Leonardo DiCaprio orðaður við nýja mynd Tarantino um Charles Manson Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 12. janúar 2018 22:06 Leonardo DiCaprio hlaut óskarsverðlaun árið 2016 fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni The Revenant. Vísir/Getty Leonardo CiCaprio mun fara með hlutverk í nýrri mynd leikstjórans Quention Tarantino ef marka má nýjustu fregnir vestanhafs. Myndin mun gerast í kringum morð Manson-fjölskyldunnar svokölluðu sem glæpamaðurinn Charles Manson skipulagði árið 1969.Samkvæmt Variety mun DiCaprio fara með hlutverk leikara sem búsettur er í Los Angeles og mun líf hans fléttast inn í atburðarásina í kringum morðin.Samkvæmt Vanity Fair mun myndin fjalla um sjónvarpsleikara sem vilji verða kvikmyndastjarna eftir að hafa slegið í gegn í einni þáttaröð. Þetta myndi vera níunda kvikmynd Tarantino og önnur myndin þar sem DiCaprio og Tarantino leiða hesta sína saman en DiCaprio fór með aðalhlutverkið í kvikmyndinni Django Unchained sem Tarantino leikstýrði og kom út árið 2012. Tarantino er sagður vilja fá leikkonuna Margot Robbie í hlutverk leikkonunnar Sharon Tate sem Manson-fjölskyldan myrti á hrottafengin hátt. Þá eru Tom Cruise og Brad Pitt einnig orðaðir við myndina og á Tarantino að hafa skrifað hlutverk sérstaklega fyrir Al Pacino sem hefur enn ekki staðfest að hann muni taka þátt. Stefnt er að því að myndin verði frumsýnd þann 9. ágúst árið 2019, þegar 50 ár eru liðin frá dauða Sharon Tate. Mest lesið Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Fleiri fréttir Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Leonardo CiCaprio mun fara með hlutverk í nýrri mynd leikstjórans Quention Tarantino ef marka má nýjustu fregnir vestanhafs. Myndin mun gerast í kringum morð Manson-fjölskyldunnar svokölluðu sem glæpamaðurinn Charles Manson skipulagði árið 1969.Samkvæmt Variety mun DiCaprio fara með hlutverk leikara sem búsettur er í Los Angeles og mun líf hans fléttast inn í atburðarásina í kringum morðin.Samkvæmt Vanity Fair mun myndin fjalla um sjónvarpsleikara sem vilji verða kvikmyndastjarna eftir að hafa slegið í gegn í einni þáttaröð. Þetta myndi vera níunda kvikmynd Tarantino og önnur myndin þar sem DiCaprio og Tarantino leiða hesta sína saman en DiCaprio fór með aðalhlutverkið í kvikmyndinni Django Unchained sem Tarantino leikstýrði og kom út árið 2012. Tarantino er sagður vilja fá leikkonuna Margot Robbie í hlutverk leikkonunnar Sharon Tate sem Manson-fjölskyldan myrti á hrottafengin hátt. Þá eru Tom Cruise og Brad Pitt einnig orðaðir við myndina og á Tarantino að hafa skrifað hlutverk sérstaklega fyrir Al Pacino sem hefur enn ekki staðfest að hann muni taka þátt. Stefnt er að því að myndin verði frumsýnd þann 9. ágúst árið 2019, þegar 50 ár eru liðin frá dauða Sharon Tate.
Mest lesið Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Fleiri fréttir Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira