Mikið sótt í urriðaveiðina á Þingvöllum Karl Lúðvíksson skrifar 23. janúar 2018 11:08 Mynd frá 2017 þegar fjórir urriðar voru þreyttir á sama tíma og sleppt á sama tíma að lokinni baráttu. Mynd: Fish Partner Veiðisumarið 2018 hefst eftir rétt rúma tvo mánuði og sem fyrr byrjar tímabilið yfirleitt á því að veiðimenn kasta flugu fyrir sjóbirting og urriða. Veiðisvæðin við Kirkjubæjarklaustur og nágrenni er mjög vinsæl á hverju ári hjá þeim sem ætla sér í sjóbirting en eins má nefna önnur svæði sem njóta mikilla vinsælda og eru oft gjöful en þar eru til dæmis Laxá í Kjós, Litlaá í Keldum og Húseyjarkvísl svo nokkur séu nefnd. Vinsældir veiðisvæða þar sem veiðimenn eiga möguleika á stórurriða hafa að sama skapi aukist mikið og er svo komið að það er að verða uppselt á vinsælustu svæðunum. Við könnuðum aðeins málið hjá Fish Partner en þeir eru með nokkur vinsælustu svæðin í Þingvallavatni á sínum snærum og það er óhætt að segja að þessi veiði séu eftirsótt en þar er allt að verða uppselt svo þeir sem hafa hug á að komast í stórurriðann þurfa að fara bóka daga. Við Þingvallavatn eru Fish Partners með Villingavatnsárós, Svörtukletta, Villingavatn og Kárastaði á sínum snærum. Ion svæðið sem er án efa vinsælasta svæðið er á vegum Iceland Outfitters og það er sama sagan þar, eftirspurn er mikil og fáir dagar eftir. Mest lesið Hnúðlax farin að veiðast víða Veiði Íslenska Fluguveiðisýningin úthlutar styrkjum Veiði Federal skotin loksins fáanleg aftur á Íslandi Veiði Fyrsti laxinn kominn á land úr Langá Veiði Umgengnin slæm við marga veiðistaði við Elliðavatn Veiði Grálúsugir laxar í lok október Veiði Veiðin byrjar í Varmá 1. apríl Veiði SVFR leitar að mönnum til nefndarstarfa Veiði Síðasta skemmtikvöld SVFR Veiði Verðlækkun í Rússnesku ánum Veiði
Veiðisumarið 2018 hefst eftir rétt rúma tvo mánuði og sem fyrr byrjar tímabilið yfirleitt á því að veiðimenn kasta flugu fyrir sjóbirting og urriða. Veiðisvæðin við Kirkjubæjarklaustur og nágrenni er mjög vinsæl á hverju ári hjá þeim sem ætla sér í sjóbirting en eins má nefna önnur svæði sem njóta mikilla vinsælda og eru oft gjöful en þar eru til dæmis Laxá í Kjós, Litlaá í Keldum og Húseyjarkvísl svo nokkur séu nefnd. Vinsældir veiðisvæða þar sem veiðimenn eiga möguleika á stórurriða hafa að sama skapi aukist mikið og er svo komið að það er að verða uppselt á vinsælustu svæðunum. Við könnuðum aðeins málið hjá Fish Partner en þeir eru með nokkur vinsælustu svæðin í Þingvallavatni á sínum snærum og það er óhætt að segja að þessi veiði séu eftirsótt en þar er allt að verða uppselt svo þeir sem hafa hug á að komast í stórurriðann þurfa að fara bóka daga. Við Þingvallavatn eru Fish Partners með Villingavatnsárós, Svörtukletta, Villingavatn og Kárastaði á sínum snærum. Ion svæðið sem er án efa vinsælasta svæðið er á vegum Iceland Outfitters og það er sama sagan þar, eftirspurn er mikil og fáir dagar eftir.
Mest lesið Hnúðlax farin að veiðast víða Veiði Íslenska Fluguveiðisýningin úthlutar styrkjum Veiði Federal skotin loksins fáanleg aftur á Íslandi Veiði Fyrsti laxinn kominn á land úr Langá Veiði Umgengnin slæm við marga veiðistaði við Elliðavatn Veiði Grálúsugir laxar í lok október Veiði Veiðin byrjar í Varmá 1. apríl Veiði SVFR leitar að mönnum til nefndarstarfa Veiði Síðasta skemmtikvöld SVFR Veiði Verðlækkun í Rússnesku ánum Veiði