Mikael breytti algjörlega um lífsstíl: „Var farinn að íhuga að taka eigið líf“ Stefán Árni Pálsson skrifar 30. janúar 2018 14:30 Mikael hefur náð ótrúlegum árangri. „Á 32 ára afmælisdaginn ákvað ég að deila með vinum og vandamönnum stuttri útgáfu af árangri mínum í átt til betri heilsu. Setti ég inn stöðufærslu á Facebook og fékk ótrúlegar viðtökur og hrós. Hef aldrei verið góður í að koma hlutum frá mér en ákvað að reyna á það til að verða öðrum hvatning,“ segir Mikael Þorsteinsson sem starfar sem yfirkokkur á veitingastað og er búsettur í Reykjavík. Mikael tók sjálfan sig í gegn bæði líkamlega og andlega og er árangurinn mikill. Mikael hefur búið í Reykjavík síðan 2009. „Ég er uppalinn hjá móður minni á Húsavík. Að alast upp í litlu bæjarfélagi hafði sína kosti og galla. Fjölskyldulífið og að alast upp með einstæðri móður lengst af var gott. Mikil matarhefð er í minni fjölskyldu og þessi svokallaði „mömmumatur” alltaf vinsæll. Þegar ég lít til baka þá man ég ekki eftir því að hollt matarræði hafi skipt miklu máli. Maður átti að borða vel og mikið til að verða stór og sterkur og ekki man ég eftir því að grænmeti né ávextir hafi verið mikilvæg fæða á mínu heimili.“ Hann segir að hvati til að stunda íþróttir hafi ekki verið mikill á hans yngri árum. „Ég fór að bæta á mig í kringum sjö ára aldurinn og sökum þess að ég var þyngri en margir aðrir í mínum árgangi var ég auðvelt skotmark hjá ákveðnum krökkum í skólanum. Ég er lagður í einelti alla mína grunnskólagöngu en á þeim tíma var ekkert gert í þeim málefnum. Þarna kemur gallinn við lítið bæjarfélag. Allir þekkja alla og allir vita allt um þig. Eineltið lýsti sér í því að krakkar kölluðu á eftir manni ókvæðisorð á leið heim úr skóla eða frímínútum og orðin „feita svín” „ógeðið þitt” og fleira í þeim dúr voru daglegur viðburður. Ég var mjög hræddur við að fara í sundtíma eða leikfimi í skólanum þar sem ég vissi að ég yrði laminn með handklæðum í sturtunni eftir tíma.“Líkamlegir kvillar sökum ofþyngdar Mikael segist hafa þróað með sér þunglyndi undir lok grunnskólagöngunnar. „Ég bældi það niður og aldrei sagði ég neinum að mér liði illa. Eineltið hætti þó í menntaskóla eins og hendi væri veifað en þunglyndið var að sjálfsögðu enn til staðar. Ég byrja að drekka í kringum 17 ára aldurinn og djammaði maður nánast hverja einustu helgi til 25 ára aldurs. Árið 2009 flyt ég til Reykjavíkur þar sem ég fer í nám í matreiðslu. Flyt inn með tveimur vinum mínum og næstu árin eru hreint út sagt hræðileg fyrir mig andlega séð. Stunda námið illa og hef ekki vilja til að fara fram úr rúminu á daginn oft á tíðum. Svefnmynstrið var í miklu ólagi og ég var með líkamlega kvilla sökum ofþyngdar auk þess sem ég var að berjast við þunglyndið.“ Áfram hélt hann að drekka mikið og hugsa illa um sjálfan sig. „Ég hafði oft reynt að fara á einhverja svona skyndi megrunarkúra á mínum fullorðinsaldri en ég fann aldrei neitt sem vakti áhuga minn varðandi hreyfingu og gafst alltaf upp. Ætli botninum hafi ekki verið náð árið 2015. Þá er ég að nálgast þrítugsaldurinn hratt og orðinn í kringum 147 kg. Ég var búinn að berjast við þunglyndi í mörg ár sem ég hafði bælt niður í langan tíma. Ég fór að líta yfir mörg ár á undan. Leið þannig að öllum væri í raun sama um mig og kynni ekki að meta mig sem er þó algjör vitleysa sem ég hafði búið til sjálfur. Þetta ár var það erfiðasta andlega og líkamlega hjá mér.