Spilum oft best gegn þeim bestu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. janúar 2018 06:00 Íslensku strákarnir mæta Belgum og Svisslendingum í Þjóðadeildinni. vísir/anton „Við vissum alltaf að við myndum mæta góðum þjóðum. Þetta er niðurstaðan og okkur líst bara vel á hana,“ sagði Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, í samtali við Fréttablaðið eftir að dregið var í Þjóðadeild UEFA í gær. Heimir var viðstaddur dráttinn í Lausanne í Sviss. Ísland er í A-deild Þjóðadeildarinnar og dróst í riðil með Belgíu og Sviss. Leikið verður heima og að heiman og fara leikirnir fram næsta haust. „Við getum strítt báðum þessum þjóðum og við höfum sýnt að við spilum oft betur á móti bestu þjóðunum. Þetta er gott tækifæri til að halda áfram að bæta okkur sem landslið,“ sagði Heimir. Andstæðingar Íslands á þessu ári eru engir aumingjar. Í mars mætir íslenska liðið Perú og Mexíkó í vináttulandsleikjum í Bandaríkjunum og á HM mæta okkar menn Argentínu, Króatíu og Nígeríu. „Þetta verður geggjað fótboltaár fyrir okkur. Alvöru lið vilja spila við þau bestu,“ sagði Heimir. Sigurvegarar riðlanna fjögurra í A-deild Þjóðadeildarinnar komast í úrslitakeppni sem fer fram í júní 2019. Liðin sem lenda í þriðja og neðsta sæti riðlanna fjögurra falla hins vegar niður í B-deild. Sæti þeirra taka sigurvegarar riðlanna fjögurra í B-deild. Þjóðadeildin er einnig samtvinnuð undankeppni EM 2020 eins og sjá má á skýringarmyndinni hér fyrir neðan. Heimir er spenntur fyrir þessari nýju keppni sem hefur verið nokkur ár í burðarliðnum. Markmiðið með Þjóðadeildinni er að fjölga alvöru keppnisleikjum og fækka þýðingarlausum vináttulandsleikjum. „Þótt við séum vinsælir núna hefur Íslandi oft gengið erfiðlega að fá vináttulandsleiki. Ég hef rætt við þjálfara stærri og minna þjóða og mér finnst almennt allir vera ánægðir með þessa nýju keppni,“ sagði Heimir. Eyjamaðurinn viðurkennir að með tilkomu Þjóðadeildarinnar sé minna svigrúm til að prófa nýja leikmenn í landsleikjum. „Við vissum það fyrir löngu síðan að þessum vináttulandsleikjum, þar sem þú getur gert tilraunir, myndi fækka. Í Þjóðadeildinni skiptir hver einasti leikur gríðarlega miklu máli,“ sagði Heimir. „Fyrsta verkefnið er að halda okkur í A-deildinni og vera þannig í efsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í undankeppni EM. Þá forðast þú að spila við stærstu liðin. Það er svo mikið í húfi.“ Heimir segir undirbúninginn fyrir HM ganga vel. „Við erum að undirbúa mars-leikina og þegar það er búið klárum við leikina sem við ætlum að spila í byrjun júní. Það er langt komið.“grafík/fréttablaðið EM 2020 í fótbolta Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Fleiri fréttir Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
„Við vissum alltaf að við myndum mæta góðum þjóðum. Þetta er niðurstaðan og okkur líst bara vel á hana,“ sagði Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, í samtali við Fréttablaðið eftir að dregið var í Þjóðadeild UEFA í gær. Heimir var viðstaddur dráttinn í Lausanne í Sviss. Ísland er í A-deild Þjóðadeildarinnar og dróst í riðil með Belgíu og Sviss. Leikið verður heima og að heiman og fara leikirnir fram næsta haust. „Við getum strítt báðum þessum þjóðum og við höfum sýnt að við spilum oft betur á móti bestu þjóðunum. Þetta er gott tækifæri til að halda áfram að bæta okkur sem landslið,“ sagði Heimir. Andstæðingar Íslands á þessu ári eru engir aumingjar. Í mars mætir íslenska liðið Perú og Mexíkó í vináttulandsleikjum í Bandaríkjunum og á HM mæta okkar menn Argentínu, Króatíu og Nígeríu. „Þetta verður geggjað fótboltaár fyrir okkur. Alvöru lið vilja spila við þau bestu,“ sagði Heimir. Sigurvegarar riðlanna fjögurra í A-deild Þjóðadeildarinnar komast í úrslitakeppni sem fer fram í júní 2019. Liðin sem lenda í þriðja og neðsta sæti riðlanna fjögurra falla hins vegar niður í B-deild. Sæti þeirra taka sigurvegarar riðlanna fjögurra í B-deild. Þjóðadeildin er einnig samtvinnuð undankeppni EM 2020 eins og sjá má á skýringarmyndinni hér fyrir neðan. Heimir er spenntur fyrir þessari nýju keppni sem hefur verið nokkur ár í burðarliðnum. Markmiðið með Þjóðadeildinni er að fjölga alvöru keppnisleikjum og fækka þýðingarlausum vináttulandsleikjum. „Þótt við séum vinsælir núna hefur Íslandi oft gengið erfiðlega að fá vináttulandsleiki. Ég hef rætt við þjálfara stærri og minna þjóða og mér finnst almennt allir vera ánægðir með þessa nýju keppni,“ sagði Heimir. Eyjamaðurinn viðurkennir að með tilkomu Þjóðadeildarinnar sé minna svigrúm til að prófa nýja leikmenn í landsleikjum. „Við vissum það fyrir löngu síðan að þessum vináttulandsleikjum, þar sem þú getur gert tilraunir, myndi fækka. Í Þjóðadeildinni skiptir hver einasti leikur gríðarlega miklu máli,“ sagði Heimir. „Fyrsta verkefnið er að halda okkur í A-deildinni og vera þannig í efsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í undankeppni EM. Þá forðast þú að spila við stærstu liðin. Það er svo mikið í húfi.“ Heimir segir undirbúninginn fyrir HM ganga vel. „Við erum að undirbúa mars-leikina og þegar það er búið klárum við leikina sem við ætlum að spila í byrjun júní. Það er langt komið.“grafík/fréttablaðið
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Fleiri fréttir Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Sjá meira