Ísland er í A-deild og er þar í þriðja styrkleikaflokki. Liðið fær eitt lið úr fyrsta styrkleikaflokki og eitt lið úr öðrum styrkleikaflokki.
UEFA hefur sett saman upplýsingapakka um liðin í Þjóðardeildinni og þar má meðal annars sjá hvernig íslenska landsliðinu hefur gengið gegn þeim þjóðum sem liðið á möguleika á að mæta.
Ísland hefur mætt öllum þjóðunum átta sem koma til greina en aðeins unnið þrjár þeirra.
Íslenska landsliðið hefur unnið Spán einu sinni, England einu sinni og Ítalíu einu sinni.
Sigurleikurinn á Spánverjum kom á Laugardalsvellinum í undankeppni EM 1992, sigurinn á Ítölum kom í vináttulandsleik á Laugardalsvellinum 2004 og sigurinn á Englendingum kom í Nice í sextán liða úrslitum EM í Frakklandi 2006.
Íslenska landsliðið hefur hinsvegar aldrei unnið Þýskaland (4 leikir), Portúgal (3 leikir), Belgíu (9 leikir), Frakkland (12 leikir) eða Sviss (6 leikir).
Liðið gerði hinsvegar jafntefli í síðustu leikjum sínum við Portúgal (1-1 á Em 2016) og Sviss (4-4 í undankeppni HM 2014).
Hér fyrir neðan má sjá samantekt UEFA.
