Með aðalhlutverk í þessum vinsælu grínþáttum fara þau Saga Garðarsdóttir, Steindi Jr., Auðunn Blöndal og Sverrir Þór Sverrisson.
Karakterinn Bjössi smiður mætir aftur í næstu þáttaröð en hann á mjög erfitt með að kveðja vinnufélaga sína. Saga Garðarsdóttir leikur kærustu Bjössa en undarlegt óhapp átti sér stað í Ártúnsbrekkunni fyrr í vetur þegar verið var að taka upp bílferð Bjössa og kærustunnar. Í miðri Ártúnsbrekkunni fauk húddið upp og braut framrúðuna á bílnum.