Al-Sisi býður sig fram til endurkjörs í Egyptalandi Ingvar Þór Björnsson skrifar 20. janúar 2018 12:26 Sisi, fyrrverandi marskálkur og yfirmaður egypska hersins, er talinn mjög sigurstranglegur. Vísir/AFP Forseti Egyptalands, Abdel Fattah al-Sisi, sagði í yfirlýsingu í gærkvöldi að hann hyggst bjóða sig fram til að gegna sínu öðru kjörtímabili sem forseti landsins. Forsetakosningar fara fram 26. – 28. mars en kosið verður aftur 24-26. apríl ef enginn frambjóðandi fær yfir helming atkvæða í fyrstu kosningu. Framboðsfrestur rennur út í lok næstu viku.Efnahagslegur og stjórnmálalegur stöðugleiki helstu markmið al-SisiSisi, fyrrverandi marskálkur og yfirmaður egypska hersins, er talinn sigurstranglegur. Ríkisstjórn hans hefur lagt áherslu á að koma á stöðugleika í landinu en gagnrýnendur hans segja að vinsældir hans hafi beðið hnekki eftir hagræðingar og niðurskurði. Andstæðingar hans hafa einnig bent á ófremdarástand hvað varðar þjóðaröryggismál og mannréttindabrot sem hann hefur framið í starfi. Þá hefur það einnig verið harðlega gagnrýnt að forsetinn skyldi gefa Saudi-Arabíu tvær eyjur í Rauðahafi. Stuðningsmenn hans segja þó að hann hafi lyft grettistaki á efnahag landsins og unnið að því að vinna bug á fátækt. Mikil fátækt er í Egyptalandi en fjórðungur þjóðarinnar lifir undir fátæktarmörkum. Mannréttindahópar hafa ítrekað sakað forsetann um mannréttindabrot, að fangelsa andstæðinga sína og fjölmiðlamenn.Átökin á Sínaí-skaga í brennidepliÞjóðaröryggismál eru í brennidepli fyrir komandi kosningar en átök hafa geisað á Sínaí-skaga á undanförnum árum. Hafa hermenn þar kljáðst við hryðjuverkamenn, meðal annars skæruliða hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki. Nokkrar fjöldaaftökur hafa átt sér stað í Egyptalandi vegna átaka á skaganum. Fimmtán menn voru teknir af lífi í desember eftir að hafa verið sakfelldir fyrir árás á hermann á Sínaí-skaga árið 2013 og fjórir menn voru teknir af lífi í þessum mánuði en þeir voru sakaðir um að hafa skipulagt sprengjuárás.Sami Anan, fyrrverandi herstjóri Egyptalands, tilkynnti forsetaframboð í dag.Vísir/AFP„Að byggja upp ríki tekur 16 til 20 ár, ég er að reyna að klára það á átta árum“Forsetinn stiklaði á stóru um afrek sín í embætti í yfirlýsingu sinni í gær. Lagði hann áherslu á fjárhagslegan viðsnúning eftir fjölmörg ár af pólitískum og efnahagslegum óstöðugleika. „Að byggja upp ríki tekur sextán til tuttugu ár, ég er að reyna að klára það á átta árum,“ sagði forsetinn. al-Sisi er fyrrverandi stjórnandi egypska hersins og fór fyrir valdaráni þegar Morsi var steypt af stóli. Morsi var fyrsti lýðræðislega kjörni forseti Egyptalands. Sisi varð forseti í kjölfarið árið 2014 þegar hann vann kosningarnar með 96,91 prósent atkvæða. Kosningaþátttaka var hins vegar ekki nema 47% en 54 milljónir voru á kjörskrá. „Ég heiti því að komandi forsetakosningar verða frjálsar og gagnsæi haft að leiðarljósi. Allir frambjóðendur munu koma jafnir að borðinu,“ sagði Sisi.Sami Anan og Khaled Ali bjóða sig framFyrr í mánuðinum tilkynnti Ahmed Shafik, fyrrverandi forsætisráðherra landsins, að hann muni ekki bjóða sig fram í forsetakosningunum. Shafik hafði legið undir feldi en hann hafði ítrekað verið orðaðu við embættið. Ahmed Shafik bauð sig fram til forseta í Egyptalandi árið 2012 en tapaði þeim kosningum naumlega fyrir Mohamed Morsi. Morsi gaf í kjölfarið út handtökuskipun á hendur Shafik. Í dag tilkynnti Sami Anan, fyrrverandi herstjóri landsins, að hann hyggst bjóða sig fram og þá hefur mannréttindalögfræðingurinn Khaled Ali einnig gefið kost á sér. Egyptaland Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Ahmed Shafik hyggst ekki bjóða sig fram til forseta Ahmed Shafik, fyrrverandi forsætisráðherra Egyptalands, hyggst ekki bjóða sig fram til forseta í komandi forsetakosningum. 7. janúar 2018 15:36 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Sjá meira
