Fimmtugur tónlistarskóli Aron Ingi Guðmundsson skrifar 13. janúar 2018 11:15 Einar Bragi, skólastjóri Tónlistarskóla Vesturbyggðar, ásamt nokkrum nemendum sínum. Mynd/Tónlistarskóli Vesturbyggðar Einar Bragi Bragason hóf störf sem skólastjóri Tónlistarskóla Vesturbyggðar fyrir tveimur árum. Hann hefur víða komið við á sínum tónlistarferli, spilaði meðal annars með hljómsveitinni Stjórninni, tekur upp tónlist heima og spilar hingað og þangað um landið. Tónlistarlíf bæjarfélagsins blómstrar og spennandi tímar eru fram undan að mati Einars Braga. „Starf tónlistarskólans hefur átt sínar hæðir og lægðir eins og gengur. Mér skilst að árið 1997 hafi verið stór lúðrasveit hér og það fyrsta sem ég gerði þegar ég kom var að fara niður í kjallara og grafa upp í gegnum þykkt lag af ryki fullt af hljóðfærum og laga þau . Auk þess fékk ég fjármagn til að kaupa ný hljóðfæri og ég hef fengið mikinn stuðning frá bæjaryfirvöldum varðandi starfið.“ Einar Bragi segir nemendafjölda tónlistarskólans hafa margfaldast á undanförnum misserum. „Fjöldinn var á milli tuttugu og fimm og þrjátíu börn þegar ég kom en núna eru sjötíu fullgildir nemendur og svo þrettán nemendur leikskólans sem eru í svokölluðu tónföndri. Þetta er fólk frá fimm ára aldri og upp í svona sextán, sautján ára.“ Einu sinni í viku kveðst Einar Bragi fara á vegum tónlistarskólans í félagsheimili fyrir eldri borgara á Patreksfirði. „Það má því segja að nemendur séu upp í nírætt,“ segir hann glaðlega. „Svo er svolítið gaman að segja frá því að þeir sem eru lengst komnir í gítarnámi hér eru í fjarnámi hjá kennara í austasta bæ Íslands, Neskaupstað, en Jón Hilmar Kárason, gítarsnillingur og frumkvöðull í þannig námi, hefur tekið þá kennslu að sér. Kennslan nær því þvert yfir landið, til vestasta bæjar landsins sem er Patreksfjörður.“ Einar Bragi segir ástæðu fyrir uppgangi skólans bjartsýni í bæjarfélaginu að þakka. Hér er margt ungt fólk sem er ekki á leið burt og annað að koma. Við höfum lagt áherslu á að tónlistarnám á að vera skemmtilegt. Nemendur skólans eru mjög sjáanlegir í bæjarfélaginu, við spilum fyrir eldri borgara, komum fram á skemmtunum bæjarins, styrktartónleikum, jólaböllum og þegar kveikt er á jólatrjánum svo eitthvað sé nefnt. Stefnt er að því að halda veglega vortónleika í tilefni afmælisársins og fá einhvern gest til að spila með, að sögn Einars Braga. „Einnig stendur til að stækka húsnæði skólans, við erum búin að fá loforð um það frá bæjaryfirvöldum svo óhætt er að segja að bjart sé fram undan í tónlistarlífi Vesturbyggðar.“ Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira
Einar Bragi Bragason hóf störf sem skólastjóri Tónlistarskóla Vesturbyggðar fyrir tveimur árum. Hann hefur víða komið við á sínum tónlistarferli, spilaði meðal annars með hljómsveitinni Stjórninni, tekur upp tónlist heima og spilar hingað og þangað um landið. Tónlistarlíf bæjarfélagsins blómstrar og spennandi tímar eru fram undan að mati Einars Braga. „Starf tónlistarskólans hefur átt sínar hæðir og lægðir eins og gengur. Mér skilst að árið 1997 hafi verið stór lúðrasveit hér og það fyrsta sem ég gerði þegar ég kom var að fara niður í kjallara og grafa upp í gegnum þykkt lag af ryki fullt af hljóðfærum og laga þau . Auk þess fékk ég fjármagn til að kaupa ný hljóðfæri og ég hef fengið mikinn stuðning frá bæjaryfirvöldum varðandi starfið.“ Einar Bragi segir nemendafjölda tónlistarskólans hafa margfaldast á undanförnum misserum. „Fjöldinn var á milli tuttugu og fimm og þrjátíu börn þegar ég kom en núna eru sjötíu fullgildir nemendur og svo þrettán nemendur leikskólans sem eru í svokölluðu tónföndri. Þetta er fólk frá fimm ára aldri og upp í svona sextán, sautján ára.“ Einu sinni í viku kveðst Einar Bragi fara á vegum tónlistarskólans í félagsheimili fyrir eldri borgara á Patreksfirði. „Það má því segja að nemendur séu upp í nírætt,“ segir hann glaðlega. „Svo er svolítið gaman að segja frá því að þeir sem eru lengst komnir í gítarnámi hér eru í fjarnámi hjá kennara í austasta bæ Íslands, Neskaupstað, en Jón Hilmar Kárason, gítarsnillingur og frumkvöðull í þannig námi, hefur tekið þá kennslu að sér. Kennslan nær því þvert yfir landið, til vestasta bæjar landsins sem er Patreksfjörður.“ Einar Bragi segir ástæðu fyrir uppgangi skólans bjartsýni í bæjarfélaginu að þakka. Hér er margt ungt fólk sem er ekki á leið burt og annað að koma. Við höfum lagt áherslu á að tónlistarnám á að vera skemmtilegt. Nemendur skólans eru mjög sjáanlegir í bæjarfélaginu, við spilum fyrir eldri borgara, komum fram á skemmtunum bæjarins, styrktartónleikum, jólaböllum og þegar kveikt er á jólatrjánum svo eitthvað sé nefnt. Stefnt er að því að halda veglega vortónleika í tilefni afmælisársins og fá einhvern gest til að spila með, að sögn Einars Braga. „Einnig stendur til að stækka húsnæði skólans, við erum búin að fá loforð um það frá bæjaryfirvöldum svo óhætt er að segja að bjart sé fram undan í tónlistarlífi Vesturbyggðar.“
Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira