Fín frammistaða á La Manga þrátt fyrir tap Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. janúar 2018 06:00 Fanndís Friðriksdóttir skoraði sitt 14. landsliðsmark í leiknum gegn Noregi í gær. vísir/eyþór „Fyrstu viðbrögð eru bara jákvæð. Þetta var erfiður leikur gegn erfiðum mótherja. Hugarfarið var gott og við spiluðum á köflum vel. Það var gott að geta gefið leikmönnum tækifæri. Þetta var langt frá því að vera fullkomið en ég er mjög ánægður með frammistöðuna,“ sagði Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, eftir 2-1 tap fyrir Noregi í vináttulandsleik á La Manga. Þetta var fyrsti leikur íslenska kvennalandsliðsins í janúar frá upphafi. Ísland fékk draumabyrjun því strax á 3. mínútu kom Fanndís Friðriksdóttir íslenska liðinu yfir með skoti úr vítateignum eftir sendingu frá Söndru Maríu Jessen. Þetta var 14. landsliðsmark Fanndísar í hennar 90. landsleik. Hún fékk gott tækifæri til að skora annað í fyrri hálfleik en Cecilie Fiskerstrand, markvörður Noregs, varði frá henni. Norðmenn sóttu meira í leiknum en íslenska vörnin hélt lengst af ágætlega og Sandra Sigurðardóttir átti góðan leik í markinu. Hún kom þó engum vörnum við þegar Synne Sofie Jensen jafnaði metin þremur mínútum fyrir hálfleik eftir laglega norska sókn. Jensen var svo aftur á ferðinni eftir rúmlega klukkutíma leik þegar hún skoraði sigurmark Noregs eftir mistök nýliðans Önnu Rakelar Pétursdóttur í vörn Íslendinga. „Það er 23. janúar, leikmenn voru þreyttir og erfitt að framkvæma tæknilega hluti. Ákvarðanatökur og annað slíkt hefðu mátt vera betri,“ sagði Freyr aðspurður hvað íslenska liðið hefði getað gert betur í leiknum í gær. „Það er aukaatriði í stóru myndinni. Ég var búinn að tala um það við þær að þetta væri tíminn til að láta reyna á sig, gera mistök og þroskast.“ Fimm nýliðar komu við sögu í íslenska liðinu í gær. Áðurnefnd Anna Rakel var í byrjunarliðinu og þær Selma Sól Magnúsdóttir, Guðný Árnadóttir, Hlín Eiríksdóttir og Andrea Mist Pálsdóttir komu inn á sem varamenn. Anna Rakel, sem var í lykilhlutverki hjá Íslandsmeistaraliði Þórs/KA á síðasta tímabili, lék allan leikinn sem vinstri kantbakvörður. Henni er ætlað að veita Hallberu Gísladóttur samkeppni um þá stöðu. „Anna Rakel gerði mistök í öðru markinu en það er eitthvað sem hún fær að komast upp með núna og lærir af því,“ sagði Freyr. „Hallbera hefur verið ein um þessa stöðu í lengri tíma. Anna Rakel er mjög efnileg og vonandi nær hún að taka skref fram á við og setja pressu á Hallberu. Að sama skapi ýtir þetta vonandi við Hallberu að halda áfram að vera í fremstu röð, sem ég efast ekki um að hún geri.“ Freyr stendur frammi fyrir því erfiða verkefni að fylla skarðið sem Dagný Brynjarsdóttir skildi eftir sig. Dagný er barnshafandi og tekur ekki frekari þátt í undankeppni HM 2019. Í leiknum gegn Noregi spilaði Rakel Hönnudóttir í stöðu Dagnýjar og komst vel frá sínu. „Mér fannst hún leysa það mjög vel. Rakel hljóp mikið, staðsetti sig vel og tók bardagann í loftinu þar sem við munum eðlilega sakna Dagnýjar. Rakel er einn af kostunum sem koma til greina og hún tók 90 mínútur í þessu hlutverki í dag [í gær] og gerði það mjög vel,“ sagði Freyr. Með því að færa Rakel inn á miðjuna leysir hann eitt vandamál en fær annað upp í hendurnar. „Rakel var búin að ná góðum tökum á stöðu hægri kantbakvarðar. Maður er að fórna annarri stöðu. Svava [Rós Guðmundsdóttir] og Selma fengu að spreyta sig þar og skiluðu fínu dagsverki.“ Næsta verkefni íslenska kvennalandsliðsins er hið árlega mót á Algarve á Portúgal. Það stendur yfir frá 28. febrúar til 7. mars. Þar verður Ísland í riðli með Danmörku, Japan og Evrópumeisturum Hollands. HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik - Fortuna | Blikar sparka Evrópubikarnum af stað Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Sjá meira
„Fyrstu viðbrögð eru bara jákvæð. Þetta var erfiður leikur gegn erfiðum mótherja. Hugarfarið var gott og við spiluðum á köflum vel. Það var gott að geta gefið leikmönnum tækifæri. Þetta var langt frá því að vera fullkomið en ég er mjög ánægður með frammistöðuna,“ sagði Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, eftir 2-1 tap fyrir Noregi í vináttulandsleik á La Manga. Þetta var fyrsti leikur íslenska kvennalandsliðsins í janúar frá upphafi. Ísland fékk draumabyrjun því strax á 3. mínútu kom Fanndís Friðriksdóttir íslenska liðinu yfir með skoti úr vítateignum eftir sendingu frá Söndru Maríu Jessen. Þetta var 14. landsliðsmark Fanndísar í hennar 90. landsleik. Hún fékk gott tækifæri til að skora annað í fyrri hálfleik en Cecilie Fiskerstrand, markvörður Noregs, varði frá henni. Norðmenn sóttu meira í leiknum en íslenska vörnin hélt lengst af ágætlega og Sandra Sigurðardóttir átti góðan leik í markinu. Hún kom þó engum vörnum við þegar Synne Sofie Jensen jafnaði metin þremur mínútum fyrir hálfleik eftir laglega norska sókn. Jensen var svo aftur á ferðinni eftir rúmlega klukkutíma leik þegar hún skoraði sigurmark Noregs eftir mistök nýliðans Önnu Rakelar Pétursdóttur í vörn Íslendinga. „Það er 23. janúar, leikmenn voru þreyttir og erfitt að framkvæma tæknilega hluti. Ákvarðanatökur og annað slíkt hefðu mátt vera betri,“ sagði Freyr aðspurður hvað íslenska liðið hefði getað gert betur í leiknum í gær. „Það er aukaatriði í stóru myndinni. Ég var búinn að tala um það við þær að þetta væri tíminn til að láta reyna á sig, gera mistök og þroskast.“ Fimm nýliðar komu við sögu í íslenska liðinu í gær. Áðurnefnd Anna Rakel var í byrjunarliðinu og þær Selma Sól Magnúsdóttir, Guðný Árnadóttir, Hlín Eiríksdóttir og Andrea Mist Pálsdóttir komu inn á sem varamenn. Anna Rakel, sem var í lykilhlutverki hjá Íslandsmeistaraliði Þórs/KA á síðasta tímabili, lék allan leikinn sem vinstri kantbakvörður. Henni er ætlað að veita Hallberu Gísladóttur samkeppni um þá stöðu. „Anna Rakel gerði mistök í öðru markinu en það er eitthvað sem hún fær að komast upp með núna og lærir af því,“ sagði Freyr. „Hallbera hefur verið ein um þessa stöðu í lengri tíma. Anna Rakel er mjög efnileg og vonandi nær hún að taka skref fram á við og setja pressu á Hallberu. Að sama skapi ýtir þetta vonandi við Hallberu að halda áfram að vera í fremstu röð, sem ég efast ekki um að hún geri.“ Freyr stendur frammi fyrir því erfiða verkefni að fylla skarðið sem Dagný Brynjarsdóttir skildi eftir sig. Dagný er barnshafandi og tekur ekki frekari þátt í undankeppni HM 2019. Í leiknum gegn Noregi spilaði Rakel Hönnudóttir í stöðu Dagnýjar og komst vel frá sínu. „Mér fannst hún leysa það mjög vel. Rakel hljóp mikið, staðsetti sig vel og tók bardagann í loftinu þar sem við munum eðlilega sakna Dagnýjar. Rakel er einn af kostunum sem koma til greina og hún tók 90 mínútur í þessu hlutverki í dag [í gær] og gerði það mjög vel,“ sagði Freyr. Með því að færa Rakel inn á miðjuna leysir hann eitt vandamál en fær annað upp í hendurnar. „Rakel var búin að ná góðum tökum á stöðu hægri kantbakvarðar. Maður er að fórna annarri stöðu. Svava [Rós Guðmundsdóttir] og Selma fengu að spreyta sig þar og skiluðu fínu dagsverki.“ Næsta verkefni íslenska kvennalandsliðsins er hið árlega mót á Algarve á Portúgal. Það stendur yfir frá 28. febrúar til 7. mars. Þar verður Ísland í riðli með Danmörku, Japan og Evrópumeisturum Hollands.
HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik - Fortuna | Blikar sparka Evrópubikarnum af stað Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Sjá meira