Beinfundur bendir til þess að menn hafi yfirgefið Afríku fyrr en talið var Kjartan Kjartansson skrifar 25. janúar 2018 20:38 Átta tennur voru enn fastar í kjálkabeinið sem fannst í helli í Ísrael. Vísir/AFP Menn yfirgáfu Afríku um 60.000 árum fyrr en vísindamenn hafa talið fram að þessu. Þetta er niðurstaða fornleifafræðinga sem fundu kjálkabein úr manni í helli i Ísrael sem er að minnsta kosti 175.000 ára gamalt. Beinið er það langelsta sem hefur fundist utan Afríku. Nútímamaðurinn, homo sapiens, þróaðist upphaflega í Afríku áður en hann lagði síðar undir sig önnur meginlönd jarðar. Fundur kjálkabeinsins nú bendir til þess að framvarðarsveit mannkynsins hafi verið mun fyrr á ferðinni í öðrum álfum en talið hefur verið. Elstu mannabein sem hafa fundist utan Afríku hafa verið á bilinu 90.000 til 120.000 ára gömul. Fjallað er um fundinn í grein í vísindaritinu Science sem birtist í dag. Í umfjöllun Washington Post kemur fram að hann sé vísbending um að menn hafi farið í nokkra skammlífa könnunarleiðangra til Evrasíu þúsöldum áður en þeir námu þar land varanlega. Kjálkabeinið hafi að líkindum tilheyrt einum þessara könnuða. Líkt við ferðir norrænna manna til vesturheimsBeinið fannst við uppgröft í Misliya-hellinum í vesturhlíð Carmel-fjalls í Ísrael sem var fullur af urð og grjóti. Í fyrndinni var hellirinn hins vegar stór og djúpur. Mina Weinstein-Evron, fornleifafræðingur við Háskólann í Haifa og einn höfunda greinarinnar, segir að hellirinn hafi verið tilvalið skjól fyrir fornmenn. Hún segir að ekki sé hægt að greina hvort að beinið hafi tilheyrt karli eða konu. Verkfæri fundust nærri beininu. Þetta er eina mannabeinið sem hefur fundist í hellinum en verkfæri, dýrabein og vísbendingar um eldstæði hafa fundist þar áður.Beinið fannst í Misliya-hellinum í Carmel-fjalli í Ísrael.Vísir/AFPRick Potts, forstöðumaður verkefnis Smithsonian-náttúruminjasafnsins um uppruna mannsins, líkir uppgötvuninni nú við minjar um misheppnaðar tilraunir norrænna manna til að nema land í vesturheimi. „Þetta er í eðli sínu heillandi og áhugavert. Ekki aðeins í gegnum söguna heldur djúpt inn í forsöguna hafa verið brautryðjendur sem tókst ekki að lifa af,“ segir Potts. Vísindi Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Fleiri fréttir Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Sjá meira
Menn yfirgáfu Afríku um 60.000 árum fyrr en vísindamenn hafa talið fram að þessu. Þetta er niðurstaða fornleifafræðinga sem fundu kjálkabein úr manni í helli i Ísrael sem er að minnsta kosti 175.000 ára gamalt. Beinið er það langelsta sem hefur fundist utan Afríku. Nútímamaðurinn, homo sapiens, þróaðist upphaflega í Afríku áður en hann lagði síðar undir sig önnur meginlönd jarðar. Fundur kjálkabeinsins nú bendir til þess að framvarðarsveit mannkynsins hafi verið mun fyrr á ferðinni í öðrum álfum en talið hefur verið. Elstu mannabein sem hafa fundist utan Afríku hafa verið á bilinu 90.000 til 120.000 ára gömul. Fjallað er um fundinn í grein í vísindaritinu Science sem birtist í dag. Í umfjöllun Washington Post kemur fram að hann sé vísbending um að menn hafi farið í nokkra skammlífa könnunarleiðangra til Evrasíu þúsöldum áður en þeir námu þar land varanlega. Kjálkabeinið hafi að líkindum tilheyrt einum þessara könnuða. Líkt við ferðir norrænna manna til vesturheimsBeinið fannst við uppgröft í Misliya-hellinum í vesturhlíð Carmel-fjalls í Ísrael sem var fullur af urð og grjóti. Í fyrndinni var hellirinn hins vegar stór og djúpur. Mina Weinstein-Evron, fornleifafræðingur við Háskólann í Haifa og einn höfunda greinarinnar, segir að hellirinn hafi verið tilvalið skjól fyrir fornmenn. Hún segir að ekki sé hægt að greina hvort að beinið hafi tilheyrt karli eða konu. Verkfæri fundust nærri beininu. Þetta er eina mannabeinið sem hefur fundist í hellinum en verkfæri, dýrabein og vísbendingar um eldstæði hafa fundist þar áður.Beinið fannst í Misliya-hellinum í Carmel-fjalli í Ísrael.Vísir/AFPRick Potts, forstöðumaður verkefnis Smithsonian-náttúruminjasafnsins um uppruna mannsins, líkir uppgötvuninni nú við minjar um misheppnaðar tilraunir norrænna manna til að nema land í vesturheimi. „Þetta er í eðli sínu heillandi og áhugavert. Ekki aðeins í gegnum söguna heldur djúpt inn í forsöguna hafa verið brautryðjendur sem tókst ekki að lifa af,“ segir Potts.
Vísindi Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Fleiri fréttir Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Sjá meira