Orðrómur um ástaratriði leiðir til hatrammra mótmæla Stefán Ó. Jónsson skrifar 25. janúar 2018 06:38 Drottningin Padmavati byggir á aðalpersónu ljóðabálks frá 16. öld. VIACOM18 Öryggisgæsla hefur verið aukin í fjölda indverskra héraða í aðdraganda frumsýningar kvikmyndar, sem leitt hefur til hatrammra mótmæla. Skólum hefur verið lokað í úthverfum höfuðborgarinnar eftir að mótmælendur réðust á skólarútur og fjölmörg kvikmyndahús hafa gefið það út að kvikmyndin umrædda, Padmavaat, verði ekki sýnd á tjöldum þeirra. Að sögn breska ríkisútvarpsins eru mótmælendur æfir vegna sambands aðalpersónanna, sem þeir telja rómantískt. Það þykir þeim ekki við hæfi í ljósi þess að persónurnar eru annars vegar múslimskur konungur og drottning sem er hindúatrúar. Þrátt fyrir að konungurinn, Alauddin Khilji, hafi verið til í alvörunni er öll framvinda myndarinnar uppspuni frá rótum - byggð á ljóðabálki frá 16. öld. Orðrómur um atriði í kvikmyndinni þar sem konungurinn sést dreyma um ástaratlot með drottningunni hefur sérstaklega farið fyrir brjóstið á mótmælendunum. Leikstjóri myndarinnar, Sanjay Leela Bhansali, hefur hins vegar ítrekað lýst því yfir að ekkert slíkt draumaatriði sé að finna í kvikmyndinni. Engu að síður var útgáfu myndarinnar seinkað um tvo mánuði vegna mótmæla en öfgahópar hindúa hafa meðal annars borið eld að bílum og ráðist á kvikmyndahús víðsvegar um Indland. Hæstiréttur Indlands hafnaði því síðastliðinn þriðjudag að banna kvikmyndina í landinu. Fyrrnefndir hindúar hafa farið fram á lögbann, sem og bæjaryfirvöld sem óttast um öryggi þegna sinna. Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Öryggisgæsla hefur verið aukin í fjölda indverskra héraða í aðdraganda frumsýningar kvikmyndar, sem leitt hefur til hatrammra mótmæla. Skólum hefur verið lokað í úthverfum höfuðborgarinnar eftir að mótmælendur réðust á skólarútur og fjölmörg kvikmyndahús hafa gefið það út að kvikmyndin umrædda, Padmavaat, verði ekki sýnd á tjöldum þeirra. Að sögn breska ríkisútvarpsins eru mótmælendur æfir vegna sambands aðalpersónanna, sem þeir telja rómantískt. Það þykir þeim ekki við hæfi í ljósi þess að persónurnar eru annars vegar múslimskur konungur og drottning sem er hindúatrúar. Þrátt fyrir að konungurinn, Alauddin Khilji, hafi verið til í alvörunni er öll framvinda myndarinnar uppspuni frá rótum - byggð á ljóðabálki frá 16. öld. Orðrómur um atriði í kvikmyndinni þar sem konungurinn sést dreyma um ástaratlot með drottningunni hefur sérstaklega farið fyrir brjóstið á mótmælendunum. Leikstjóri myndarinnar, Sanjay Leela Bhansali, hefur hins vegar ítrekað lýst því yfir að ekkert slíkt draumaatriði sé að finna í kvikmyndinni. Engu að síður var útgáfu myndarinnar seinkað um tvo mánuði vegna mótmæla en öfgahópar hindúa hafa meðal annars borið eld að bílum og ráðist á kvikmyndahús víðsvegar um Indland. Hæstiréttur Indlands hafnaði því síðastliðinn þriðjudag að banna kvikmyndina í landinu. Fyrrnefndir hindúar hafa farið fram á lögbann, sem og bæjaryfirvöld sem óttast um öryggi þegna sinna.
Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira