„Konur eru bara orðnar svolítið pirraðar á þessu“ Guðný Hrönn skrifar 11. janúar 2018 09:45 Meistararitgerð Auðar fjallaði um upplifun tónlistarkvenna af tækni í tónlistarsköpun. VÍSIR/ANTON BRINK Auður Viðarsdóttir, þjóðfræðingur og tónlistarkona, heldur fyrirlestur í Safnahúsinu klukkan 16.00 í dag um upplifun tónlistarkvenna af tækni í tónlist. Fyrirlesturinn er byggður á niðurstöðum rannsóknar hennar sem hún vann í meistaranámi sínu í þjóðfræði. Rannsóknin byggir á viðtölum við 17 tónlistarkonur um upplifun þeirra á tækninotkun í tónlistasköpun sinni. Auður kveðst sjálf hafa átt í stormasömu samband við tækni í sinni tónlistarsköpun í gegnum tíðina. „Stundum hef ég ekki haft nógu mikla trú á mér til að hella mér út í tæknilega vinnu. Ég skildi ekki af hverju það væri. En sá svo tækifæri í þjóðfræði til að rýna í þetta, þ.e. að skoða nánar samband fólks við tækin og tólin sem það notar til sköpunar. Tækni er orðin svo stór þáttur í vinnuumhverfi tónlistarfólks, sem fæst nú við að brúa bilið milli hins listræna eða tilfinningalega sem býr að baki tónlistarsköpun og hins formfasta og rökræna sem okkur finnst oft felast í tæknilegri vinnu með hljóð.“ Spurð út í niðurstöðu rannsóknar sinnar segir Auður: „Niðurstöð- urnar eru margþættar. En það sem var áhugavert er að sjá að tónlistarkonur eru að glíma við þessar samfélagslegu hugmyndir um að konur viti ekkert um tækni og kunni ekki að tengja græjurnar sínar. Þær sem ég talaði við höfðu nánast allar fundið fyrir þessu viðhorfi. Margar hafa upplifað að það sé efast um tæknilega getu þeirra og þær finna fyrir því að það er ekki búist við því að þær séu raunverulega manneskjan á bak við tónlistina og framleiðslu hennar,“ útskýrir Auður. Hún segir t.d. algengt að fólk spyrji tónlistarkonur hver hafi samið tónlistina þeirra.„Það er einhvern veginn ekki reiknað með því að þær geri það sjálfar.“ Auður segir líka algengt að tónlistarkonum sé boðin aðstoð við einfaldar athafnir í kringum tónleikahald, t.d. að tengja bassann sinn eða kveikja á hljómborðinu. „Og konur eru bara orðnar svolítið pirraðar á þessu.“ Þetta er lúmsktAuður kann margar dæmisögur um hvernig þessi viðhorf fólks lýsa sér, um að konur viti ekkert um tækni. „Ég hef lent í því að það sé skautað fram hjá manni. Til dæmis kom einhvern tímann karlmaður eftir tónleika og vildi spyrja út í græju sem við í hljómsveitinni vorum að vinna með. Og hann fór beint að karlkyns hljómsveitarmeðlim, sá vissi ekkert um þessa græju og ég var að reyna að skjóta inn í. En hann sá mig bara ekki,“ segir Auður og hlær. Auður segir fólk gjarnan vera með þetta viðhorf ómeðvitað. „Þess vegna er svo mikilvægt að halda umræðunni á lofti. Því þetta er lúmskt. Í huganum tengir fólk einfaldlega hvers kyns græjur frekar við karlmenn. Staðalmynd tónlistarkonunnar er hins vegar kynþokkafull söngkona og það tekur tíma að breyta þessum hugmyndum. En það er að gerast, sýnileiki kvenna á bak við græjurnar er alltaf að aukast,“ segir Auður sem er bjartsýn á framtíðina. „Eins og ein sagði í minni rannsókn, að með hverri og einni sýnilegri konu þá bætast kannski tíu við. Það skiptir nefnilega svo miklu máli að hafa einhvern sem maður getur litið upp til.“ Tónlist Mest lesið Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Lífið Slappur smassborgari Gagnrýni „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Lífið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Lífið Tíu smart kósýgallar Lífið „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Lífið Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Lífið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Sjá meira