“ Á þessum tímapunkti var líkaminn farinn að gefa sig. „Ég viðurkenni það hér líklega í fyrsta skipti að ég var farinn að íhuga að taka eigið líf. Þegar þessar hugsanir fóru að gera vart við sig fyrir alvöru þá sagði ég upphátt að nú tæki við nýtt líf sem ég hef staðið við.“ Skráði sig fyrir tveimur árum Mikael skráði sig í Reebok Fitness 2. janúar 2016 og þá hafði hann ekki stigið inn í líkamsrækt í tíu ár. „Ég var virkilega smeykur við að fara þarna inn. Alltof feitur í vondu andlegu og líkamlegu ástandi og leið eins og fólk væri að glápa á mig og segja með sér „hvað er þessi hlunkur að gera hérna?“ Sem er alls ekki raunin. Tók nefnilega eftir því að fólk sem æfir reglulega kann virkilega að meta það þegar að einstaklingur eins og ég var kemur þarna inn að æfa. Ég ákvað að prufa hóptímana hjá Reebok og skráði mig í Body Pump tíma hjá Magnúsi þjálfara. Body Pump tímar eru í raun lyftingatímar þar sem notast er við stangir og lóð. Man að ég lá í gólfinu eftir 20 mínútur og var með harðsperrur í fimm daga eftir fyrstu æfinguna. En það sem ég tók eftir var þjálfarinn. Ég hef aldrei verið hvattur jafn mikið og loksins sagt að ég sé flottur og sé að standa mig vel. Eftir þetta varð ég háður.“ Hann segir að matarræðið hafi ekki breyst mikið til að byrja með.Mikael hefur misst hátt í sextíu kíló.„Ég hætti í gosinu og namminu að mestu en borðaði bara mat sem mig langaði í. En ég var orðinn fastagestur hjá honum Magnúsi í Reebok og fannst tímarnir frábærir fyrir mig og þá sérstaklega andlega. Ég nefnilega leitaði ekki til sálfræðings eins og margir gera sem eru að berjast við andlega erfiðleika, heldur stundaði ég líkamsrækt. Þegar ég fann að andlega líðanin og árangur fór að sjást líkamlega ákvað ég að prufa fleiri hóptíma. Tíma sem reyndu meira á mig og gáfu mér meiri tilbreytingu og aukna ánægju. Hef ekki efast í eina mínútu um árangurinn sem hóptímarnir skila og mórallinn og skemmtanagildið er það sem virkar fyrir mig. Á 32 ára afmælisdaginn þann 29. janúar skellti ég mér á vogina og las töluna 89kg. Þurfti að reikna hversu mikið ég hafði misst og komst að niðurstöðunni að 58kg. væru farin.“ Hann segist setja sér allskonar markmið í dag. „Ég er farinn að hugsa hluti sem mér hefði aldrei dottið í hug að væru mögulegir í mínu lífi. Hluti eins og að hlaupa maraþon, klífa Hvannadalshnjúk, fara í nám í einkaþjálfun og hef fundið löngun til að hjálpa öðrum sem eru að berjast við það sem ég hef verið að berjast við alla mína ævi. Ég hef ekki sigrað neitt þrátt fyrir frábæran árangur. Það er ævilangt starf að huga að heilsunni og að henni þarf að huga á hverjum einasta degi þótt maður geri mistök og hrasi hér og þar. Segi það og skrifa að hreyfing er mín fíkn í dag í viðbót við matarfíknina sem ég mun alltaf berjast við.“ Mikael segir að sama hversu illa manni líði, sé alltaf hægt að breyta til og ná árangri með heilsun. „Þetta tekur tíma, blóð, svita og tár en það er algjörlega þess virði. Annað ráð er að prófa sem flest sem kemur að hreyfingu. Finnið hvað ykkur finnst skemmtilegt því ef þið reynið að berjast við eitthvað sem ykkur þykir leiðinlegt þá eruð þið að fara að gefast upp á því. Hef rekist á það sjálfur. Get þakkað svo mörgum en helst vil ég þakka fjölskyldunni og vinum sem hafa kvatt mig áfram af krafti. Fólkið sem æfir með mér í Reebok er æðislegt og held að allir þar séu sammála mér í því að þeim líður hvergi betur en að æfa saman í hóptímunum.“ Heilsa Mest lesið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Frægar í fantaformi Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Fleiri fréttir „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Sjá meira
