Kolbeinn: Vongóður um HM og vill fá að spila svo hann geti gleymt því sem hann gekk í gegnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. febrúar 2018 09:00 Kolbeinn Sigþórsson á blaðamannafundi með íslenska landsliðinu á EM 2016. Vísir/Getty Íslenski framherjinn Kolbeinn Sigþórsson er í viðtali á heimasíðu franska liðsins Nantes og það er ekki hægt að heyra annað en að íslenski framherjinn sé orðinn mjög spenntur fyrir því að komast aftur inn á völlinn. Kolbeinn hefur verið að glíma við langvinn meiðsli og hefur sem dæmi ekki spilað með íslenska landsliðinu síðan í leiknum á móti Frökkum í átta liða úrslitum Evrópumótsins í júlí 2016. „Það gengur allt vel. Ég var í burtu í eitt og hálft ár en er nú á lokasprettinum í endurhæfingunni og þetta lítur vel út. Ég er ánægður með hvernig þetta gengur og get ekki beðið eftir því að fá að spila,“ sagði Kolbeinn í viðtali á heimasíðu Nantes.Quand @ReneKrho décore notre viking @KSigthorsson... pic.twitter.com/EKDBbqJDrO — FC Nantes (@FCNantes) February 7, 2018 „Ég var um tíma ekki viss um framtíðina eða hvort að hnéð yrði í lagi. Það var það erfiðasta. Ég einbeitti mér að því að halda trú minni á að ég kæmi til baka. Sem betur fer er það erfiðasta að baki. Ég er jákvæður. Ég vonast til að fara spila sem fyrst svo ég geti gleymt því sem ég gekk í gegnum,“ sagði Kolbeinn. Kolbeinn æfir með liðinu og hefur gert það undanfarnar tvær vikur. „Það eru engin vandamál með hnéð. Ég fór í gegnum góða styrktarþjálfun áður en ég kom til baka og ég tel mig vera tilbúinn að stíga aftur inn á fótboltavöllinn,“ sagði Kolbeinn."Les remercier quand je reviendrai sur le terrain" Le petit mot de @KSigthorsson aux supporters pic.twitter.com/shAZApZwDQ — FC Nantes (@FCNantes) February 7, 2018 „Ég er orðinn mjög hungraður í það að spila aftur og að berjast fyrir mínu sæti í liðinu. Við erum í fimmta sæti í deildinni og það gengur mjög vel. Ég er tilbúinn,“ sagði Kolbeinn en hvenær verður fyrsti leikurinn? „Um leið og þjálfarinn kallar á mig. Ef hann kallar á mig um helgina þá er ég tilbúinn. Í fullri alvöru þá vonast ég eftir því að ég spili í þessum mánuði. Ég er ekki tilbúinn í 90 mínútur en ég er klár í að hjálpa liðinu. Mitt markmið var að koma aftur í febrúar. Ég nálgast það,“ sagði Kolbeinn en er möguleiki á því að hann spili með Íslandi á HM? „Af hverju ekki? Ef hlutirnir ganga áfram vel þá vonast ég eftir því að fá að taka þátt í því ævintýri. Það er samt langur vegur fyrir mig ennþá. En ef ég kemst í form og spila reglulega þá sé ég það ganga upp. Við erum með marga öfluga sóknarmenn og það verður því ekki auðvelt að komast í liðið. Ég er samt jákvæður og vongóður,“ sagði Kolbeinn.@KSigthorsson Les premiers mots de l'attaquant islandais à retrouver très vite sur https://t.co/faMbXxmUSI ! pic.twitter.com/hCP7DaJxL3 — FC Nantes (@FCNantes) February 7, 2018 Kolbeinn lék síðast með Nantes 28. ágúst 2016. Hann fór á láni til tyrkneska félagsins Galatasaray en spilaði ekkert með liðinu vegna meiðsla. Hann fór á endanum aftur til Nantes. Þegar Kolbeinn spilaði fyrir Nantes á móti í lok ágúst 2016 þá var þjálfari liðsins René Girard. Nú er þjálfari Nantes hinsvegar Ítalinn Claudio Ranieri sem var á þessum haustmánuðum 2016 að hefja titilvörn sína með Leicester í ensku úrvalsdeildinni.@KSigthorsson Les premiers mots de l'attaquant islandais à retrouver très vite sur https://t.co/faMbXxmUSI ! pic.twitter.com/hCP7DaJxL3 — FC Nantes (@FCNantes) February 7, 2018 HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Enski boltinn Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Íslenski boltinn „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Fleiri fréttir John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjá meira
