Framkvæmdin Magnús Guðmundsson skrifar 24. janúar 2018 07:00 Það er greinilegt að ekki sér fyrir endann á Landsréttarmáli Sigríðar Á. Andersen sem Hæstiréttur úrskurðaði að hefði brotið lög við skipan réttarins. Að brjóta lög við skipan hins nýja Landsréttar þykir sumum ekki vera tiltökumál en öðrum tilefni afsagnar ráðherrans sem hefur þó lýst því yfir að hún sé ekki að íhuga stöðu sína vegna málsins sem er reyndar enn til umfjöllunar hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Sitt sýnist hverjum í þessu máli en það er helst að sjá á viðbrögðum stjórnarliða, ekki síst Sjálfstæðismanna, sem tjá sig um málið að það geti ekki verið nein ríkisstjórn án Sigríðar Á. Andersen í sæti dómsmálaráðherra. Að án hennar í þessu mikilvæga embætti muni þriðja stjórnin í röð springa á limminu og það yrði þá fjórða ríkisstjórnin sem Sjálfstæðisflokkurinn á aðild að frá hruni sem héldi ekki út kjörtímabilið. Sigríður er reyndar þeirrar skoðunar að hún hafi þegar axlað pólitíska ábyrgð á málinu þar sem gjörningurinn er arfleið frá síðustu ríkisstjórn og síðan þá hafi verið gengið til kosninga. Í því samhengi er rétt að benda á að það var ekki Landsréttarmálið sem felldi síðustu ríkisstjórn heldur óþol Bjartrar framtíðar fyrir leyndarhyggju í málum er sneru að uppreist æru barnaníðings. Dómur Hæstaréttar í Landsréttarmálinu féll eftir síðustu kosningar sem þýðir að úrlausn málsins og siðferðisleg ábyrgð er á herðum ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. Katrín hefur reyndar minnt á það réttilega að hún hafi ekki lagt það í vana sinn að kalla eftir afsögnum ráðherra, heldur horfa frekar til þess hvernig megi láta kerfið virka. Það kom reyndar ekki fram í máli Katrínar hvort kerfið virki mögulega best þegar það er einfaldlega unnið eftir því, óháð því hvort viðkomandi ráðherra er sammála eða ósammála niðurstöðunni. Að skoða mikilvægi þess að ráðherrar fari að lögum og verklagsreglum gæti reyndar verið ágætis verkefni fyrir starfshópinn sem Katrín hefur skipað um eflingu trausts á stjórnmálum og stjórnsýslu. Umrædd nefnd er reyndar fagnaðarefni og það verður meira en forvitnilegt að sjá niðurstöður þeirrar vinnu sem þar er í farvatninu. Komist nefndin að þeirri niðurstöðu að brjóti ráðherra lög, líka þau sem viðkomandi er ósammála, sé afsögn eina niðurstaðan, þá er ekki nokkur hætta á að slíkt muni vera afturkræft. Íslensk stjórnmál virka ekki þannig, svona talandi um virkni, því þar virðast breytingarnar alltaf tilheyra framtíðinni og eiga að koma utan frá. Frá öðrum eða hinum eða þegar tökum hefur verið náð á verkefninu og þannig mætti áfram telja. Hvað sem líður afsögn eða ekki afsögn Sigríðar Á. Andersen er ljóst að breytingarnar sem íslensk stjórnmál og stjórnsýsla þurfa á að halda geta ekki einvörðungu komið utan frá. Breytingarnar þurfa að felast í breyttu viðhorfi valdhafa gagnvart lögum og starfsreglum því eins og Thomas Jefferson benti á fyrir um tveimur öldum þá er framkvæmd laga mikilvægari en setning þeirra.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu 24. janúar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Magnús Guðmundsson Mest lesið Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun
Það er greinilegt að ekki sér fyrir endann á Landsréttarmáli Sigríðar Á. Andersen sem Hæstiréttur úrskurðaði að hefði brotið lög við skipan réttarins. Að brjóta lög við skipan hins nýja Landsréttar þykir sumum ekki vera tiltökumál en öðrum tilefni afsagnar ráðherrans sem hefur þó lýst því yfir að hún sé ekki að íhuga stöðu sína vegna málsins sem er reyndar enn til umfjöllunar hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Sitt sýnist hverjum í þessu máli en það er helst að sjá á viðbrögðum stjórnarliða, ekki síst Sjálfstæðismanna, sem tjá sig um málið að það geti ekki verið nein ríkisstjórn án Sigríðar Á. Andersen í sæti dómsmálaráðherra. Að án hennar í þessu mikilvæga embætti muni þriðja stjórnin í röð springa á limminu og það yrði þá fjórða ríkisstjórnin sem Sjálfstæðisflokkurinn á aðild að frá hruni sem héldi ekki út kjörtímabilið. Sigríður er reyndar þeirrar skoðunar að hún hafi þegar axlað pólitíska ábyrgð á málinu þar sem gjörningurinn er arfleið frá síðustu ríkisstjórn og síðan þá hafi verið gengið til kosninga. Í því samhengi er rétt að benda á að það var ekki Landsréttarmálið sem felldi síðustu ríkisstjórn heldur óþol Bjartrar framtíðar fyrir leyndarhyggju í málum er sneru að uppreist æru barnaníðings. Dómur Hæstaréttar í Landsréttarmálinu féll eftir síðustu kosningar sem þýðir að úrlausn málsins og siðferðisleg ábyrgð er á herðum ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. Katrín hefur reyndar minnt á það réttilega að hún hafi ekki lagt það í vana sinn að kalla eftir afsögnum ráðherra, heldur horfa frekar til þess hvernig megi láta kerfið virka. Það kom reyndar ekki fram í máli Katrínar hvort kerfið virki mögulega best þegar það er einfaldlega unnið eftir því, óháð því hvort viðkomandi ráðherra er sammála eða ósammála niðurstöðunni. Að skoða mikilvægi þess að ráðherrar fari að lögum og verklagsreglum gæti reyndar verið ágætis verkefni fyrir starfshópinn sem Katrín hefur skipað um eflingu trausts á stjórnmálum og stjórnsýslu. Umrædd nefnd er reyndar fagnaðarefni og það verður meira en forvitnilegt að sjá niðurstöður þeirrar vinnu sem þar er í farvatninu. Komist nefndin að þeirri niðurstöðu að brjóti ráðherra lög, líka þau sem viðkomandi er ósammála, sé afsögn eina niðurstaðan, þá er ekki nokkur hætta á að slíkt muni vera afturkræft. Íslensk stjórnmál virka ekki þannig, svona talandi um virkni, því þar virðast breytingarnar alltaf tilheyra framtíðinni og eiga að koma utan frá. Frá öðrum eða hinum eða þegar tökum hefur verið náð á verkefninu og þannig mætti áfram telja. Hvað sem líður afsögn eða ekki afsögn Sigríðar Á. Andersen er ljóst að breytingarnar sem íslensk stjórnmál og stjórnsýsla þurfa á að halda geta ekki einvörðungu komið utan frá. Breytingarnar þurfa að felast í breyttu viðhorfi valdhafa gagnvart lögum og starfsreglum því eins og Thomas Jefferson benti á fyrir um tveimur öldum þá er framkvæmd laga mikilvægari en setning þeirra.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu 24. janúar.