„Á 32 ára afmælisdaginn ákvað ég að deila með vinum og vandamönnum stuttri útgáfu af árangri mínum í átt til betri heilsu. Setti ég inn stöðufærslu á Facebook og fékk ótrúlegar viðtökur og hrós. Hef aldrei verið góður í að koma hlutum frá mér en ákvað að reyna á það til að verða öðrum hvatning,“ segir Mikael Þorsteinsson sem starfar sem yfirkokkur á veitingastað og er búsettur í Reykjavík. Mikael tók sjálfan sig í gegn bæði líkamlega og andlega og er árangurinn mikill. Mikael hefur búið í Reykjavík síðan 2009. „Ég er uppalinn hjá móður minni á Húsavík. Að alast upp í litlu bæjarfélagi hafði sína kosti og galla. Fjölskyldulífið og að alast upp með einstæðri móður lengst af var gott. Mikil matarhefð er í minni fjölskyldu og þessi svokallaði „mömmumatur” alltaf vinsæll. Þegar ég lít til baka þá man ég ekki eftir því að hollt matarræði hafi skipt miklu máli. Maður átti að borða vel og mikið til að verða stór og sterkur og ekki man ég eftir því að grænmeti né ávextir hafi verið mikilvæg fæða á mínu heimili.“ Hann segir að hvati til að stunda íþróttir hafi ekki verið mikill á hans yngri árum. „Ég fór að bæta á mig í kringum sjö ára aldurinn og sökum þess að ég var þyngri en margir aðrir í mínum árgangi var ég auðvelt skotmark hjá ákveðnum krökkum í skólanum. Ég er lagður í einelti alla mína grunnskólagöngu en á þeim tíma var ekkert gert í þeim málefnum. Þarna kemur gallinn við lítið bæjarfélag. Allir þekkja alla og allir vita allt um þig. Eineltið lýsti sér í því að krakkar kölluðu á eftir manni ókvæðisorð á leið heim úr skóla eða frímínútum og orðin „feita svín” „ógeðið þitt” og fleira í þeim dúr voru daglegur viðburður. Ég var mjög hræddur við að fara í sundtíma eða leikfimi í skólanum þar sem ég vissi að ég yrði laminn með handklæðum í sturtunni eftir tíma.“Líkamlegir kvillar sökum ofþyngdar Mikael segist hafa þróað með sér þunglyndi undir lok grunnskólagöngunnar. „Ég bældi það niður og aldrei sagði ég neinum að mér liði illa. Eineltið hætti þó í menntaskóla eins og hendi væri veifað en þunglyndið var að sjálfsögðu enn til staðar. Ég byrja að drekka í kringum 17 ára aldurinn og djammaði maður nánast hverja einustu helgi til 25 ára aldurs. Árið 2009 flyt ég til Reykjavíkur þar sem ég fer í nám í matreiðslu. Flyt inn með tveimur vinum mínum og næstu árin eru hreint út sagt hræðileg fyrir mig andlega séð. Stunda námið illa og hef ekki vilja til að fara fram úr rúminu á daginn oft á tíðum. Svefnmynstrið var í miklu ólagi og ég var með líkamlega kvilla sökum ofþyngdar auk þess sem ég var að berjast við þunglyndið.“ Áfram hélt hann að drekka mikið og hugsa illa um sjálfan sig. „Ég hafði oft reynt að fara á einhverja svona skyndi megrunarkúra á mínum fullorðinsaldri en ég fann aldrei neitt sem vakti áhuga minn varðandi hreyfingu og gafst alltaf upp. Ætli botninum hafi ekki verið náð árið 2015. Þá er ég að nálgast þrítugsaldurinn hratt og orðinn í kringum 147 kg. Ég var búinn að berjast við þunglyndi í mörg ár sem ég hafði bælt niður í langan tíma. Ég fór að líta yfir mörg ár á undan. Leið þannig að öllum væri í raun sama um mig og kynni ekki að meta mig sem er þó algjör vitleysa sem ég hafði búið til sjálfur. Þetta ár var það erfiðasta andlega og líkamlega hjá mér.“ Á þessum tímapunkti var líkaminn farinn að gefa sig. „Ég viðurkenni það hér líklega í fyrsta skipti að ég var farinn að íhuga að taka eigið líf. Þegar þessar hugsanir fóru að gera vart við sig fyrir alvöru þá sagði ég upphátt að nú tæki við nýtt líf sem ég hef staðið við.