Ísold vann til verðlauna á Sundance-kvikmyndahátíðinni Kjartan Kjartansson skrifar 28. janúar 2018 07:50 Ísold á Sundance-hátíðinni sem hefur staðið yfir síðustu vikuna. Vísir/AFP Leikstjórinn Ísold Uggadóttir var valin besti alþjóðlegi leikstjórinn á lokahátíð Sundance-kvikmyndahátíðarinnar í Utah í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Mynd hennar „Andið eðlilega“ hefur hlotið lof gagnrýnenda en hún var frumsýnd á á hátiðinni. Í tilkynningu frá Birnu Önnu Björnsdóttur, einum framleiðenda myndarinnar, kemur fram að Ísold hafi unnið í flokki alþjóðlegrar kvikmyndagerðar. Hátíðin er haldin í Park-borg í Utah. „Andið eðlilega“ var ein af tólf myndum sem kepptu í annarri af aðalkeppnum hátíðarinnar. Ísold leikstýrði og skrifaði handritið að myndinni. Kristín Þóra Halldórsdóttir og Babetida Sadjo fara með aðalhlutverkin. Myndin fjallar um sögur tveggja kvenna, hælisleitanda frá Gíneu-Bissá og ungrar íslenskrar konu sem sinnir vegabréfaeftirliti á Keflavíkurflugvelli. Tengdar fréttir Íslendingarnir geisluðu á rauða dreglinum á Sundance Íslenska kvikmyndin Andið eðlilega í leikstjórn Ísoldar Uggadóttur var sýnd á kvikmyndahátíðinni Sundance í Park City í Bandaríkjunum. 23. janúar 2018 12:30 Mest lesið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Leikstjórinn Ísold Uggadóttir var valin besti alþjóðlegi leikstjórinn á lokahátíð Sundance-kvikmyndahátíðarinnar í Utah í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Mynd hennar „Andið eðlilega“ hefur hlotið lof gagnrýnenda en hún var frumsýnd á á hátiðinni. Í tilkynningu frá Birnu Önnu Björnsdóttur, einum framleiðenda myndarinnar, kemur fram að Ísold hafi unnið í flokki alþjóðlegrar kvikmyndagerðar. Hátíðin er haldin í Park-borg í Utah. „Andið eðlilega“ var ein af tólf myndum sem kepptu í annarri af aðalkeppnum hátíðarinnar. Ísold leikstýrði og skrifaði handritið að myndinni. Kristín Þóra Halldórsdóttir og Babetida Sadjo fara með aðalhlutverkin. Myndin fjallar um sögur tveggja kvenna, hælisleitanda frá Gíneu-Bissá og ungrar íslenskrar konu sem sinnir vegabréfaeftirliti á Keflavíkurflugvelli.
Tengdar fréttir Íslendingarnir geisluðu á rauða dreglinum á Sundance Íslenska kvikmyndin Andið eðlilega í leikstjórn Ísoldar Uggadóttur var sýnd á kvikmyndahátíðinni Sundance í Park City í Bandaríkjunum. 23. janúar 2018 12:30 Mest lesið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Íslendingarnir geisluðu á rauða dreglinum á Sundance Íslenska kvikmyndin Andið eðlilega í leikstjórn Ísoldar Uggadóttur var sýnd á kvikmyndahátíðinni Sundance í Park City í Bandaríkjunum. 23. janúar 2018 12:30
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein