Bíó og sjónvarp

Segir Passion of The Christ 2 eiga eftir að verða stærstu mynd sögunnar

Birgir Olgeirsson skrifar
Jim Caviezel
Jim Caviezel Vísir/Getty
„Þetta verður stærsta mynd sögunnar“ segir leikarinn Jim Caviezel þegar hann tjáði sig við fjölmiðla um framhaldsmynd Passion of The Christ

Árið 2004 sendi Óskarsverðlaunahafinn Mel Gibson frá sér Passion of The Christ sem fjallaði um þegar Jesú Kristur var krossfestur. Myndin sló í gegn um víða veröld og þénaði 600 milljónir dollara í miðasölu kvikmyndahúsa.

Fyrir tveimur árum ræddi Gibson við USA Today um framhald myndarinnar sem hann sagði fjalla um upprisu Jesú þremur dögum eftir að hann lést á krossinum á Golgatahæð.

Í Passion of The Christ lék Caviezel Jesú Krist og sagði við USA Today nýverið að framhaldið sé svo sannarlega í vinnslu og að hann muni endurtaka leik sinn sem son guðs.

Það litla sem hann lét upp um framhaldið var að Mel Gibson hefði náð að sauma saman góða sögu og að hún væri það góð að myndin yrði sú stærsta í sögunni.  


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.