“ Skráði sig fyrir tveimur árum Mikael skráði sig í Reebok Fitness 2. janúar 2016 og þá hafði hann ekki stigið inn í líkamsrækt í tíu ár. „Ég var virkilega smeykur við að fara þarna inn. Alltof feitur í vondu andlegu og líkamlegu ástandi og leið eins og fólk væri að glápa á mig og segja með sér „hvað er þessi hlunkur að gera hérna?“ Sem er alls ekki raunin. Tók nefnilega eftir því að fólk sem æfir reglulega kann virkilega að meta það þegar að einstaklingur eins og ég var kemur þarna inn að æfa. Ég ákvað að prufa hóptímana hjá Reebok og skráði mig í Body Pump tíma hjá Magnúsi þjálfara. Body Pump tímar eru í raun lyftingatímar þar sem notast er við stangir og lóð. Man að ég lá í gólfinu eftir 20 mínútur og var með harðsperrur í fimm daga eftir fyrstu æfinguna. En það sem ég tók eftir var þjálfarinn. Ég hef aldrei verið hvattur jafn mikið og loksins sagt að ég sé flottur og sé að standa mig vel. Eftir þetta varð ég háður.“ Hann segir að matarræðið hafi ekki breyst mikið til að byrja með.Mikael hefur misst hátt í sextíu kíló.„Ég hætti í gosinu og namminu að mestu en borðaði bara mat sem mig langaði í. En ég var orðinn fastagestur hjá honum Magnúsi í Reebok og fannst tímarnir frábærir fyrir mig og þá sérstaklega andlega. Ég nefnilega leitaði ekki til sálfræðings eins og margir gera sem eru að berjast við andlega erfiðleika, heldur stundaði ég líkamsrækt. Þegar ég fann að andlega líðanin og árangur fór að sjást líkamlega ákvað ég að prufa fleiri hóptíma. Tíma sem reyndu meira á mig og gáfu mér meiri tilbreytingu og aukna ánægju. Hef ekki efast í eina mínútu um árangurinn sem hóptímarnir skila og mórallinn og skemmtanagildið er það sem virkar fyrir mig. Á 32 ára afmælisdaginn þann 29. janúar skellti ég mér á vogina og las töluna 89kg. Þurfti að reikna hversu mikið ég hafði misst og komst að niðurstöðunni að 58kg. væru farin.“ Hann segist setja sér allskonar markmið í dag. „Ég er farinn að hugsa hluti sem mér hefði aldrei dottið í hug að væru mögulegir í mínu lífi. Hluti eins og að hlaupa maraþon, klífa Hvannadalshnjúk, fara í nám í einkaþjálfun og hef fundið löngun til að hjálpa öðrum sem eru að berjast við það sem ég hef verið að berjast við alla mína ævi. Ég hef ekki sigrað neitt þrátt fyrir frábæran árangur. Það er ævilangt starf að huga að heilsunni og að henni þarf að huga á hverjum einasta degi þótt maður geri mistök og hrasi hér og þar. Segi það og skrifa að hreyfing er mín fíkn í dag í viðbót við matarfíknina sem ég mun alltaf berjast við.“ Mikael segir að sama hversu illa manni líði, sé alltaf hægt að breyta til og ná árangri með heilsun. „Þetta tekur tíma, blóð, svita og tár en það er algjörlega þess virði. Annað ráð er að prófa sem flest sem kemur að hreyfingu. Finnið hvað ykkur finnst skemmtilegt því ef þið reynið að berjast við eitthvað sem ykkur þykir leiðinlegt þá eruð þið að fara að gefast upp á því. Hef rekist á það sjálfur. Get þakkað svo mörgum en helst vil ég þakka fjölskyldunni og vinum sem hafa kvatt mig áfram af krafti. Fólkið sem æfir með mér í Reebok er æðislegt og held að allir þar séu sammála mér í því að þeim líður hvergi betur en að æfa saman í hóptímunum.“
Heilsa Mest lesið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Frægar í fantaformi Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Fleiri fréttir „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Sjá meira