinningshafar Haraldur hefur einstakt lag á því að draga út þekka einstaklinga úr hrúgunni, reyndar með rafrænum hætti, sem eiga það svo jafnframt sammerkt að vera sérlegir velunnarar blaðsins og innmúraðir og innvígðir Sjálfstæðismenn. Er af þessum sökum sérlega skemmtilegt að fylgast með drættinum hverju sinni. Hvaða þjóðþekkti einstaklingur kemur upp úr hattinum? Nú liggur til dæmis fyrir, eftir nýlegan útdrátt, að Brynjar Níelsson alþingismaður er á leið til Barcelona ásamt konu sinni Arnfríði Einarsdóttur landsréttardómara, sem var meðal hinna heppnu sem dregnir voru út á nýju ári. Stígur Helgason og félagar hans á Twitter fylgjast spennt með áskriftaleik Moggans. Arnfríður er ekki eini dómarinn sem hefur hreppt vænan vinning í áskriftarleiknum. Í febrúar í fyrra vann Þorgeir Ingi Njálsson, þá dómstjóri Héraðsdóms Reykjaness nú í Landsrétti, tíu milljón króna Lexus-glæsibifreið í þessu sama happadrætti. Dómarar landsins ættu samkvæmt þessu að hugsa fallega til Morgunblaðsins. Fylgjast spennt með á Twitter Fyrir ekki svo löngu vann svo Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, ferð til Cleveland. Og, fleiri nöfn má nefna. Fréttamaður Ríkisútvarpisins, Stígur Helgason, er áhugasamur um þennan áskriftaleik og fylgist grannt með gangi mála. Hann upplýsti nýverið á Twittersíðu sinni að: „Áður höfðu Lækna-Tómas og sýslumaðurinn á NV-landi unnið ferð til San Fran“. Stígur Helgason, fréttamaður á RÚV. María Lilja Þrastardóttir, fjölmiðlamaður með meiru, segir við þetta tækifæri, á Twittersíðu Stígs að þessir leikur hafi alltaf verið í uppáhaldi hjá sér. Og rifjar upp þegar Marta María Jónasdóttir, sem stýrir Smartlandi á mbl.is, var með happadrætti á sínum snærum: „Þessi leikur er alltaf í uppáhaldi hjá mér. Marta verðlaunar góða vinkonu sína með mjög specific gólfdúk en vinkonan var “óvænt” dregin úr potti og einmitt að gera upp heimilið. THE ODDS!“ segir María Lilja og linkar við þá tilteknu frétt. Á næstu vikum eiga áskrifendur Morgunblaðsins möguleika á að hreppa borgarferðir og verður spennandi að sjá hverjir fara til Tel Aviv, Detroit, Cincinnati, St. Louis, Dublin og Dallas á vegum blaðsins. Uppfært 12:38 Í eldri útgáfu fréttarinnar segir að Njáll Trausti Friðbertsson sé fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Njáll Trausti er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og eru lesendur sem og Njáll Trausti beðnir velvirðingar á mistökunum. Þetta hefur verið lagfært í texta. áskrifendaleikir Moggans. Í dag vann Njáll Trausti Friðbertsson, fyrrv. þingmaður Sjálfstæðisflokksins, ferð til Cleveland. Áður höfðu Lækna-Tómas og sýslumaðurinn á NV-landi unnið ferð til San Fran og þar áður vann Þorgeir Ingi Njálsson dómstjóri bíl. https://t.co/o9oUVSJrXU— Stígur Helgason (@Stigurh) January 25, 2018 Fjölmiðlar Mest lesið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Bíó og sjónvarp Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Fleiri fréttir Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Sjá meira
Óvenju hátt hlutfall þjóðþekktra einstaklinga er meðal vinningshafa í áskriftaleik Morgunblaðsins en það er sjálfur ritstjórinn, Haraldur Johannessen, sem sér alla jafna um að draga vinningshafana úr pottinum. Haraldur Johannessen, ritstjóri Morgunblaðsins.Vísir/Hanna Virðulegir vinningshafar Haraldur hefur einstakt lag á því að draga út þekka einstaklinga úr hrúgunni, reyndar með rafrænum hætti, sem eiga það svo jafnframt sammerkt að vera sérlegir velunnarar blaðsins og innmúraðir og innvígðir Sjálfstæðismenn. Er af þessum sökum sérlega skemmtilegt að fylgast með drættinum hverju sinni. Hvaða þjóðþekkti einstaklingur kemur upp úr hattinum? Nú liggur til dæmis fyrir, eftir nýlegan útdrátt, að Brynjar Níelsson alþingismaður er á leið til Barcelona ásamt konu sinni Arnfríði Einarsdóttur landsréttardómara, sem var meðal hinna heppnu sem dregnir voru út á nýju ári. Stígur Helgason og félagar hans á Twitter fylgjast spennt með áskriftaleik Moggans. Arnfríður er ekki eini dómarinn sem hefur hreppt vænan vinning í áskriftarleiknum. Í febrúar í fyrra vann Þorgeir Ingi Njálsson, þá dómstjóri Héraðsdóms Reykjaness nú í Landsrétti, tíu milljón króna Lexus-glæsibifreið í þessu sama happadrætti. Dómarar landsins ættu samkvæmt þessu að hugsa fallega til Morgunblaðsins. Fylgjast spennt með á Twitter Fyrir ekki svo löngu vann svo Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, ferð til Cleveland. Og, fleiri nöfn má nefna. Fréttamaður Ríkisútvarpisins, Stígur Helgason, er áhugasamur um þennan áskriftaleik og fylgist grannt með gangi mála. Hann upplýsti nýverið á Twittersíðu sinni að: „Áður höfðu Lækna-Tómas og sýslumaðurinn á NV-landi unnið ferð til San Fran“. Stígur Helgason, fréttamaður á RÚV. María Lilja Þrastardóttir, fjölmiðlamaður með meiru, segir við þetta tækifæri, á Twittersíðu Stígs að þessir leikur hafi alltaf verið í uppáhaldi hjá sér. Og rifjar upp þegar Marta María Jónasdóttir, sem stýrir Smartlandi á mbl.is, var með happadrætti á sínum snærum: „Þessi leikur er alltaf í uppáhaldi hjá mér. Marta verðlaunar góða vinkonu sína með mjög specific gólfdúk en vinkonan var “óvænt” dregin úr potti og einmitt að gera upp heimilið. THE ODDS!“ segir María Lilja og linkar við þá tilteknu frétt. Á næstu vikum eiga áskrifendur Morgunblaðsins möguleika á að hreppa borgarferðir og verður spennandi að sjá hverjir fara til Tel Aviv, Detroit, Cincinnati, St. Louis, Dublin og Dallas á vegum blaðsins. Uppfært 12:38 Í eldri útgáfu fréttarinnar segir að Njáll Trausti Friðbertsson sé fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Njáll Trausti er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og eru lesendur sem og Njáll Trausti beðnir velvirðingar á mistökunum. Þetta hefur verið lagfært í texta. áskrifendaleikir Moggans. Í dag vann Njáll Trausti Friðbertsson, fyrrv. þingmaður Sjálfstæðisflokksins, ferð til Cleveland. Áður höfðu Lækna-Tómas og sýslumaðurinn á NV-landi unnið ferð til San Fran og þar áður vann Þorgeir Ingi Njálsson dómstjóri bíl. https://t.co/o9oUVSJrXU— Stígur Helgason (@Stigurh) January 25, 2018
Fjölmiðlar Mest lesið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Bíó og sjónvarp Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Fleiri fréttir Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Sjá meira