Neðanjarðarskop í Skeifunni Sigríður Jónsdóttir skrifar 20. janúar 2018 12:00 Vala Kristín Eiríksdóttir og Þórunn Arna Kristjánsdóttir í Skúmaskoti Sölku Guðmundsdóttur. Mynd/Grímur Leikhús Skúmaskot Borgarleikhúsið Höfundur: Salka Guðmundsdóttir Leikstjórn: Gréta Kristín Ómarsdóttir Leikarar: Halldór Gylfason, Maríanna Clara Lúthersdóttir, Vala Kristín Eiríksdóttir og Þórunn Arna Kristjánsdóttir Leikmynd og búningar: Eva Signý Berger Lýsing: Julietta Louste Leikgervi: Margrét Benediktsdóttir Tónlist: Axel Ingi Árnason Hljóð: Ólafur Örn Thoroddsen Systurnar Vala og Rúna standa á tímamótum. Völu finnst hún vera orðin of gömul til að þola litlu systur sína og hjónaband foreldra þeirra virðist standa á brauðfótum. Þær slysast inn í lífræna matvöruverslun sem selur einungis baunir, fara að hnakkrífast og með óljóst loforð um partí frá illa skrifuðu auglýsingaskilti lætur Rúna sig hverfa ofan í niðurgrafinn kjallara undir Skeifunni. Skúmaskot er skrifað af Sölku Guðmundsdóttur og er afsprengi tíma hennar sem leikskáld Borgarleikhússins en leikritið var frumsýnt fyrr í janúarmánuði. Orðfæri er Sölku sem annar hamur. Hún leikur sér með íslenskuna, talar aldrei niður til smærri áhorfenda og er oft á tíðum einstaklega hnyttin. Í síðustu verkum sínum hefur hún leitast við að finna nýja og forvitnilega fleti á aðstæðum sem virðast við fyrstu sýn hversdagslegar en geyma iðulega falda heima. Aftur á móti er það viðloðandi við hennar verk líka að þau séu aðeins of löng. Hér hefði mátt stytta sýningartíma um allavega korter. Með hlutverk Rúnu fer Þórunn Arna Kristjánsdóttir sem hefur mikla reynslu af barnasýningum og hún veit hvernig á að halda athygli áhorfenda með hlýlegum leik en þó þróast persónan helst til lítið. Leikárið hefur verið Völu Kristínu gjöfult enda fengið skapleg tækifæri til að dafna sem leikkona. Hún er bæði lipur og einlæg í hlutverki eldri systurinnar en tími hennar á sviðinu mætti vera meiri. Svipaða sögu má segja um Halldór Gylfason sem leikur tvö hlutverk, annars vegar baunabúðareigandann Geir og hinn dularfulla húsvörð sem dvelur í dimmu völundarhúsinu undir Skeifunni. Hann límir leikritið saman með góðum leik en er fastur í hlutverki sem tengir atburði saman frekar en að fá að njóta þess að leika heilar persónur. Maríanna Clara hefur úr miklum hæfileikum að spila og skilar iðulega sínu. Karakterinn Kristveig Kristel spennir út leiksýninguna, enda ágætlega skrifuð, með ofsa og geðshræringu. Í hvert skipti sem hún kemur á svið kippist sýningin við og fær nýjan blæ. Hlutverk af þessari tegund virðast auðveld í hennar höndum en slíkt er ekki á færi hverrar sem er. Nú er kominn tími til að hún fái fjölbreyttari hlutverk. Litla svið Borgarleikhússins er ekki auðveldasta leikhúsrýmið að eiga við enda sitja áhorfendur í eins konar hálfhring um sviðið sem liggur framarlega í salnum en er líka djúpt baka til. Gréta Kristín Ómarsdóttir er ný í sviðslistaheiminum, tiltölulega nýútskrifuð frá Listaháskóla Íslands. Mörgu skilar hún ágætlega til dæmis þegar persónur verksins birtast upp úr ýmsum holum og hornum sviðsins. En ekki er endilega á færi nýliða að stjórna sýningu fyrir börn. Senuskiptingar taka oft of langan tíma, takturinn í sumum senunum er einnig of hægur og sviðið er ekki nægilega vel nýtt. Sömuleiðis hefur Eva Signý Berger verið að byggja upp markverða vinnu á síðastliðnum misserum og prufað sig áfram í mismunandi stílum með ágætis árangri. Í þetta skipti tekst ekki nægilega vel til, enda miðsviðið ekki nægilega vel nýtt. Baksviðið er þó skemmtileg smíð og leynir aldeilis á sér. Skúmaskot hefur margt gott að geyma. Í bestu senum sýningarinnar þá smellur allt saman: texti Sölku, frammistaða leikhópsins og leikstjórnin. Þessar stundir eru þó of sjaldan til að um smell sé að ræða en hressandi er að sjá nýtt íslenskt leikrit fyrir börn á öllum aldri, þá sérstaklega með sterkum ungum konum sem leiða ævintýrið.Niðurstaða: Skondin skopsmíð en göt á heildarmyndinni leynast of víða.