Endurkalla þurrmjólk í 83 löndum vegna salmonellu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. janúar 2018 07:55 Vísir/EPA Franski mjólkuvöruframleiðandinn Lactalis hefur látið innkalla yfir tólf milljón kassa af þurrmjólk fyrir börn í 83 löndum vegna gruns um salmonellusmit. BBC greinir frá. Salmonella fannst í einni verksmiðju fyrirtækisins í Frakklandi í desember og hafa frönsk yfirvöld staðfest 35 salmonellusmit í Frakklandi í tengslum við neysli þurrmjólkur frá Lactalis. Þá er eitt staðfest tilvik á Spáni og verið er að rannsaka hugsanleg tilvik í Grikklandi. Helstu sjúkdómseinkenni salmonellusýkingar eru magaverkur, niðurgangur, hiti, höfuðverkur, uppköst og ógleði. Foreldrar barna sem veikst hafa eftir neyslu þurrmjólkurinnar hafa þegar hafið undirbúning að lögsókn vegna málsins en forstjóri Lactalis segir að fyrirtækið muni greiða bætur vegna málsins. Landbúnaðarráðherra Frakklands segir að allar vörur frá umræddri verksmiðju verði bannaðar þangað til botn fæst í rannsókn málsins. Ríkisstjórnin hefur einnig hótað verslunarkeðjum sektum eftir að í ljós kom að fjölmargar verslanir hafi haldið áfram að selja vörur frá fyrirtækinu sem gætu verið smitaðar, þrátt fyrir viðvaranir. Lactalis er eitt allra stærsta mjólkurfyrirtæki í heiminum. Vörur þess eru fáanlegar í 85 löndum og starfa um 75 þúsund manns hjá fyrirtækinu. Ætlað er að árleg velta Lactalis nemi rúmlega 2000 milljörðum íslenskra króna.Vísir greindi frá því á dögunum að Lactalis hafi ákveðið að kaupa The Icelandic Milk and Skyr Corporation, sem var stofnað af Sigurði Kjartani Hilmarssyni árið 2006 og er að stærstum hluta í eigu Íslendinga. Tengdar fréttir Mjólkurrisi kaupir Siggi's skyr Franska mjólkurfyrirtækið Lactalis hefur ákveðið að kaupa The Icelandic Milk and Skyr Corporation, 5. janúar 2018 07:24 Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Franski mjólkuvöruframleiðandinn Lactalis hefur látið innkalla yfir tólf milljón kassa af þurrmjólk fyrir börn í 83 löndum vegna gruns um salmonellusmit. BBC greinir frá. Salmonella fannst í einni verksmiðju fyrirtækisins í Frakklandi í desember og hafa frönsk yfirvöld staðfest 35 salmonellusmit í Frakklandi í tengslum við neysli þurrmjólkur frá Lactalis. Þá er eitt staðfest tilvik á Spáni og verið er að rannsaka hugsanleg tilvik í Grikklandi. Helstu sjúkdómseinkenni salmonellusýkingar eru magaverkur, niðurgangur, hiti, höfuðverkur, uppköst og ógleði. Foreldrar barna sem veikst hafa eftir neyslu þurrmjólkurinnar hafa þegar hafið undirbúning að lögsókn vegna málsins en forstjóri Lactalis segir að fyrirtækið muni greiða bætur vegna málsins. Landbúnaðarráðherra Frakklands segir að allar vörur frá umræddri verksmiðju verði bannaðar þangað til botn fæst í rannsókn málsins. Ríkisstjórnin hefur einnig hótað verslunarkeðjum sektum eftir að í ljós kom að fjölmargar verslanir hafi haldið áfram að selja vörur frá fyrirtækinu sem gætu verið smitaðar, þrátt fyrir viðvaranir. Lactalis er eitt allra stærsta mjólkurfyrirtæki í heiminum. Vörur þess eru fáanlegar í 85 löndum og starfa um 75 þúsund manns hjá fyrirtækinu. Ætlað er að árleg velta Lactalis nemi rúmlega 2000 milljörðum íslenskra króna.Vísir greindi frá því á dögunum að Lactalis hafi ákveðið að kaupa The Icelandic Milk and Skyr Corporation, sem var stofnað af Sigurði Kjartani Hilmarssyni árið 2006 og er að stærstum hluta í eigu Íslendinga.
Tengdar fréttir Mjólkurrisi kaupir Siggi's skyr Franska mjólkurfyrirtækið Lactalis hefur ákveðið að kaupa The Icelandic Milk and Skyr Corporation, 5. janúar 2018 07:24 Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Mjólkurrisi kaupir Siggi's skyr Franska mjólkurfyrirtækið Lactalis hefur ákveðið að kaupa The Icelandic Milk and Skyr Corporation, 5. janúar 2018 07:24