Forseti Egyptalands, Abdel Fattah al-Sisi, sagði í yfirlýsingu í gærkvöldi að hann hyggst bjóða sig fram til að gegna sínu öðru kjörtímabili sem forseti landsins. Forsetakosningar fara fram 26. – 28. mars en kosið verður aftur 24-26. apríl ef enginn frambjóðandi fær yfir helming atkvæða í fyrstu kosningu. Framboðsfrestur rennur út í lok næstu viku.Efnahagslegur og stjórnmálalegur stöðugleiki helstu markmið al-SisiSisi, fyrrverandi marskálkur og yfirmaður egypska hersins, er talinn sigurstranglegur. Ríkisstjórn hans hefur lagt áherslu á að koma á stöðugleika í landinu en gagnrýnendur hans segja að vinsældir hans hafi beðið hnekki eftir hagræðingar og niðurskurði. Andstæðingar hans hafa einnig bent á ófremdarástand hvað varðar þjóðaröryggismál og mannréttindabrot sem hann hefur framið í starfi. Þá hefur það einnig verið harðlega gagnrýnt að forsetinn skyldi gefa Saudi-Arabíu tvær eyjur í Rauðahafi. Stuðningsmenn hans segja þó að hann hafi lyft grettistaki á efnahag landsins og unnið að því að vinna bug á fátækt. Mikil fátækt er í Egyptalandi en fjórðungur þjóðarinnar lifir undir fátæktarmörkum. Mannréttindahópar hafa ítrekað sakað forsetann um mannréttindabrot, að fangelsa andstæðinga sína og fjölmiðlamenn.Átökin á Sínaí-skaga í brennidepliÞjóðaröryggismál eru í brennidepli fyrir komandi kosningar en átök hafa geisað á Sínaí-skaga á undanförnum árum. Hafa hermenn þar kljáðst við hryðjuverkamenn, meðal annars skæruliða hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki. Nokkrar fjöldaaftökur hafa átt sér stað í Egyptalandi vegna átaka á skaganum. Fimmtán menn voru teknir af lífi í desember eftir að hafa verið sakfelldir fyrir árás á hermann á Sínaí-skaga árið 2013 og fjórir menn voru teknir af lífi í þessum mánuði en þeir voru sakaðir um að hafa skipulagt sprengjuárás.Sami Anan, fyrrverandi herstjóri Egyptalands, tilkynnti forsetaframboð í dag.Vísir/AFP„Að byggja upp ríki tekur 16 til 20 ár, ég er að reyna að klára það á átta árum“Forsetinn stiklaði á stóru um afrek sín í embætti í yfirlýsingu sinni í gær. Lagði hann áherslu á fjárhagslegan viðsnúning eftir fjölmörg ár af pólitískum og efnahagslegum óstöðugleika. „Að byggja upp ríki tekur sextán til tuttugu ár, ég er að reyna að klára það á átta árum,“ sagði forsetinn. al-Sisi er fyrrverandi stjórnandi egypska hersins og fór fyrir valdaráni þegar Morsi var steypt af stóli. Morsi var fyrsti lýðræðislega kjörni forseti Egyptalands. Sisi varð forseti í kjölfarið árið 2014 þegar hann vann kosningarnar með 96,91 prósent atkvæða. Kosningaþátttaka var hins vegar ekki nema 47% en 54 milljónir voru á kjörskrá. „Ég heiti því að komandi forsetakosningar verða frjálsar og gagnsæi haft að leiðarljósi. Allir frambjóðendur munu koma jafnir að borðinu,“ sagði Sisi.Sami Anan og Khaled Ali bjóða sig framFyrr í mánuðinum tilkynnti Ahmed Shafik, fyrrverandi forsætisráðherra landsins, að hann muni ekki bjóða sig fram í forsetakosningunum. Shafik hafði legið undir feldi en hann hafði ítrekað verið orðaðu við embættið. Ahmed Shafik bauð sig fram til forseta í Egyptalandi árið 2012 en tapaði þeim kosningum naumlega fyrir Mohamed Morsi. Morsi gaf í kjölfarið út handtökuskipun á hendur Shafik. Í dag tilkynnti Sami Anan, fyrrverandi herstjóri landsins, að hann hyggst bjóða sig fram og þá hefur mannréttindalögfræðingurinn Khaled Ali einnig gefið kost á sér.
Egyptaland Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Ahmed Shafik hyggst ekki bjóða sig fram til forseta Ahmed Shafik, fyrrverandi forsætisráðherra Egyptalands, hyggst ekki bjóða sig fram til forseta í komandi forsetakosningum. 7. janúar 2018 15:36 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Sjá meira
Ahmed Shafik hyggst ekki bjóða sig fram til forseta Ahmed Shafik, fyrrverandi forsætisráðherra Egyptalands, hyggst ekki bjóða sig fram til forseta í komandi forsetakosningum. 7. janúar 2018 15:36