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 20. janúar. Leikhús Mest lesið Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Lífið Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Lífið Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Lífið „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Lífið Forsetar mættu á tilfinningaríka stund með Grindvíkingum Lífið Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Jól Dætur Jóns og Friðriks Dórs stálu senunni Lífið Sigga Heimis selur slotið Lífið Tryggðu sér sigurinn í úrslitum Kviss á lokaspurningunni Lífið Fagnaði fjörutíu árum og gaf út textaverk Lífið Fleiri fréttir Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Leikhús Skúmaskot Borgarleikhúsið Höfundur: Salka Guðmundsdóttir Leikstjórn: Gréta Kristín Ómarsdóttir Leikarar: Halldór Gylfason, Maríanna Clara Lúthersdóttir, Vala Kristín Eiríksdóttir og Þórunn Arna Kristjánsdóttir Leikmynd og búningar: Eva Signý Berger Lýsing: Julietta Louste Leikgervi: Margrét Benediktsdóttir Tónlist: Axel Ingi Árnason Hljóð: Ólafur Örn Thoroddsen Systurnar Vala og Rúna standa á tímamótum. Völu finnst hún vera orðin of gömul til að þola litlu systur sína og hjónaband foreldra þeirra virðist standa á brauðfótum. Þær slysast inn í lífræna matvöruverslun sem selur einungis baunir, fara að hnakkrífast og með óljóst loforð um partí frá illa skrifuðu auglýsingaskilti lætur Rúna sig hverfa ofan í niðurgrafinn kjallara undir Skeifunni. Skúmaskot er skrifað af Sölku Guðmundsdóttur og er afsprengi tíma hennar sem leikskáld Borgarleikhússins en leikritið var frumsýnt fyrr í janúarmánuði. Orðfæri er Sölku sem annar hamur. Hún leikur sér með íslenskuna, talar aldrei niður til smærri áhorfenda og er oft á tíðum einstaklega hnyttin. Í síðustu verkum sínum hefur hún leitast við að finna nýja og forvitnilega fleti á aðstæðum sem virðast við fyrstu sýn hversdagslegar en geyma iðulega falda heima. Aftur á móti er það viðloðandi við hennar verk líka að þau séu aðeins of löng. Hér hefði mátt stytta sýningartíma um allavega korter. Með hlutverk Rúnu fer Þórunn Arna Kristjánsdóttir sem hefur mikla reynslu af barnasýningum og hún veit hvernig á að halda athygli áhorfenda með hlýlegum leik en þó þróast persónan helst til lítið. Leikárið hefur verið Völu Kristínu gjöfult enda fengið skapleg tækifæri til að dafna sem leikkona. Hún er bæði lipur og einlæg í hlutverki eldri systurinnar en tími hennar á sviðinu mætti vera meiri. Svipaða sögu má segja um Halldór Gylfason sem leikur tvö hlutverk, annars vegar baunabúðareigandann Geir og hinn dularfulla húsvörð sem dvelur í dimmu völundarhúsinu undir Skeifunni. Hann límir leikritið saman með góðum leik en er fastur í hlutverki sem tengir atburði saman frekar en að fá að njóta þess að leika heilar persónur. Maríanna Clara hefur úr miklum hæfileikum að spila og skilar iðulega sínu. Karakterinn Kristveig Kristel spennir út leiksýninguna, enda ágætlega skrifuð, með ofsa og geðshræringu. Í hvert skipti sem hún kemur á svið kippist sýningin við og fær nýjan blæ. Hlutverk af þessari tegund virðast auðveld í hennar höndum en slíkt er ekki á færi hverrar sem er. Nú er kominn tími til að hún fái fjölbreyttari hlutverk. Litla svið Borgarleikhússins er ekki auðveldasta leikhúsrýmið að eiga við enda sitja áhorfendur í eins konar hálfhring um sviðið sem liggur framarlega í salnum en er líka djúpt baka til. Gréta Kristín Ómarsdóttir er ný í sviðslistaheiminum, tiltölulega nýútskrifuð frá Listaháskóla Íslands. Mörgu skilar hún ágætlega til dæmis þegar persónur verksins birtast upp úr ýmsum holum og hornum sviðsins. En ekki er endilega á færi nýliða að stjórna sýningu fyrir börn. Senuskiptingar taka oft of langan tíma, takturinn í sumum senunum er einnig of hægur og sviðið er ekki nægilega vel nýtt. Sömuleiðis hefur Eva Signý Berger verið að byggja upp markverða vinnu á síðastliðnum misserum og prufað sig áfram í mismunandi stílum með ágætis árangri. Í þetta skipti tekst ekki nægilega vel til, enda miðsviðið ekki nægilega vel nýtt. Baksviðið er þó skemmtileg smíð og leynir aldeilis á sér. Skúmaskot hefur margt gott að geyma. Í bestu senum sýningarinnar þá smellur allt saman: texti Sölku, frammistaða leikhópsins og leikstjórnin. Þessar stundir eru þó of sjaldan til að um smell sé að ræða en hressandi er að sjá nýtt íslenskt leikrit fyrir börn á öllum aldri, þá sérstaklega með sterkum ungum konum sem leiða ævintýrið.Niðurstaða: Skondin skopsmíð en göt á heildarmyndinni leynast of víða.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 20. janúar.
Leikhús Mest lesið Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Lífið Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Lífið Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Lífið „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Lífið Forsetar mættu á tilfinningaríka stund með Grindvíkingum Lífið Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Jól Dætur Jóns og Friðriks Dórs stálu senunni Lífið Sigga Heimis selur slotið Lífið Tryggðu sér sigurinn í úrslitum Kviss á lokaspurningunni Lífið Fagnaði fjörutíu árum og gaf út textaverk Lífið Fleiri fréttir Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira