Við eigum bara þessa einu jörð Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 14. janúar 2018 09:30 Ólöf Birna og Rannveig Edda vilja vekja fólk til umhugsunar um loftslags- og umhverfismál og hafa skrifað niður stefnuskrá. Vísir/Anton Brink Rannveig Edda Aspelund og Ólöf Birna Ólafsdóttir eru hugsjónakonur sem vilja vernda umhverfið. Báðar eru á tíunda ári og búa hlið við hlið í Garðabæ. En hvernig birtist mengun jarðarinnar þeim? Rannveig Edda: Þegar við erum á leiðinni heim úr skólanum sjáum við oft rusl og það finnst okkur ömurlegt. Ólöf Birna: Við eigum nefnilega bara þessa einu jörð og ef hún skemmist hvað gerist þá? Hvert förum við? Rannveig Edda: Við viljum minnka plastnotkun. Til dæmis reynum við að nota ekki mikið af plastpokum undir skólanestið. Ólöf Birna: Og ef við notum plastpoka, þá nýtum við þá aftur. Rannveig Edda: Svo viljum við minnka bensín- og dísilnotkun. Ólöf Birna: Það eru svo margir á okkar aldri sem vilja fá far í skólann og láta keyra sig hvert sem er. Rannveig Edda: Við viljum fá fólk til að ganga í skólann, við erum með fætur, hvað eigum að gera við þá? Ólöf Birna: Rafmagnsbílar menga minna en bensín- og dísilbílar. Rannveig Edda: Svo ætti fólk að planta fleiri trjám því bílar dæla frá sér eiturefni en trén taka efnið að sér og búa til úr því súrefni, svo við getum andað. Hvað geta venjulegar fjölskyldur gert dagsdaglega til að minnka mengun? Rannveig Edda: Ekki fá sér meira á diskinn en maður borðar til að sóa ekki mat. Ólöf Birna: Og klára það sem búið er að kaupa í matinn áður en það rennur út á tíma svo það þurfi ekki að henda neinu. Rannveig Edda: Fólk ætti að kaupa minna og nota það sem það á, meðal annars föt. Ólöf Birna: Að ferðast skynsamlega er eitt. Sumt fólk fer svo oft til útlanda og flugvélarnar menga mikið við að flytja það milli landa. Rannveig Edda: Það er sniðugra að velja vel ferðirnar og fara færri og betri ferðir. Til dæmis með alla fjölskylduna. Funduð þið upp á þessum pælingum sjálfar? Ólöf Birna: Já, aðallega. Wall-E myndin hafði líka áhrif á okkur. Rannveig Edda: Við byrjuðum samt að hugsa um þetta áður en við sáum hana. Krakkar Mest lesið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Ný stikla úr GTA VI Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Verzló vann MORFÍs Lífið Fleiri fréttir Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Sjá meira
Rannveig Edda Aspelund og Ólöf Birna Ólafsdóttir eru hugsjónakonur sem vilja vernda umhverfið. Báðar eru á tíunda ári og búa hlið við hlið í Garðabæ. En hvernig birtist mengun jarðarinnar þeim? Rannveig Edda: Þegar við erum á leiðinni heim úr skólanum sjáum við oft rusl og það finnst okkur ömurlegt. Ólöf Birna: Við eigum nefnilega bara þessa einu jörð og ef hún skemmist hvað gerist þá? Hvert förum við? Rannveig Edda: Við viljum minnka plastnotkun. Til dæmis reynum við að nota ekki mikið af plastpokum undir skólanestið. Ólöf Birna: Og ef við notum plastpoka, þá nýtum við þá aftur. Rannveig Edda: Svo viljum við minnka bensín- og dísilnotkun. Ólöf Birna: Það eru svo margir á okkar aldri sem vilja fá far í skólann og láta keyra sig hvert sem er. Rannveig Edda: Við viljum fá fólk til að ganga í skólann, við erum með fætur, hvað eigum að gera við þá? Ólöf Birna: Rafmagnsbílar menga minna en bensín- og dísilbílar. Rannveig Edda: Svo ætti fólk að planta fleiri trjám því bílar dæla frá sér eiturefni en trén taka efnið að sér og búa til úr því súrefni, svo við getum andað. Hvað geta venjulegar fjölskyldur gert dagsdaglega til að minnka mengun? Rannveig Edda: Ekki fá sér meira á diskinn en maður borðar til að sóa ekki mat. Ólöf Birna: Og klára það sem búið er að kaupa í matinn áður en það rennur út á tíma svo það þurfi ekki að henda neinu. Rannveig Edda: Fólk ætti að kaupa minna og nota það sem það á, meðal annars föt. Ólöf Birna: Að ferðast skynsamlega er eitt. Sumt fólk fer svo oft til útlanda og flugvélarnar menga mikið við að flytja það milli landa. Rannveig Edda: Það er sniðugra að velja vel ferðirnar og fara færri og betri ferðir. Til dæmis með alla fjölskylduna. Funduð þið upp á þessum pælingum sjálfar? Ólöf Birna: Já, aðallega. Wall-E myndin hafði líka áhrif á okkur. Rannveig Edda: Við byrjuðum samt að hugsa um þetta áður en við sáum hana.
Krakkar Mest lesið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Ný stikla úr GTA VI Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Verzló vann MORFÍs Lífið Fleiri fréttir Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Sjá meira