BMW ætlar að ná Benz árið 2020 Finnur Thorlacius skrifar 6. febrúar 2018 10:45 Sala BMW í fyrra var 2,09 milljónir bíla en Benz 2,29 milljónir. Það svíður greinilega sárt í höfuðstöðvum BMW að sjá Mercedes Benz selja fleiri bíla en BMW annað árið í röð í fyrra og segja forsvarsmenn BMW að fyrirtækið ætli að selja fleiri bíla en Benz strax árið 2020. Það ætlar BMW að gera með kynningu á mörgum nýjum bílgerðum sem muni draga viðskiptavini aftur frá helstu keppinautum BMW. BMW var söluhæsti lúxusbílasali heimsins í 10 ár í röð en árið 2016 komst Mercedes Benz uppfyrir BMW í fjölda seldra bíla á árinu og endurtók leikinn með enn meiri mun í fyrra. Í fyrra náði BMW 4,4% vexti í sölu á milli ára, en Benz 9,9% söluaukningu. Sala BMW var 2,09 milljónir bíla en Benz 2,29. Það var helst gríðarleg aukning í sölu Benz bíla í Kína sem jók heildarsöluna svo mikið. Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Grunnskólakennarar felldu kjarasamning Innlent
Það svíður greinilega sárt í höfuðstöðvum BMW að sjá Mercedes Benz selja fleiri bíla en BMW annað árið í röð í fyrra og segja forsvarsmenn BMW að fyrirtækið ætli að selja fleiri bíla en Benz strax árið 2020. Það ætlar BMW að gera með kynningu á mörgum nýjum bílgerðum sem muni draga viðskiptavini aftur frá helstu keppinautum BMW. BMW var söluhæsti lúxusbílasali heimsins í 10 ár í röð en árið 2016 komst Mercedes Benz uppfyrir BMW í fjölda seldra bíla á árinu og endurtók leikinn með enn meiri mun í fyrra. Í fyrra náði BMW 4,4% vexti í sölu á milli ára, en Benz 9,9% söluaukningu. Sala BMW var 2,09 milljónir bíla en Benz 2,29. Það var helst gríðarleg aukning í sölu Benz bíla í Kína sem jók heildarsöluna svo mikið.
Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Grunnskólakennarar felldu kjarasamning Innlent