Íslenski framherjinn Kolbeinn Sigþórsson er í viðtali á heimasíðu franska liðsins Nantes og það er ekki hægt að heyra annað en að íslenski framherjinn sé orðinn mjög spenntur fyrir því að komast aftur inn á völlinn. Kolbeinn hefur verið að glíma við langvinn meiðsli og hefur sem dæmi ekki spilað með íslenska landsliðinu síðan í leiknum á móti Frökkum í átta liða úrslitum Evrópumótsins í júlí 2016. „Það gengur allt vel. Ég var í burtu í eitt og hálft ár en er nú á lokasprettinum í endurhæfingunni og þetta lítur vel út. Ég er ánægður með hvernig þetta gengur og get ekki beðið eftir því að fá að spila,“ sagði Kolbeinn í viðtali á heimasíðu Nantes.Quand @ReneKrho décore notre viking @KSigthorsson... pic.twitter.com/EKDBbqJDrO — FC Nantes (@FCNantes) February 7, 2018 „Ég var um tíma ekki viss um framtíðina eða hvort að hnéð yrði í lagi. Það var það erfiðasta. Ég einbeitti mér að því að halda trú minni á að ég kæmi til baka. Sem betur fer er það erfiðasta að baki. Ég er jákvæður. Ég vonast til að fara spila sem fyrst svo ég geti gleymt því sem ég gekk í gegnum,“ sagði Kolbeinn. Kolbeinn æfir með liðinu og hefur gert það undanfarnar tvær vikur. „Það eru engin vandamál með hnéð. Ég fór í gegnum góða styrktarþjálfun áður en ég kom til baka og ég tel mig vera tilbúinn að stíga aftur inn á fótboltavöllinn,“ sagði Kolbeinn."Les remercier quand je reviendrai sur le terrain" Le petit mot de @KSigthorsson aux supporters pic.twitter.com/shAZApZwDQ — FC Nantes (@FCNantes) February 7, 2018 „Ég er orðinn mjög hungraður í það að spila aftur og að berjast fyrir mínu sæti í liðinu. Við erum í fimmta sæti í deildinni og það gengur mjög vel. Ég er tilbúinn,“ sagði Kolbeinn en hvenær verður fyrsti leikurinn? „Um leið og þjálfarinn kallar á mig. Ef hann kallar á mig um helgina þá er ég tilbúinn. Í fullri alvöru þá vonast ég eftir því að ég spili í þessum mánuði. Ég er ekki tilbúinn í 90 mínútur en ég er klár í að hjálpa liðinu. Mitt markmið var að koma aftur í febrúar. Ég nálgast það,“ sagði Kolbeinn en er möguleiki á því að hann spili með Íslandi á HM? „Af hverju ekki? Ef hlutirnir ganga áfram vel þá vonast ég eftir því að fá að taka þátt í því ævintýri. Það er samt langur vegur fyrir mig ennþá. En ef ég kemst í form og spila reglulega þá sé ég það ganga upp. Við erum með marga öfluga sóknarmenn og það verður því ekki auðvelt að komast í liðið. Ég er samt jákvæður og vongóður,“ sagði Kolbeinn.@KSigthorsson Les premiers mots de l'attaquant islandais à retrouver très vite sur https://t.co/faMbXxmUSI ! pic.twitter.com/hCP7DaJxL3 — FC Nantes (@FCNantes) February 7, 2018 Kolbeinn lék síðast með Nantes 28. ágúst 2016. Hann fór á láni til tyrkneska félagsins Galatasaray en spilaði ekkert með liðinu vegna meiðsla. Hann fór á endanum aftur til Nantes. Þegar Kolbeinn spilaði fyrir Nantes á móti í lok ágúst 2016 þá var þjálfari liðsins René Girard. Nú er þjálfari Nantes hinsvegar Ítalinn Claudio Ranieri sem var á þessum haustmánuðum 2016 að hefja titilvörn sína með Leicester í ensku úrvalsdeildinni.@KSigthorsson Les premiers mots de l'attaquant islandais à retrouver très vite sur https://t.co/faMbXxmUSI ! pic.twitter.com/hCP7DaJxL3 — FC Nantes (@FCNantes) February 7, 2018
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Enski boltinn Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Íslenski boltinn „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Fleiri fréttir John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjá meira