Auður Viðarsdóttir, þjóðfræðingur og tónlistarkona, heldur fyrirlestur í Safnahúsinu klukkan 16.00 í dag um upplifun tónlistarkvenna af tækni í tónlist. Fyrirlesturinn er byggður á niðurstöðum rannsóknar hennar sem hún vann í meistaranámi sínu í þjóðfræði. Rannsóknin byggir á viðtölum við 17 tónlistarkonur um upplifun þeirra á tækninotkun í tónlistasköpun sinni. Auður kveðst sjálf hafa átt í stormasömu samband við tækni í sinni tónlistarsköpun í gegnum tíðina. „Stundum hef ég ekki haft nógu mikla trú á mér til að hella mér út í tæknilega vinnu. Ég skildi ekki af hverju það væri. En sá svo tækifæri í þjóðfræði til að rýna í þetta, þ.e. að skoða nánar samband fólks við tækin og tólin sem það notar til sköpunar. Tækni er orðin svo stór þáttur í vinnuumhverfi tónlistarfólks, sem fæst nú við að brúa bilið milli hins listræna eða tilfinningalega sem býr að baki tónlistarsköpun og hins formfasta og rökræna sem okkur finnst oft felast í tæknilegri vinnu með hljóð.“ Spurð út í niðurstöðu rannsóknar sinnar segir Auður: „Niðurstöð- urnar eru margþættar. En það sem var áhugavert er að sjá að tónlistarkonur eru að glíma við þessar samfélagslegu hugmyndir um að konur viti ekkert um tækni og kunni ekki að tengja græjurnar sínar. Þær sem ég talaði við höfðu nánast allar fundið fyrir þessu viðhorfi. Margar hafa upplifað að það sé efast um tæknilega getu þeirra og þær finna fyrir því að það er ekki búist við því að þær séu raunverulega manneskjan á bak við tónlistina og framleiðslu hennar,“ útskýrir Auður. Hún segir t.d. algengt að fólk spyrji tónlistarkonur hver hafi samið tónlistina þeirra.„Það er einhvern veginn ekki reiknað með því að þær geri það sjálfar.“ Auður segir líka algengt að tónlistarkonum sé boðin aðstoð við einfaldar athafnir í kringum tónleikahald, t.d. að tengja bassann sinn eða kveikja á hljómborðinu. „Og konur eru bara orðnar svolítið pirraðar á þessu.“ Þetta er lúmsktAuður kann margar dæmisögur um hvernig þessi viðhorf fólks lýsa sér, um að konur viti ekkert um tækni. „Ég hef lent í því að það sé skautað fram hjá manni. Til dæmis kom einhvern tímann karlmaður eftir tónleika og vildi spyrja út í græju sem við í hljómsveitinni vorum að vinna með. Og hann fór beint að karlkyns hljómsveitarmeðlim, sá vissi ekkert um þessa græju og ég var að reyna að skjóta inn í. En hann sá mig bara ekki,“ segir Auður og hlær. Auður segir fólk gjarnan vera með þetta viðhorf ómeðvitað. „Þess vegna er svo mikilvægt að halda umræðunni á lofti. Því þetta er lúmskt. Í huganum tengir fólk einfaldlega hvers kyns græjur frekar við karlmenn. Staðalmynd tónlistarkonunnar er hins vegar kynþokkafull söngkona og það tekur tíma að breyta þessum hugmyndum. En það er að gerast, sýnileiki kvenna á bak við græjurnar er alltaf að aukast,“ segir Auður sem er bjartsýn á framtíðina. „Eins og ein sagði í minni rannsókn, að með hverri og einni sýnilegri konu þá bætast kannski tíu við. Það skiptir nefnilega svo miklu máli að hafa einhvern sem maður getur litið upp til.“
Tónlist Mest lesið Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Lífið Slappur smassborgari Gagnrýni „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Lífið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Lífið Tíu smart kósýgallar Lífið „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Lífið Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Lífið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Sjá meira