Merkilegt samfélag samsyndara í sundlaugum landsins Ásta Hrafnhildur Garðarsdóttir skrifar 20. janúar 2018 07:00 Sundlaugamenning Íslendinga er merkilegt fyrirbæri hér gegna laugarnar sambærilegu hlutverki og pöbbarnir í Bretlandi í senn samkomustaður og fréttaveita. vísir/stefán Sundlaugaheimsóknir eru fasti í lífi fjölmargra Íslendinga sem ýmist hefja daginn eða ljúka vinnudeginum á góðri sundferð og samræðustund í heita pottinum. Blaðamaður og ljósmyndari kíktu í nokkrar sundlaugar á höfuðborgarsvæðinu og röbbuðu við pottverja um lífið í laugunum. Þær voru skrafhreifnar frúrnar í pottinum og veittu morgunsöng þrastanna harða samkeppni. Janúarkuldinn hvarf í gufustrókinn sem reis rólega frá heita pottinum og tilvera sundfélaganna sló venjubundinn takt. „Við komum hingað á hverjum morgni, já, alla daga, erum tólf manna hópur.“Þeir halda hópinn og mæta á hverjum degi í Sundlaug Kópavogs. Hér eru öll heimsins vandamál rædd og leyst. Félagarnir eru tólf talsins og fara tvisvar á ári saman út að borða og svo er skálað í snafs um áramót og á Þorlák. Í þennan hóp veljast bara eðalmenni að þeirra sögn.Þeir töluðu hver upp í annan karlarnir sem komu sér þægilega fyrir í pottinum og fljótlega var athyglin farin frá blaðamanni og ljósmyndara að mikilvægari málum – umræðuefni dagsins. Fastagestir lauganna þekkja vel þær óskráðu reglur sem iðkuninni fylgja. Þeir sem álpast í rangan skáp eru litnir hornauga, ekki það að skápar séu sérmerktir en það gilda sterkar hefðir í þessum efnum.Markús Örn naut þess að hvíla sig í sólinni. „Frúin er að synda, við erum reglulegir gestir hér en förum líka út á Nes og berum laugarnar saman. Saltvatnið í Neslauginni er þægilegt og auðvelt að synda þar en eimbaðið hér í Vesturbæjarlauginni er einstakt.“Það sama á við um tímasetningar sundferðanna, blaðamaður sem er sundfíkill og á það til að fara á milli lauga hefur jafnvel fengið að heyra: „Sæl, ert þú vön að koma á þessum tíma?“ þegar hún mætir í ranga laug á vitlausum tíma. „Hér eru mikilvægustu menn Kópavogs, hérna eru málin leyst.“ Þeir voru spraðaralegir herramennirnir að lokinni sundferðinni, komnir á seinni bollann og skeggræddu tillögu hópsins um að veita Ólafi Hauki Símonarsyni, félaga þeirra, riddarakross. „Það er ómögulegt að enginn okkar sé með orðu, það verður að bæta úr því.“ „Þetta er geggjað,“ sögðu bresku hjónin John og Samantha, en þau voru í stuttu stoppu á Íslandi og fóru í sund alla dagana. „Við erum algjörlega kolfallin fyrir þessu.“Þegar blaðamaður og ljósmyndari kvöddu var ekki komið fararsnið á félagana, þeir sátu sem fastast uppteknir við að njóta samverunnar og félagsskaparins. Kærleikurinn á sér ýmsar birtingarmyndir.Eiríkur Ingi lét ærsi skólakrakkanna ekki trufla sig og naut þess að slaka á eftir sundsprett dagsins. Sundlaugar Mest lesið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Menning „Það er smá búið að ljúga að okkur sem er reyndar ekki í fyrsta skipti“ Lífið Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Lífið Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Lífið Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Tónlist Fleiri fréttir Safaríkur kjúlingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Sjá meira
Sundlaugaheimsóknir eru fasti í lífi fjölmargra Íslendinga sem ýmist hefja daginn eða ljúka vinnudeginum á góðri sundferð og samræðustund í heita pottinum. Blaðamaður og ljósmyndari kíktu í nokkrar sundlaugar á höfuðborgarsvæðinu og röbbuðu við pottverja um lífið í laugunum. Þær voru skrafhreifnar frúrnar í pottinum og veittu morgunsöng þrastanna harða samkeppni. Janúarkuldinn hvarf í gufustrókinn sem reis rólega frá heita pottinum og tilvera sundfélaganna sló venjubundinn takt. „Við komum hingað á hverjum morgni, já, alla daga, erum tólf manna hópur.“Þeir halda hópinn og mæta á hverjum degi í Sundlaug Kópavogs. Hér eru öll heimsins vandamál rædd og leyst. Félagarnir eru tólf talsins og fara tvisvar á ári saman út að borða og svo er skálað í snafs um áramót og á Þorlák. Í þennan hóp veljast bara eðalmenni að þeirra sögn.Þeir töluðu hver upp í annan karlarnir sem komu sér þægilega fyrir í pottinum og fljótlega var athyglin farin frá blaðamanni og ljósmyndara að mikilvægari málum – umræðuefni dagsins. Fastagestir lauganna þekkja vel þær óskráðu reglur sem iðkuninni fylgja. Þeir sem álpast í rangan skáp eru litnir hornauga, ekki það að skápar séu sérmerktir en það gilda sterkar hefðir í þessum efnum.Markús Örn naut þess að hvíla sig í sólinni. „Frúin er að synda, við erum reglulegir gestir hér en förum líka út á Nes og berum laugarnar saman. Saltvatnið í Neslauginni er þægilegt og auðvelt að synda þar en eimbaðið hér í Vesturbæjarlauginni er einstakt.“Það sama á við um tímasetningar sundferðanna, blaðamaður sem er sundfíkill og á það til að fara á milli lauga hefur jafnvel fengið að heyra: „Sæl, ert þú vön að koma á þessum tíma?“ þegar hún mætir í ranga laug á vitlausum tíma. „Hér eru mikilvægustu menn Kópavogs, hérna eru málin leyst.“ Þeir voru spraðaralegir herramennirnir að lokinni sundferðinni, komnir á seinni bollann og skeggræddu tillögu hópsins um að veita Ólafi Hauki Símonarsyni, félaga þeirra, riddarakross. „Það er ómögulegt að enginn okkar sé með orðu, það verður að bæta úr því.“ „Þetta er geggjað,“ sögðu bresku hjónin John og Samantha, en þau voru í stuttu stoppu á Íslandi og fóru í sund alla dagana. „Við erum algjörlega kolfallin fyrir þessu.“Þegar blaðamaður og ljósmyndari kvöddu var ekki komið fararsnið á félagana, þeir sátu sem fastast uppteknir við að njóta samverunnar og félagsskaparins. Kærleikurinn á sér ýmsar birtingarmyndir.Eiríkur Ingi lét ærsi skólakrakkanna ekki trufla sig og naut þess að slaka á eftir sundsprett dagsins.
Sundlaugar Mest lesið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Menning „Það er smá búið að ljúga að okkur sem er reyndar ekki í fyrsta skipti“ Lífið Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Lífið Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Lífið Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Tónlist Fleiri fréttir Safaríkur kjúlingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Sjá meira