„Fyrirkomulagið á Þjóðadeildinni er mjög fínt. Það var alveg nauðsynlegt að fá svona keppni inn í alþjóðlegan fótbolta,“ sagði Roberto Martínez.
„Það er mikilvægt fyrir Belgíu að læra að vinna,“ sagði Martínez en Belgar eru á leiðinni á HM í Rússlandi þar sem þeir verða í riðli með Englandi, Panama og Túnis.
„Svisslendingar eru með hæfileikaríka leikmenn eins og Granit Xhaka og Xherdan Shaqiri. Ísland er í hjarta allra fótboltaunnenda eftir það sem liðið afrekaði á EM í Frakklandi 2016,“ sagði Martínez.
LEAGUE A #NationsLeague
https://t.co/qvCl76dWvTpic.twitter.com/iFOquFj4Y3
— UEFA Nations League (@UEFAEURO) January 24, 2018